Carvedilol STADA

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Carvedilol STADA Tafla 6,25 mg
 • Skammtar:
 • 6,25 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Carvedilol STADA Tafla 6,25 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d5c317bf-028a-467d-adb1-a83a157b04c7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Carvedilol STADA 3,125 mg, 6,25 mg, 12,5 mg og 25 mg töflur

Carvedilol

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Carverdilol STADA og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Carvedilol STADA

Hvernig nota á Cardilol STADA

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Carvedilol STADA

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Carvedilol STADA og við hverju það er notað

Carvedilol STADA tilheyrir flokki lyfja sem kallast beta-blokkar. Þau verka með því að slaka á og

víkka blóðæðarnar og koma í veg fyrir of hraðan hjartslátt.

Carvedilol STADA er notað:

til meðhöndlunar á háum blóðþrýstingi (háþrýstingi)

til að meðhöndla langvarandi, áreynsluhjartaöng (brjóstverkur vegna ónógs blóðflæðis til

hjartavöðva, kallast einnig kransæðasjúkdómur í hjarta)

ásamt öðrum lyfjum, til að meðhöndla miðlungi alvarlega til alvarlega, langvarandi hjartabilun

(þegar hjartað starfar ekki nægilega vel og það veldur einkennum eins og bólgnum ökklum og

mæði).

2.

Áður en byrjað er að nota Carvedilol STADA

EKKI MÁ nota Carvedilol STADA

ef um er að ræða ofnæmi fyrir carvediloli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6)

ef þú ert með alvarlega hjartabilun sem þarfnast lyfjagjafar í æð

ef þú hefur einhvern tíma átt í öndunarerfiðleikum eða verið með mæði eða astma

ef þú ert með langvinna lungnateppu (COPD), sem veldur þrengingu í öndunarvegi og mæði

ef þú ert með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem krefst læknishjálpar

ef þú ert með leiðslurof (leiðnitruflun í hjarta) eða ástand sem kallast heilkenni sjúks

sínushnútar

ef þú ert með mjög hægan hjartslátt (hægslátt), með færri en 50 slög á mínútu

ef þú ert með hjartalost (mjög lágan blóðþrýsting vegna hjartasjúkdóms)

ef þú ert með mjög lágan blóðþrýsting (slagbils/efri mörk blóðþrýstings lægri en 85 mmHg)

ef þú ert með efnaskiptablóðsýringu (blóðið verður súrara en venjulega, eins og þegar blóðsykur

hækkar hjá sjúklingum með sykursýki)

ef þú átt að fá verapamil eða diltiazem í æð

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Carvedilol STADA er notað.

Láttu lækninn vita ef þú ert með eða hefur verið með einhvern af eftirtöldum kvillum eða sjúkdómum:

hjartabilun (þegar hjartað getur ekki dælt eins miklu blóði og líkaminn þarfnast, veldur

einkennum eins og bólgnum ökklum og mæði)

skerta nýrnastarfsemi

nýlegt hjartadrep og hjartabilun af völdum þess

langvinna lungnateppu – það getur þurft að aðlaga lyfjameðferðina

sykursýki – það getur þurft að aðlaga lyfjameðferðina og einkenni um of lágan blóðsykur geta

verið falin

vandamál með blóðrás í útlimum (kaldir fingur eða fætur)

Raynauds heilkenni (fingur og tær verða fyrst bláleit, svo hvítleit og síðan rauðleit, ásamt

verkjum)

ofvirkan skjaldkirtil (skaldkirtilsofstarfsemi eða skjaldvakaeitrun)

svæfing eða skurðaðgerð er framundan

hægan hjartslátt (minna en 55 slög á mínútu)

lágan blóðþrýsting í uppréttri stöðu sem veldur sundli eða yfirliði (réttstöðulágþrýstingur)

vægt leiðslurof (fyrstu gráðu)

bólgusjúkdóm í hjarta

vandamál með lokurnar í hjartanu

þrengingu í ósæð

hækkaðan blóðþrýsting af völdum undirliggjandi sjúkdóms (afleiddur háþrýstingur)

veruleg ofnæmisviðbrögð hafa einhvern tíma komið fram eða ef þú ert í afnæmingarmeðferð við

