Cardosin Retard

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Cardosin Retard Forðatafla 4 mg
 • Skammtar:
 • 4 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Cardosin Retard Forðatafla 4 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 63102244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Cardosin Retard 4 mg forðatöflur

Doxazósín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

- Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Cardosin Retard

og við hverju það er notað.

Áður en byrjað er að nota Cardosin Retard

Hvernig nota á Cardosin Retard.

Hugsanlegar aukaverkanir.

Hvernig geyma á Cardosin Retard.

Pakkningar og aðrar upplýsingar.

1.

Upplýsingar um Cardosin Retard og við hverju það er notað

Cardosin Retard tilheyrir hópi lyfja sem kallast alfa-blokkar. Þeir eru ætlaðir til meðferðar á háum

blóðþrýstingi eða einkenna af völdum stækkaðs blöðruhálskirtils hjá karlmönnum.

Cardosin Retard er notað til meðferðar á háþrýstingi. Lyfið veldur æðaútvíkkun þannig að blóðið

rennur auðveldlegar í gegnum æðarnar. Þetta hjálpar til við að lækka blóðþrýsting.

Fyrir sjúklinga með stækkun á blöðruhálskirtli er Cardosin Retard notað til að meðhöndla léleg og/eða

tíð þvaglát. Þetta er algengt hjá sjúklingum með stækkun á blöðruhálskirtli. Cardosin Retard slakar á

vöðvum við op þvagblöðrunnar og blöðruhálskirtils og auðveldar þannig þvaglát.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Cardosin Retard

Ekki má nota Cardosin Retard

ef um er að ræða

ofnæmi

fyrir doxazósíni, öðrum kínazólínum (t.d. prazósíni, terazósíni) eða

einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ofnæmisviðbrögð geta verið útbrot, kláði, öndunarerfiðleikar eða bólgur í andliti, vörum, hálsi

eða tungu.

ef þú ert með

góðkynja stækkun blöðruhálskirtils

má ekki nota lyfið ef þú ert samtímis með

nýrnasteina

eða

teppu eða sýkingu

í þvagrás.

ef þú

ert með góðkynja stækkun blöðruhálskirtils

og þjáist af

þvagleka

þvagþurrð

eða

vaxandi

skerðingu á nýrnastarfsemi

ef þú ert með eða hefur haft teppu eða þrengingu í meltingarvegi.

ef þú hefur sögu um stöðubundinn lágþrýsting (blóðþrýstingur fellur einkum þegar staðið eða

sest er snöggt upp)

ef þú ert með óeðlilega lágan blóðþrýsting (aðeins viðeigandi ef þú notar lyfið vegna stækkunar

á blöðruhálskirtli)

ef þú ert með

barn á brjósti

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Cardosin Retard er notað

Ef þú hefur gengist undir skurðaðgerð.

Í upphafi meðferðar getur þú, í kjölfar blóðþrýstingslækkunar, fengið yfirliðatilfinningu eða

svimað, þegar staðið er upp. Ef þú finnur fyrir þessum einkennum skaltu sitja eða liggja þangað

til þér líður betur.

Læknir mun fylgjast með blóðþrýstingnum í upphafi meðferðar.

Ef þú ert með bráða

hjartasjúkdóma svo sem lungnabjúg/vatn í lungum eða hjartabilun

Vertu varkár ef þú ert með bráða hjartabilun vegna blóðtappa eða samsöfnun vatns í kringum

hjartað.

Ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi.

Ef þú ert karlmaður og notar lyf til að meðhöndla getuleysi t.d. sildenafil, tadalafil og vardenafil

og tekur á sama tíma og doxasósín, getur það leitt til of lágs blóðþrýstings. Læknirinn mun

ráðleggja þér varðandi tímalengd sem líða þarf milli þess sem þú tekur lyfin og Cardosin

Retard.

Ef þú ert að fara í aðgerð við dreri á auga. Segðu augnlækninum frá því fyrir aðgerð að þú sért í

eða hafir verið í meðferð með Cardosin Retard.

Þetta er vegna þess að Cardosin Retard getur aukið hættuna á fylgikvillum tengdum aðgerðinni.

Ef augnlæknirinn er undirbúinn er hægt að ráða við þessa fylgikvilla.

Mundu að láta lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita af því að þú sért í meðferð með Cardosin

Retard ef þú ferð í blóð- eða þvagprufu.

Cardosin Retard er tafla með breyttan losunarharða. Lyfið er innan í skel sem frásogast ekki og hefur

verið hönnuð sérstaklega til losa lyfið smám saman. Vegna þess að tóm skelin er skilin út úr

líkamanum með hægðum, getur verið að þú sjáir stöku sinnum í hægðunum eitthvað sem líkist töflu.

Það má búast við þessu og þú skalt ekki að hafa neinar áhyggjur.

