Carprofelican

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Carprofelican Stungulyf, lausn 50 mg/ml
 • Skammtar:
 • 50 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Carprofelican Stungulyf, lausn 50 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 936cd69c-22cd-e211-8914-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI DÝRALYFS

Carprofelican 50 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti

2.

INNIHALDSLÝSING

Hver ml inniheldur:

Virkt efni:

Karprófen

50,0 mg

Hjálparefni:

Benzýlalkóhól (E1519) 15,0 mg

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Tær, gulbrún lausn.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Dýrategundir

Hundar, kettir.

4.2

Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir

Hundar: Til að draga úr verkjum og bólgu eftir aðgerðir á stoðkerfi og mjúkvefjum (m.a. við

augnaðgerðir).

Kettir: Til að draga úr verkjum eftir aðgerðir.

4.3

Frábendingar

Notið ekki handa dýrum með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóma eða kvilla í meltingarvegi, ef hætta er

á sáramyndun eða blæðingu í meltingarvegi né handa dýrum með ofnæmi fyrir karprófeni, öðrum

bólgueyðandi verkjalyfjum (NSAID) eða einhverjum hjálparefna lyfsins.

Ekki má gefa lyfið í vöðva.

Notið ekki eftir aðgerð sem hafði í för með sér verulegan blóðmissi.

Notið ekki endurtekið handa köttum.

Gefið ekki köttum undir 5 mánaða aldri.

Gefið ekki hundum undir 10 vikna aldri.

Sjá einnig kafla 4.7, vegna þess að ekki má nota lyfið á meðgöngu né handa mjólkandi dýrum.

4.4

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund

Engin.

4.5

Sérstakar varúðarreglur við notkun

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum

Gefið ekki stærri skammt en þann sem ráðlagður er. Notið lyfið ekki í lengri tíma en ráðlagt er.

Notkun handa gömlum hundum og köttum getur falið í sér aukna áhættu. Ef ekki er hægt að komast

hjá slíkri notkun gæti þurft að gefa þessum dýrum minni skammta og veita þeim nákvæma, klíníska

umönnun.

Forðist notkun handa vökvaskertum dýrum, dýrum með blóðþurrð eða lágþrýsting, vegna hættu á eiturverkunum

á nýru.

Forðast skal samhliða notkun lyfja sem gætu hugsanlega haft eiturverkanir á nýru.

Bólgueyðandi verkjalyf geta bælt átfrumur og því skal beita viðeigandi sýklalyfjameðferð við

meðhöndlun bólgu í tengslum við bakteríusýkingar.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið

Þeir sem eru með þekkt ofnæmi fyrir virka efninu skulu forðast snertingu við dýralyfið.

Gæta skal þess að sprauta ekki sjálfa(n) sig fyrir slysni. Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með

dýralyfinu fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir

dýralyfsins.

Varist að lyfið berist á húð eða í augu. Skolið slettur umsvifalaust af með hreinu, rennandi vatni.

Leitið læknishjálpar ef ertingin er viðvarandi.

Rannsóknstofurannsóknir hafa sýnt að eins og önnur bólgueyðandi verkjalyf getur karprófen valdið

ljósnæmi.

4.6

Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki)

Greint hefur verið frá dæmigerðum aukaverkunum sem rekja má til bólgueyðandi verkjalyfja, svo sem

uppköstum, linum saur/niðurgangi, blóði í saur, lystarleysi og svefndrunga. Þessar aukaverkanir koma

yfirleitt fram á fyrstu viku meðferðar, eru í flestum tilfellum skammvinnar og hverfa þegar meðferð er

hætt, þótt þær geti í undantekningartilfellum verið alvarlegar eða banvænar.

Ef aukaverkanir koma fram ber að stöðva notkun lyfsins og leita til dýralæknis.

Eins og við á um önnur bólgueyðandi verkjalyf er hætta á sjaldgæfum aukaverkunum á nýru og

sjaldgæfum, sérkennilegum (idiosyncratic) aukaverkunum á lifur.

Einstaka sinnum koma fyrir viðbrögð á stungustað eftir gjöf undir húð.

4.7

Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp

Rannsóknir á tilraunadýrum (rottum, kanínum) hafa sýnt fram á eiturverkanir karprófens á fóstur við

skammtastærðir nálægt meðferðarskömmtum.

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi dýralyfsins á meðgöngu og við mjólkurgjöf. Ekki er mælt með

notkun dýralyfsins á meðgöngu eða við mjólkurgjöf.

