Carmustine Obvius

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Carmustine Obvius
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Carmustine Obvius
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Antineoplastic lyf,
 • Lækningarsvæði:
 • Hodgkins Sjúkdómur, Eitlaæxli, Ekki Hodgkins
 • Ábendingar:
 • Carmustine er virkt í eftirfarandi illkynja æxli sem einn umboðsmaður eða ásamt öðrum antineoplastic lyf og/eða öðrum meðhöndlunar (geislameðferð, skurðaðgerð): • Heila æxli (glioblastoma, heila-stafa gliomas, medulloblastoma, astrocytoma og ependymoma), heila meinvörp • Efri í meðferð ekki Hodgkins og Hodgkins-sjúkdómi,.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 1

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/004326
 • Leyfisdagur:
 • 17-07-2018
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/004326
 • Síðasta uppfærsla:
 • 27-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Carmustine Obvius 100 mg stofn og leysir fyrir innrennslisþykkni, lausn

karmústín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Carmustine Obvius og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að gefa þér Carmustine Obvius

Hvernig nota á Carmustine Obvius

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Carmustine Obvius

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Carmustine Obvius og við hverju það er notað

Carmustine Obvius er lyf sem inniheldur karmústín. Karmústín tilheyrir flokki krabbameinslyfja sem

nefnast nítrósóþvagefni sem virka með því að hægja á vexti krabbameinsfrumna.

Karmústín hefur verkun á eftirfarandi illkynja æxli, eitt og sér eða í samsettri meðferð með öðrum

æxlishemjandi lyfjum og/eða annarri meðferð (geislameðferð, skurðaðgerð):

Heilaæxli (taugakímsæxli, tróðæxli í heilastofni, mænukímfrumuæxli, stjarnfrumnaæxli og

heila- og mænuþelsæxli), meinvörp í heila

Non-Hodgkins eitlaæxli og Hodgkins sjúkdóm sem framhaldsmeðferð

2.

Áður en byrjað er að nota Carmustine Obvius

Ekki má nota Carmustine Obvius:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir karmústíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með bælingu á myndun blóðfrumna í beinmerg og blóðflögum, hvítum blóðkornum

eða rauðum blóðkornum hefur því fækkað, annaðhvort vegna krabbameinslyfjameðferðar eða af

öðrum orsökum.

ef þú ert með verulega truflun á nýrnastarfsemi.

hjá börnum og unglingum.

ef þú ert með barn á brjósti.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Carmustine Obvius er

notað.

Helsta aukaverkun lyfsins er síðkomin beinmergsbæling sem getur komið fram sem þreyta, blæðing

frá húð og slímhúð, auk sýkinga og hita vegna breytinga á blóðinu. Því mun læknirinn fylgjast með

blóðkornafjöldanum vikulega í a.m.k. 6 vikur eftir hvern skammt. Við ráðlagða skammta eru lotur

með Carmustine Obvius ekki gefnar oftar en á 6 vikna fresti. Skammturinn er staðfestur með

blóðkornatalningunni.

Fyrir meðferð verður lifrar-, lungna- og nýrnastarfsemi prófuð og fylgst með henni reglulega meðan á

meðferð stendur.

Þar sem notkun Carmustine Obvius getur valdið skemmdum á lungum, verður röntgenmynd tekin af

brjóstholinu og prófanir á lungnastarfsemi framkvæmdar áður en meðferð hefst (sjá einnig kaflann

„Hugsanlegar aukaverkanir“).

Læknirinn mun ræða við þig um möguleika á lungaskemmdum og um ofnæmisviðbrögð og einkenni

þeirra. Ef slík einkenni koma fram skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn (sjá kafla 4).

Börn og unglingar

Carmustine Obvius má ekki nota hjá börnum og unglingum <18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Carmustine Obvius

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, þar á meðal lyf sem fengin eru án lyfseðils, eins og:

Fenýtóín, notað við flogaveiki

Dexametasón, notað sem bólgueyðandi og ónæmisbælandi lyf

Címetidín, notað við magavandamálum eins og meltingartruflunum

Dígoxín, notað ef þú ert með óeðlilegan hjartslátt

Melfalan, krabbameinslyf

Carmustine Obvius með alkóhóli

Magn alkóhóls í þessu lyfi getur breytt áhrifum annarra lyfja.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga og frjósemi

Ekki má nota Carmustine Obvius á meðgöngu því það getur skaðað ófædda barnið. Þess vegna ætti að

öllu jöfnu ekki að gefa þunguðum konum lyfið. Ef það er notað er á meðgöngu verður sjúklingurinn að

vera meðvitaður um hugsanlega hættu fyrir ófædda barnið. Konum á barneignaraldri er ráðlagt að nota

örugga getnaðarvörn til að forðast þungun meðan á meðferð með lyfinu stendur og í að minnsta kosti

6 mánuði eftir að meðferð lýkur.