ákveðnum ofnæmisvökum

psoriasis – þar sem einkenni þess geta versnað

ef þú notar diltiazem, verapamil eða einhver önnur lyf til að stjórna hjartsláttartakti (sjá einnig

„Notkun annarra lyfja samhliða Carvedilol STADA“)

krómfíklaæxli (æxli sem veldur skyndilegri hækkun á blóðþrýstingi)

ef þú notar augnlinsur – Carvedilol STADA getur minnkað táraframleiðslu og valdið augnþurrki

Þú átt ekki að hætta meðferð með Carvedilol STADA snögglega. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú

ert með kransæðasjúkdóm (ekki nægilegt blóðflæði til hjartavöðva).

Notkun annarra lyfja samhliða Carvedilol STADA

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Það er vegna þess að Carvedilol STADA getur haft áhrif á verkun sumra lyfja. Einnig

geta sum lyf haft áhrif á hvernig Carvedilol STADA verkar.

Gættu sérstakrar varúðar og láttu lækninn vita ef þú notar eitthvert af lyfjunum sem talin eru upp hér á

eftir:

amiodaron eða önnur lyf til að stjórna hjartsláttartakti

digoxin eða digitoxin (við hjartabilun)

diltiazem eða verapamil (við háþrýstingi eða hjartavandamálum)

amlodipin, felodipin, nifedipin og svipaðir kalsíumgangalokar (við háum blóðþrýstingi)

öll önnur lyf við háum blóðþrýstingi

insúlín eða töflur við sykursýki

rifampicin, erythromycin, clarithromycin eða telithromycin (sýklalyf)

cimetidin (við brjóstsviða eða magasárum)

ketoconazol (við sveppasýkingum)

fluoxetin (þunglyndislyf)

haloperidol (geðrofslyf)

reserpin, guanethidin, methyldopa eða guanfacin (svokölluð blóðþrýstingslækkandi lyf með

verkun á miðtaugakerfið)

clonidin (við mörgum mjög sjaldgæfum sjúkdómum)

moclobemid eða phenelzin (svokallaðir MAO-hemlar, notaðir við þunglyndi)

ciclosporin (til að bæla ónæmiskerfi líkamans)

ergotamin (við mígreni eða of lágum blóðþrýstingi)

nítröt (við hjartaöng)

lyf við geðrofi (fentíazín), þunglyndi (þríhringlaga þunglyndislyf) eða flogaveiki (barbítúröt)

bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar (NSAID-lyf)

barksterar sem teknir eru inn um munn eða gefnir í æð

estrógen lyf (kvenhormón)

lyf við ofnæmisviðbrögðum (adrenalin) – áhrif þeirra geta verið minnkuð

berkjuvíkkandi beta-örvar (við þyngslum í brjósti og öndunarerfiðleikum vegna astma eða

annarra kvilla fyrir brjósti (t.d. salbutamol og terbutalin).

Láttu lækninn vita að þú notir Carvedilol STADA ef þú þarft að fara í svæfingu eða skurðaðgerð.

Notkun Carvedilol STADA með mat, drykk og áfengi

Carverdilol STADA getur aukið áhrif áfengis. Því skal forðast áfengi á meðan á meðferð með

Carvedilol STADA stendur.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Notkun Carvedilol STADA er ekki ráðlögð á meðgöngu. Þú skalt leita strax til læknis ef þú verður

þunguð á meðan þú notar þetta lyf.

Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Carvedilol STADA.

Akstur og notkun véla

Carvedilol STADA getur valdið aukaverkunum (sjá kafla 4 „Hugsanlegar aukaverkanir“) sem geta

skert hæfni þína til aksturs, s.s. svimi, yfirlið, höfuðverkur, máttleysi. Ef þú finnur fyrir slíkum

aukaverkunum skaltu forðast akstur eða aðrar athafnir sem krefjast einbeitingar og samhæfingar.