Notkun handa börnum og unglingum

Notkun Cardosin Retard er ekki ráðlögð hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára vegna þess að ekki

hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun.

Notkun annarra lyfja samhliða Cardosin Retard

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Meðferðin getur orðið fyrir áhrifum ef með Cardosin Retard er tekið ásamt ákveðnum

öðrum lyfjum.

Sérstaklega er mikilvægt að læknirinn viti um notkun eftirtalinna lyfja:

Lyf við getuleysi (sildenafil, tadalafil eða vardenafil). Blóðþrýstingur gæti lækkað séu þau tekin

samtímis doxazósíni.

Sumir sjúklingar sem nota alfa-blokka við háum blóðþrýstingi eða stækkuðum blöðruhálskirtli

geta fundið fyrir svima eða sundlað vegna lágþrýstings þegar hratt er sest eða staðið upp.

Ákveðnir sjúklingar sem nota alfa-blokka hafa fundið fyrir þessum einkennum þegar þeir taka

lyf við ristruflunum (getuleysi).

Til að minnka líkurnar á því að þetta gerist átt þú að vera kominn á fastan skammt af alfa-

blokkanum áður en þú notar lyf við ristruflunum.

Önnur blóðþrýstingslækkandi lyf – vegna þess að virkni þeirra getur aukist.

Bólgueyðandi verkjalyf (NSAID, Non Steroidal Anti Inflammatory Drugs) – vegna þess að þau

geta dregið úr virkni Cardosin Retard.

Címetidín, lyf sem er notað til meðhöndlunar á magasári. Ef það er tekið samtímis doxazósíni

eykur það áhrif doxazósíns. Talaðu við lækninn þinn um þetta.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

og lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki má nota Cardosin Retard ef þú ert með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Farðu varlega við akstur og notkun véla. Hæfni til aksturs og notkunar véla kann að skerðast, einkum í

upphafi meðferðar.

Ef þú finnur fyrir skertri hæfni áttu ekki að aka eða nota vélar og hafðu strax samband við lækninn.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun

og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Cardosin Retard

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst

hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Til inntöku.

Töflurnar verður að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni

Ekki má tyggja, brjóta eða mylja

töflurnar.

Töflurnar má taka

með eða án matar

Cardosin Retard er notað við háþrýstingi og stækkun blöðruhálskirtils.

Það verkar á báða sjúkdómana samtímis.

Fullorðnir þar með taldir aldraðir:

-

Meðferð við háþrýstingi fyrir fullorðna sjúklinga:

Ráðlagður skammtur er 4 mg af doxazósíni (ein forðatafla) einu sinni á dag.

Skammtinn má auka í 8 mg af doxazósíni (2 forðatöflur) einu sinni á dag ef nauðsyn krefur.

Allt að fjórar vikur geta liðið þar til áhrif lyfsins koma að fullu fram.

-

Meðferð við einkennum góðkynja stækkunar blöðruhálskirtils hjá fullorðnum

karlmönnum:

Ráðlagður skammtur er 4 mg af doxazósíni (ein forðatafla) einu sinni á dag.

Skammtinn má auka í 8 mg af doxazósíni (2 forðatöflur) einu sinni á dag ef nauðsyn krefur.

-

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi:

Hugsanlega þarf að minnka skammta. Fylgið alltaf fyrirmælum læknisins.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Við ofskömmtun geta einkenni eins og höfuðverkur, svimi, yfirlið, meðvitundarleysi,

öndunarerfiðleikar, lágþrýstingur, hjartsláttarónot, hraður eða óreglulegur hjartsláttur eða

lasleiki/vanlíðan.

Ef gleymist að taka Cardosin Retard

Ef þú gleymir að taka skammt, taktu hann þá eins fljótt og þú manst eftir, nema að það sé næstum því

komið að næsta skammti.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur

að taka.

Taktu næsta skammt á réttum tíma.

Ef hætt er að nota Cardosin Retard

Taka skal Cardosin Retard eins lengi og læknirinn hefur mælt með og þú átt ekki að hætta að taka

Cardosin Retard eða breyta lyfjaskammtinum án ráðlegginga læknisins.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Látið lækninn vita tafarlaust og hættu að taka lyfið ef vart verður við

ofnæmisviðbrögð

Ef þú færð útbrot, bjúg í andlit, varir, tungu, háls, öndunar- eða kyngingarörðugleika, hættu þá

að taka Cardosin Retard og hafðu strax samband við lækni.

Þú gætir þurft aðstoð bráðavaktar eða sjúkrahúsinnlögn.

Hafðu strax samband við lækninn þinn ef þú færð hjartaáfall.

Þetta er mjög alvarleg en sjaldgæf aukaverkun.