Karlkyns sjúklingar þurfa að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð með Carmustine Obvius

stendur og í a.m.k. 6 mánuði eftir meðferð til að koma í veg fyrir að makar þeirra verði þungaðir.

Brjóstagjöf

Þú mátt ekki hafa barn á brjósti meðan þú tekur lyfið og í allt að 7 daga eftir meðferð. Ekki er hægt að

útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti.

Akstur og notkun véla

Carmustine Obvius hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Þú verður að

hafa samband við lækninn áður en þú keyrir eða notar verkfæri eða vélar, þar sem magn alkóhóls í

þessu lyfi getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Carmustine Obvius inniheldur etanól (alkóhól)

Þetta lyf inniheldur 0,57 vol% af etanóli (alkóhóli) sem þýðir að 7,62 g eru í hverjum skammti. Þetta

samsvarar 11,2 ml af bjór eða 4,65 ml af víni, í hverjum skammti. Skaðlegt fyrir þá sem þjást af

áfengissýki. Taka skal tillit til þessa hjá þunguðum konum og konum með börn á brjósti, börnum og

áhættuhópum, eins og sjúklingum með lifrarsjúkdóm eða flogaveiki.

3.

Hvernig nota á Carmustine Obvius

Carmustine Obvius er alltaf gefið af heilbrigðisstarfsmanni með reynslu af notkun krabbameinslyfja.

Fullorðnir

Skammtar eru byggðir á læknisfræðilegu ástandi þínu, líkamsstærð og svörun við meðferð. Lyfið er

venjulega gefið á a.m.k. 6 vikna fresti. Ráðlagður skammtur af Carmustine Obvius sem

einlyfjameðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður er 150 til 200 mg/m

í bláæð á

6 vikna fresti. Þetta má gefa í stökum skammti eða skipt niður í dagleg innrennsli, eins og 75 til

100 mg/m

tvo daga í röð. Skammtar munu einnig ráðast af því hvort Carmustine Obvius er gefið með

öðrum krabbameinslyfjum.

Skammtar verða aðlagaðir eftir því hvernig þú svarar meðferðinni.

Fylgst verður með blóðkornafjölda hjá þér með tíðu eftirliti til að forðast eiturverkanir á beinmerg og

til að aðlaga skammtinn ef þörf krefur.

Aðferð við lyfjagjöf

Eftir blöndun og þynningu er Carmustine Obvius gefið í bláæð með innrennslisgjöf á

1-2 klukkustundum, varið gegn ljósi. Ekki skal gefa innrennslið á minna en einni klukkustund til að

forðast sviða og sársauka á stungustaðnum. Fylgst verður með stungustaðnum meðan á lyfjagjöf

stendur.

Lengd meðferðarinnar er ákvörðuð af lækninum og getur verið mismunandi fyrir hvern sjúkling.

Ef notaður er stærri skammtur af Carmustine Obvius en mælt er fyrir um

Þar sem læknir eða hjúkrunarfræðingur munu gefa þér lyfið, er ólíklegt að þú fáir rangan skammt.

Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita ef þú hefur einhverjar áhyggjur af magni lyfsins sem þú

fékkst.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðinginn tafarlaust vita ef þú tekur eftir einhverju af

eftirfarandi:

Skyndilegt más, öndunarerfiðleikar, bólga í augnlokum, andliti eða vörum, útbrot eða kláði

(sérstaklega á öllum líkamanum) og yfirliðstilfinning.

Þetta geta verið merki um alvarleg ofnæmisviðbrögð.