Líklegast er að þessar aukaverkanir komi fyrir í upphafi meðferðar eða eftir að skammtur Carvedilol

STADA hefur verið aukinn.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Carvedilol STADA inniheldur laktósa (mjólkursykur) og súkrósa (sykur)

Ef læknirinn hefur sagt þér að þú hafir óþol fyrir sumum gerðum sykurs skaltu hafa samband við

lækninn áður en þú notar þetta lyf.

3.

Hvernig nota á Carvedilol STADA

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Gleyptu töflurnar með nægilegu magni af vatni. Ekki tyggja töflurnar. Töflurnar má taka með máltíð

eða á fastandi maga.

Skoran í töflunni er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni svo að auðveldara sé að kyngja

henni.

Hár blóðþrýstingur (háþrýstingur)

Carvedilol STADA má nota eitt sér eða í samsetningu með öðrum lyfjum við háum blóðþrýstingi.

Töflurnar má taka einu sinni á dag.

Fullorðnir

Ráðlagður upphafsskammtur er 12,5 mg einu sinni á dag fyrstu tvo dagana. Síðan skal halda meðferð

áfram með skammtinum 25 mg einu sinni á dag. Ef þörf krefur, getur læknirinn aukið skammtinn á

2 vikna fresti eða sjaldnar. Ráðlagður hámarks dagskammtur er 50 mg.

Aldraðir sjúklingar

Ráðlagður upphafsskammtur er 12,5 mg einu sinni á dag. Þessi skammtur getur nægt til að hafa stjórn

á blóðþrýstingnum. Ef þörf krefur, getur læknirinn aukið skammtinn á 2 vikna fresti eða sjaldnar.

Langvinn, áreynsluhjartaöng (kransæðasjúkdómur)

Töflurnar skal taka tvisvar á dag.

Fullorðnir

Upphafsskammturinn er 12,5 mg tvisvar á dag fyrstu tvo dagana. Síðan skal halda meðferð áfram með

skammtinum 25 mg tvisvar á dag. Ef þörf krefur, getur læknirinn aukið skammtinn á 2 vikna fresti eða

sjaldnar. Ráðlagður hámarksskammtur er 100 mg á dag, skipt í tvo 50 mg skammta.

Aldraðir sjúklingar

Ráðlagður upphafsskammtur er 12,5 mg tvisvar á dag fyrstu tvo dagana. Síðan skal halda meðferð

áfram með skammtinum 25 mg tvisvar á dag, sem er ráðlagður hámarksskammtur.

Hjartabilun

Ef þú ert með miðlungi mikla til verulega hjartabilun (samkvæmt prófum sem læknirinn gerir) getur

verið að þú fáir Carvedilol STADA ávísað til viðbótar við önnur lyf.

Meðferð er hafin með skammtinum 3,125 mg tvisvar á dag í tvær vikur. Ef þú þolir þennan skammt í

a.m.k. tvær vikur er hann aukinn í 6,25 mg tvisvar á dag. Frekari skammtaaukning er gerð með tveggja

vikna millibili eða sjaldnar, háð því hversu vel þú þolir lyfið. Hámarksskammturinn sem þú getur tekið

fer eftir líkamsþyngd þinni. Hámarksskammtur er 25 mg tvisvar á dag ef þú ert minna en 85 kg að

þyngd. Ef þú ert meira en 85 kg að þyngd, er hámarksskammturinn 50 mg tvisvar á dag.

Einkenni hjartabilunar geta versnað tímabundið þegar byrjað er á meðferð eða þegar skammtur er

aukinn. Þetta á sérstaklega við þegar um alvarlega hjartabilun er að ræða og notaður er stór skammtur

af þvagræsilyfi (bjúgtöflur). Þetta þýðir þó ekki að stöðva þurfi meðferðina. Ef þetta gerist getur

læknirinn breytt skammtinum á öðrum lyfjum sem tekin eru.

Láta skal lækninn vita ef vart verður við mjög hægan hjartslátt (færri en 50 slög á mínútu). Breyta

getur þurft skammti Carvedilol STADA eða annarra lyfja sem tekin eru.

Skert nýrnastarfsemi eða skert lifrarstarfsemi

Það getur þurft að aðlaga skammtinn. Læknirinn mun segja þér hvaða skammt þú átt að taka.