4.8

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki skal gefa lyfið samhliða eða innan 24 klst. frá gjöf annarra bólgueyðandi verkjalyfja eða í

tengslum við sykurstera. Karprófen er mikið bundið plasmapróteinum og getur keppt við önnur mikið

bundin lyf, sem gæti leitt til eiturverkana. Því skal forðast samhliða notkun lyfja sem gætu hugsanlega

valdið nýrnaskemmdum.

4.9

Skammtar og íkomuleið

Hundar:

4 mg/kg (1 ml/12,5 kg) líkamsþunga, gefið með inndælingu í bláæð eða undir húð, helst fyrir aðgerð,

annaðhvort við lyfjaforgjöf eða innleiðslu svæfingar.

Til að framlengja verkjastillandi og bólgueyðandi áhrif lyfsins má gefa karprófen í töfluformi,

4 mg/kg/dag í allt að 5 daga eftir gjöf í æð.

Kettir:

4 mg/kg (0,08 ml/1,0 kg) líkamsþunga, gefið með inndælingu í bláæð eða undir húð, helst fyrir

aðgerð, annaðhvort við lyfjaforgjöf eða innleiðslu svæfingar. Vegna lengri helmingunartíma hjá

köttum og þrengri lækningalegs stuðuls (therapeutic index) skal þess vandlega gætt að fara ekki yfir

eða endurtaka ráðlagðan skammt. Mælt er með notkun á 1 ml sprautu til að mæla skammtinn

nákvæmlega. Ekki má gefa karprófen í töfluformi eftir gjöf í æð.

Ekki skal stinga oftar en 20 sinnum í tappann.

4.10

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur

Ekkert sértækt mótefni er til við ofskömmtun karprófens. Beita skal almennri meðferð í samræmi við

einkenni, eins og venjan er við klíníska ofskömmtun bólgueyðandi verkjalyfja.

4.11

Biðtími fyrir afurðanýtingu

Á ekki við.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

Flokkun eftir verkun: Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf, önnur en sterar.

ATCvet flokkur: QM01AE91.

5.1

Lyfhrif

Karprófen tilheyrir 2-arýlprópíónsýruhópi bólgueyðandi verkjalyfja og hefur bólgueyðandi,

verkjastillandi og hitalækkandi áhrif.

Eins og flest önnur bólgueyðandi verkjalyf er karprófen hemill á ensímið cýklóoxýgenasa í

arakídónsýru-keðjunni. Hins vegar er hömlun karprófens á nýmyndun prostaglandína smávægileg í

samanburði við bólgueyðandi og verkjastillandi eiginleika þess. Við meðferðarskammta hjá hundum

og köttum hefur hömlun af völdum afleiða cýklóoxýgenasa (prostaglandíns og þromboxans) eða

lípoxýgenasa (leukótríens) verið engin eða óveruleg.

5.2

Lyfjahvörf

Eftir stakan skammt af 4 mg karprófeni/kg undir húð hjá hundum náðist hámarksþéttni í plasma (C

16,0 μg/kg eftir (T

4–5 klst.

Hjá köttum náðist hámarksþéttni í plasma (C

) 26,0 µg/ml eftir um það bil (T

) 3–4 klst.

Aðgengi er 85% hjá hundum og meira en 90% hjá köttum.

Helmingunartími brotthvarfs karprófens í plasma er 10 klst. hjá hundum og 20 klst. hjá köttum.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Benzýlalkóhól (E1519)

Arginín

Glýkókólsýra

Lesitín

Natríumhýdroxíð (til stillingar á sýrustigi)

Saltsýra 10% (til stillingar á sýrustigi)

Vatn fyrir stungulyf

6.2

Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu dýralyfi saman við önnur dýralyf, vegna þess að rannsóknir á samrýmanleika

hafa ekki verið gerðar.

6.3

Geymsluþol

Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 24 mánuðir.

Geymsluþol eftir að innri umbúðir hafa verið rofnar: 28 dagar.

6.4.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5

Gerð og samsetning innri umbúða

20 ml hettuglös úr brúnu gleri (gerð I) með brómóbútýlgúmmítappa sem hulinn er með álhettu.

Hettuglösunum er pakkað hverju um sig í pappaöskju.

Fjölpakkningar með 5 x 20 og 10 x 20 ml.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6

Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur

við notkun þeirra

Farga skal öllum ónotuðum dýralyfjum eða úrgangi vegna dýralyfja í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

LeVet Beheer B.V.

Wilgenweg 7

3421 TV Oudewater

Holland

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

IS/2/13/007/01

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS

26. júní 2013.

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

19. október 2015.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here