Carmustine Obvius getur valdið eftirfarandi aukaverkunum:

Mjög algengar

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Síðkomin beinmergsbæling (fækkun blóðkorna í beinmerg) sem getur aukið líkur á sýkingum ef

hvítu blóðkornunum hefur fækkað

Hreyfiglöp (skortur á samhæfingu sjálfráðra vöðvahreyfinga)

Sundl

Höfuðverkur

Skammvinnur roði í auga, þokusýn vegna blæðingar í sjónhimnu

Lágþrýstingur (blóðþrýstingfall)

Bláæðabólga (bólga í bláæðum) ásamt verk, þrota, roða og eymslum

Öndunarfærasjúkdómar (lungnatengdir sjúkdómar) ásamt öndunarerfiðleikum

Þetta lyf getur valdið verulegu (hugsanlega banvænum) lungnaskemmdum. Lungnaskemmdir

geta komið fram nokkrum árum eftir meðferð. Láttu lækninn vita án tafar ef þú finnur fyrir

einhverjum af eftirfarandi einkennum: mæði, viðvarandi hósta, brjóstverk, viðvarandi

máttleysi/þreytu.

Veruleg ógleði og uppköst

Þegar það er notað á húðina, bólga í húðinni (húðbólga)

Snerting við húð fyrir slysni getur valdið tímabundinni oflitun (dökknun á svæði á húð eða

nöglum).

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Bráðahvítblæði og rangvöxtur í beinmerg (óeðlileg þróun í beinmerg). Einkennin geta m.a. verið

blæðing frá gómum, beinverkir, sótthiti, tíðar sýkingar, tíðar eða miklar blóðnasir, hnútar á hálsi

og þar í kring, í holhöndum, kvið eða nára, föl húð, mæði, máttleysi, þreyta eða almennt minni

orka

Blóðleysi (fækkun rauðra blóðkorna í blóðinu)

Heilakvilli (sjúkdómur í heila). Einkennin geta m.a. verið vöðvamáttleysi á ákveðnu svæði,

erfiðleikar við ákvarðanatöku eða með einbeitingu, ósjálfráðir kippir, skjálfti, erfiðleikar við að

tala eða kyngja, krampar

Lystarleysi

Hægðatregða

Niðurgangur

Bólga í munni og vörum

Afturkræf eiturverkun á lifur við háskammtameðferð. Þetta getur leitt til hækkaðra gilda

lifrarensíma og gallrauða (greint með blóðrannsóknum)

Skalli (hárlos)

Roði í húð

Viðbrögð á stungustað.

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Bláæðateppusjúkdómur (versnandi stíflur í bláæðum) þar sem mjög smáar bláæðar í lifur

stíflast. Einkennin geta m.a. verið vökvasöfnun í kvið, miltisstækkun, verulegar blæðingar í

vélinda, gulnun húðar og augnhvíta

Öndunarerfiðleikar vegna trefjunar í millivef lungna (við minni skammta)

Nýrnavandamál

Kvenbrjóstun (brjóstavöxtur hjá körlum).

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Vöðvaverkir

Krampar (flog), þar á meðal síflog

Vefjaskemmdir vegna leka á stungustað

Ófrjósemi

Sýnt hefur verið fram á að karmústín hefur skaðleg áhrif á þroska ófæddra barna.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Carmustine Obvius

Læknirinn eða heilbrigðisstarfsmaður mun geyma lyfið.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og öskjunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið og flytjið í kæli (2°C - 8°C).

Geymið hettuglasið og lykjuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Eftir blöndun og þynningu

Eftir blöndun er Carmustine Obvius stöðug í 3 klukkustundir ef hún er geymd í gleríláti og varin gegn

ljósi.

Eftir blöndun og þynningu skal gefa lausnina innan 3 klukkustunda eftir að lyfið hefur verið blandað

og þynnt. Verja skal lausnina gegn ljósi þar til lyfjagjöf er lokið.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Carmustine Obvius inniheldur

Virka innihaldsefnið er karmústín.

Hvert hettuglas með stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn inniheldur 100 mg af karmústíni.

Eftir blöndun og þynningu inniheldur einn ml af lausn 3,3 mg af karmústíni.

Hjálparefni:

Stofn: Engin hjálparefni.

Leysir: Vatnsfrítt etanól.

Lýsing á útliti Carmustine Obvius og pakkningastærðir

Carmustine Obvius er stofn og leysir fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Stofninn er hvítt eða næstum hvítt frostþurrkað duft sem kemur í brúnu glerhettuglasi.

Leysirinn er litlaus, tær vökvi sem kemur í glærri glerlykju.

Ein pakkning af Carmustine Obvius inniheldur eitt hettuglas með 100 mg af stofni og eina lykju með

3 ml af leysi.