Notkun hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára

Carvedilol STADA er ekki ráðlagt fyrir börn og unglinga vegna skorts á reynslu hjá þessum

sjúklingum.

Aldraðir sjúklingar

Læknirinn mun fylgjast nánar með heilsu þinni, þar sem þú gætir verið viðkvæmari fyrir verkun

Carvedilol STADA.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Taktu með þér umbúðirnar,

þennan fylgiseðil og töflurnar sem eftir eru.

Einkenni ofskömmtunar geta verið:

mjög lágur blóðþrýstingur

mjög hægur hjartsláttur

hjartabilun

öndunarerfiðleikar

meðvitundarleysi

uppköst

krampar

Ef gleymist að taka Carvedilol STADA

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka, taktu venjulegan

skammt næst þegar komið er að því að taka skammt.

Ef hætt er að nota Carvedilol STADA

Ekki hætta að nota Carvedilol STADA nema læknirinn hafi sagt þér að gera það. Ef þú hættir að taka

töflurnar snögglega geta einkenni sjúkdómsins versnað. Læknirinn mun segja þér hvernig á að minnka

skammtinn fyrst og síðan hætta að nota Carvedilol STADA.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

sundl, höfuðverkur

versnandi hjartabilun (mæði, bólgnir ökklar)

lágur blóðþrýstingur

þreyta

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

berkjubólga, lungnabólga, sýking í efri hluta öndunarvegar, þvagfærasýkingar

þyngdaraukning, hækkuð kólesterólgildi í sermi, skert blóðsykursþol, hækkun eða lækkun á

blóðsykursgildi (hjá sjúklingum með sykursýki), blóðleysi (fækkun á fjölda rauðra blóðkorna)

þunglyndi, depurð

sjóntruflanir, minnkuð táraframleiðsla (þurrkur í augum), augnerting

hægur hjartsláttur, bjúgur, vökvauppsöfnun, lágur blóðþrýstingur þegar staðið er upp

(réttstöðulágþrýstingur)

skert blóðflæði í útlimum (kuldi í fingrum eða fótum, tímabundin helti)

Raynauds heilkenni (fingur eða tær verða fyrst bláleit, svo hvítleit og svo rauðleit, ásamt

verkjum)

öndunarerfiðleikar (mæði), lungnabjúgur, versnun á einkennum astma

ógleði, uppköst, niðurgangur, brjóstsviði, magaverkur

verkur í útlimum, almennir verkir

truflun á nýrnastarfsemi, nýrnabilun, þvagkvillar

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

svefntruflanir

yfirliðstilfinning, yfirlið, dofi í útlimum (náladofi)

leiðslurof, brjóstverkur (hjartaöng)

ofnæmisviðbrögð í húð: útbrot, ofsakláði, kláði

psoriasis, psoriasislík húðviðbrögð

hárlos

getuleysi (ristruflanir)

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

fækkun á blóðflögum (getur valdið marblettum af litlu tilefni eða blóðnösum)

nefstífla

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

fækkun á hvítum blóðkornum (getur valdið sýkingareinkennum, óútskýrðum hita, særindum í

hálsi)

ofnæmisviðbrögð

hækkun á gildum lifrarensíma (ALAT, ASAT, GGT)

þvagleki hjá konum

alvarleg húðviðbrögð, með blöðrumyndun í húð, munni, augum og á kynfærum

(t.d. regnbogaroði, Stevens-Johnson heilkenni, eitrunardreplos húðþekju)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunnar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Carvedilol STADA

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Carvedilol STADA

Virka innihaldsefnið er carvedilol.

Carvedilol STADA töflur eru fáanlegar í eftirfarandi styrkleikum:

Carvedilol STADA 3,125 mg töflur innihalda 3,125 mg af carvediloli.

Carvedilol STADA 6,25 mg töflur innihalda 6,25 mg af carvediloli.

Carvedilol STADA 12,5 mg töflur innihalda 12,5 mg af carvediloli.

Carvedilol STADA 25 mg töflur innihalda 25 mg af carvediloli.

Önnur innihaldsefni eru

Súkrósi

Laktósaeinhýdrat

Póvidón K25

Krospóvidón

Vatnsfrí kísilkvoða

Magnesíumsterat

Lýsing á útliti Carvedilol STADA og pakkningastærðir

Carvedilol STADA 3,125 mg töflur eru kringlóttar, lítillega tvíkúptar, hvítar töflur með skásniðnum

brúnum.

Carvedilol STADA 6,25 mg töflur eru sporöskjulaga, lítillega tvíkúptar, hvítar töflur með deiliskoru á

annarri hliðinni og áprentuðu „S2“ á hinni hliðinni.

Carvedilol STADA 12,5 mg töflur eru sporöskjulaga, lítillega tvíkúptar, hvítar töflur með deiliskoru á

annarri hliðinni og áprentuðu „S3“ á hinni hliðinni.

Carvedilol STADA 25 mg töflur eru kringlóttar, lítillega tvíkúptar, hvítar töflur með deiliskoru á

annarri hliðinni.

Carvedilol STADA töflur eru fáanlegar í þynnupakkningum með:

Carvedilol STADA 3,125 mg töflur: 5, 10, 14, 20, 28, 30, 50, 56, 60, 98, 100, 120, 150, 200, 250, 300,

400, 500, 1000 töflur.

Carvedilol STADA 6,25 mg töflur: 5, 10, 14, 20, 28, 30, 40, 50, 56, 60, 90, 98, 100, 120, 150, 200,

250, 300, 400, 500, 1000 töflur.

Carvedilol STADA 12,5 mg töflur: 5, 10, 14, 20, 28, 30, 40, 50, 56, 60, 98, 100, 120, 150, 200, 250,

300, 400, 500, 1000 töflur.

Carvedilol STADA 25 mg töflur: 5, 7, 10, 14, 20, 28, 30, 32, 40, 50, 56, 60, 90, 98, 100, 150, 200,

250, 300, 400, 500, 1000 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

STADA Arzneimittel AG

Stadastr. 2-18

61118 Bad Vilbel

Þýskaland

Framleiðandi:

STADA Arzneimittel AG, Stadastrasse 2-18, D-61118 Bad Vilbel. Þýskaland

STADApharm GmbH, Stadastrasse 2-18, 61118 Bad Vilbel, Þýskaland

Centrafarm Services B.V., Nieuwe Donk 9, 4879 AC Etten-Leur, Holland

Clonmel Healthcare Ltd., Waterford Road, Clonmel Co. Tipperary, Clonmel, Írland

STADA Arzneimittel GmbH, Muthgasse 36, 1190 Wien, Austurríki

Sanico N.V., Veedijk 59, Industriezone 4, 2300 Turnhout, Belgía

Doppel Farmaceutici S.r.l., Via Volturno, 48, Quinto Dé Stampi, 20089 Rozzano (MI), Ítalía

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

LYFIS ehf.

Grensásvegi 22

108 Reykjavík

Ísland

Sími: 534 3500

Netfang: lyfis@lyfis.is

Heimasíða: www.lyfis.is

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki

Carvedilol “Stada” 6,25 / 12,5 / 25 mg Tabletten

Belgía

Carvedilol EG 3,125 / 6,25 / 12,5 / 25 mg tabletten

Danmörk

Carvedilol STADA 3,125 / 6,25 / 12,5 / 25 mg Tabletter

Finnland

Carvedilol Stada 3,125 / 6,25 / 12,5 / 25 mg

Holland

Carvedilol CF 6,25 / 25 mg

Ísland

Carvedilol STADA 3,125 / 6,25 / 12,5 / 25 mg töflur

Ítalía

Carvedilolo EG 6,25 / 25 mg compresse

Lúxemborg

Carvedilol EG 3,125 / 6,25 / 12,5 / 25 mg

Portúgal

Carvedilol Ciclum 3,125 / 6,25 / 12,5 / 25 mg comprimidos

Þýskaland

Carvedilol STADA 3,125 / 6,25 / 12,5 / 25 mg Tabletten

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2018.