Markaðsleyfishafi

Obvius Investment B.V.

De Cuserstraat 93

1081 CN Amsterdam

Holland

Framleiðandi

European Pharma Hub Ltd.

2360 Gyál, 7000/9 hrsz.

Ungverjaland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

og á

vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

Í þessum upplýsingum má finna stutta lýsingu á undirbúningi og/eða meðhöndlun, ósamrýmanleika,

skammtastærð lyfsins, ráðstöfunum til eftirlits eða vegna ofskömmtunar og blóðrannsóknum, sem

byggðar eru á núverandi samantekt á eiginleikum lyfs.

Carmustine Obvius stofninn fyrir innrennslisþykkni, lausn inniheldur engin rotvarnarefni og er í

hettuglasi sem er ekki ætlað fyrir marga skammta. Blöndun og frekari þynning skal fara fram við

smitgát.

Með því að fylgja ráðlögðum geymsluskilyrðum er mögulegt að forðast allt niðurbrot í óopnuðu

hettuglasi fram að fyrningardagsetningunni á umbúðunum.

Frostþurrkaða lyfið inniheldur engin rotvarnarefni og hentar eingöngu til einnar notkunar.

Frostþurrkaða duftið getur komið fyrir sem fínt duft, hins vegar getur meðhöndlun valdið því að það

komi fyrir sem þyngra og kekkjóttara en frostþurrkaða duftið vegna eðlisfræðilegs óstöðugleika

frostþurrkuðu kökunnar. Ef fitukennd filma er til staðar, getur það verið vísbending um bráðnun

lyfsins. Slík lyf eru ekki viðurkennd til notkunar vegna hættu á niðurbroti við hitastig sem er hærra en

30°C. Lyfið er ekki lengur nothæft. Ef þú ert ekki viss um hvort lyfið hafi verið við nægilega kaldar

aðstæður, skaltu tafarlaust skoða hvert hettuglas í öskjunni. Til staðfestingar skaltu halda hettuglasinu í

björtu ljósi.

Blöndun og þynning stofnsins fyrir innrennslisþykkni, lausn

Leysið Carmustine stofninn fyrir innrennslisþykkni, lausn, 100 mg af dufti upp í 3 ml af kælda, sæfða

etanólleysinum sem fylgir með í upprunalegu umbúðunum (brúnt glerhettuglas). Carmustine þarf að

vera fullkomlega uppleyst í etanóli áður en sæfðu vatni fyrir stungulyf er bætt saman við. Bætið síðan

27 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf við alkóhóllausnina með smitgát. Stofnlausnina, sem er 30 ml,

þarf að blanda vandlega. Eftir blöndun samkvæmt ráðleggingum er lausnin tær, litlaus eða ljósgul

stofnlausn.

Stofnlausnina, sem er 30 ml, verður tafarlaust að þynna frekar með því að bæta 30 ml af blönduðu

stofnlausninni við annaðhvort 500 ml af glúkósa 50 mg/ml (5%) stungulyfi, lausn eða 500 ml af

natríumklóríði 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn í glerílátum. Þynntu lausnina, sem er 530 ml (þ.e.

tilbúnu lausnina) þarf að blanda í a.m.k. 10 sekúndur fyrir gjöf.

Sýrustig (pH) og osmósulstyrkur tilbúnu innrennslislausnarinnar eru:

pH 4,0 til 5,0 og 385-397 mOsm/l (ef þynnt með 50 mg/ml glúkósa [5%] stungulyfi, lausn) og

pH 4,0 til 6,8 og 370-378 mOsm/l (ef þynnt með 9 mg/ml natríumklóríð [0,9%] stungulyfi, lausn).

Lyfjagjöf

Blönduðu og þynntu lausnina (þ.e tilbúnu lausnina) skal gefa í bláæð með dreypi á 1-2 klukkustundum

og lyfjagjöf skal vera lokið innan 3 klukkustunda frá blöndun/þynningu lyfsins. Við gjöf

innrennslislyfsins skal nota innrennslissett sem er úr PVC-fríu pólýetýlenplasti.

Meðan á gjöf lyfsins stendur skal nota viðeigandi glerílát. Enn fremur skal verja tilbúnu lausnina gegn

ljósi (t.d. með því að vefja álpappír utan um ílát tilbúnu lausnarinnar) og æskilegt er að halda því við

hitastig undir 20 - 22°C þar sem Carmustine brotnar hraðar niður við hærra hitastig.

Við gjöf innrennslislyfsins skal nota innrennslissett sem er úr PVC-fríu pólýetýlenplasti.

Ef Carmustine Obvius er gefið með innrennsli á styttri tíma getur það valdið miklum sársauka og sviða

á stungustað. Hafa skal eftirlit með stungustaðnum meðan á lyfjagjöf stendur.

Fylgja skal leiðbeiningum um örugga meðhöndlun og förgun æxlishemjandi lyfja.

Skammtar og blóðrannsóknir

Upphafsskammtar

Ráðlagður skammtur af Carmustine Obvius sem einlyfjameðferð hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið

meðferð áður er 150 til 200 mg/m

í bláæð á 6 vikna fresti. Þetta má gefa í stökum skammti eða skipt

niður í dagleg innrennsli, eins og 75 til 100 mg/m

tvo daga í röð.

Þegar Carmustine Obvius er notað í samsettri meðferð með öðrum mergbælandi lyfjum eða hjá

sjúklingum með rýrar beinmergsbirgðir, skal aðlaga skammta í samræmi við blóðmynd sjúklingsins

eins og sýnt er hér á eftir.

Eftirlit og síðari skammtar

Ekki skal endurtaka meðferð með Carmustine Obvius fyrr en þættir blóðsins hafa náð viðunandi

gildum á ný (blóðflögur fleiri en 100.000/mm

, hvít blóðkorn fleiri en 4.000/mm

), sem gerist yfirleitt

á sex vikum. Framkvæma skal blóðkornatalningu oft og ekki skal endurtaka meðferð fyrr en eftir sex

vikur, vegna síðbúinna eiturverkana á blóðmynd.

Aðlaga skal síðari skammta eftir upphafsskammtinn samkvæmt blóðmyndarsvörun sjúklingsins við

skammtinum á undan, bæði í einlyfjameðferð og í samsettri meðferð með öðrum mergbælandi lyfjum.

Mælt er með eftirfarandi áætlun til leiðbeiningar um skammtaaðlögun:

Lággildi (nadir) eftir fyrri skammt

Hlutfall af fyrri skammti sem

gefa skal

Hvít blóðkorn/mm

3

Blóðflögur/mm

3

>4.000

>100.000

100%

3.000 – 3.999

75.000 – 99.999

100%

2.000 – 2.999

25.000 – 74.999

<2.000

<25.000

Í þeim tilvikum þar sem lággildið eftir upphafsskammt fellur ekki í sömu röð fyrir hvít blóðkorn og

blóðflögur (t.d. hvít blóðkorn > 4.000 og blóðflögur < 25.000) skal nota gildið sem fékk lægsta

hlutfallið af fyrri skammti (t.d. blóðflögur < 25.000, þá skal gefa að hámarki 50% af fyrri skammti).

Engin takmörk eru fyrir á tímalengd meðferðar með karmústíni. Ef æxlið er enn ólæknandi eða ef

einhverjar aukaverkanir, alvarlegar eða sem þolast illa, koma fram, verður að stöðva meðferðina með

karmústíni.

Sérstakir hópar

Börn

Ekki má nota karmústín handa börnum og unglingum <18 ára.

Aldraðir

Almennt skal gæta varúðar við val á skammti hjá öldruðum sjúklingum, venjulega er byrjað á lægri

enda skammtabilsins, sem endurspeglar aukna tíðni skerðingar á lifrar-, nýrna- eða hjartastarfsemi og

samhliða sjúkdóms eða meðferðar með öðrum lyfjum. Þar sem aldraðir sjúklingar eru líklegri til að

hafa skerta nýrnastarfsemi skal gæta varúðar við val á skammti og fylgjast skal með

gaukulsíunarhraðanum og minnka skammtinn í samræmi við hann.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi skal minnka skammtinn af Carmustine Obvius ef

gaukulsíunarhraðinn er minnkaður.

Samrýmanleiki/ósamrýmanleiki með ílátum

Innrennslislausnin er óstöðug í ílátum úr pólývínýlklóríði. Allt plast sem kemst í snertingu við

karmústín innrennslislausnina (t.d. innrennslissett o.fl.) skal vera PVC-frítt pólýetýlenplast, annars

þarf að nota glervörur.