Hafðu strax samband við lækni ef þú færð lifrarbólgu (lifrarsjúkdómur með ógleði, uppköstum,

lystarleysi, almennri vanlíðan, hita, kláða, gulum lit á húð eða hvítu augna og dökkum lit á

þvagi) eða gulu (gulur litur á húð og hvítu augna) eða þrengingu í öndunarvegi.

Þetta eru mjög

sjaldgæfar, alvarlegar aukaverkanir.

Algengar

(geta komið fram hjá allt að1 af hverjum 10 einstaklingum)

Öndunarfærasýking

Þvagfærasýkingar

Svimi, þróttleysi, örsjaldan yfirlið

Höfuðverkur

Syfja

Ójafnvægi þegar staðið er upp snögglega

Óreglulegur hjartsláttur, hraður hjartsláttur

Lágur blóðþrýstingur

Svimi einkum þegar hratt er staðið upp

Berkjubólga

Hósti

Mæði

Nefrennsli eða stíflað nef, hnerri, þrýstingur eða verkur í andliti

Kviðverkir

Meltingartregða og brjóstsviði

Munnþurrkur

Ógleði

Kláði

Bakverkir

Vöðvaverkir

Blöðrubólga

Þvagleki

Brjóstverkir

Slappleiki og þróttleysi

Bjúgur á fótleggjum

Einkenni sem líkjast flensu

Sjaldgæfar

(geta komið fram hjá allt að1 af hverjum 100 einstaklingum)

Lystarleysi

Þvagsýrugigt

Aukin matarlyst

Ótti

Kvíði

Þunglyndi

Svefntruflanir

Heilablóðfall (vanmáttur að hreyfa einn eða fleiri limi á annarri hlið líkamans, erfiðleikar við að

skilja eða setja fram talmál, eða skert sjón öðru megin sjónsviðsins.

Minnkað snertiskyn

Minnkuð meðvitund

Yfirlið

Skjálfti

Ósjálfráður skjálfti

Suð fyrir eyrum

Verkur fyrir brjósti (hjartaöng)

Hægðatregða

Blóðnasir

Vindgangur

Uppköst

Niðurgangur

Óeðlileg lifrarpróf

Magakveisa

Húðútbrot

Liðverkir

Blóð í þvagi

Sársauki við þvaglát

Tíð þvaglát

Getuleysi

Verkir

Þroti í andliti

Aukin þyngd

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fram hjá allt að1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Fækkun á hvítum blóðkornum (getur valdið auknum sýkingum (s.s. hita, verulegum hrolli,

eymslum í hálsi eða sárum í munni) eða blóðflögum (getur valdið aukinni tíðni marbletta eða

blæðinga)

Spenna eða eirðarleysi

Taugaveiklun

Dofi

Stöðutengdur svimi

Óskýr sjón

Hægtaktur

Hjartsláttaróregla

Þrengsli í loftvegum t.d. astmi (getur valdið erfiðleikum við að anda, önghljóðum eða hósta)

Gallteppa

Andlitsroði

Hárlos, skalli

Húðútbrot með kláða

Rauður og fjólublár litur húðar (purpuri)

Vöðvakrampar

Vöðvaslappleiki

Náladofi

Tíð næturmiga

Aukin þvagmyndun

Vandamál við þvaglát

Þrálát sársaukafull stinning lims. Leitið læknisaðstoðar tafarlaust

Brjóstastækkun hjá karlmönnum

Þreyta

Almenn vanlíðan og lasleiki

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Heilkenni þrenginga í sjáöldrum (Intraoperative Floppy Iris Syndrome, IFIS), sem getur komið

fram við dreraðgerðir

Breytingar á bragðskyni

Öfugt sáðlát - kemur fram þegar sæði er beint aftur að þvagblöðru í stað þess að skiljast út um

þvagrás eins og eðlilegt er

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Cardosin Retard

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar.

Cardosin Retard inniheldur

Virka innihaldsefnið er doxasósín (hver tafla inniheldur 4,85 mg af doxazósínmesílati sem

samsvarar 4 mg af doxazósíni).

Önnur innihaldsefni eru: Pólýetýlenoxíð 1, örkristallaður sellulósi, póvídon K 29-32,

bútýlhýdroxýtólúen (E321), all-rac-α-Tókóferól, vatnsfrí kísilkvoða, natríumsterýlfúmarat,

metakrýlsýru - etýlakrýlat samfjölliða, makrógól 1300-1600, títantvíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Cardosin Retard og pakkningastærðir

Cardosin Retard forðatöflur eru hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, merktar með „DL“.

Pakkningastærðir: 10, 28, 30, 50, 90, 98 eða 100 forðatöflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf., Reykjavíkurvegi 76-78, 220 Hafnarfjörður

Framleiðandi

Actavis UK. Ltd., Whiddon Vally, Barnstaple, N Devon EX32 8NS, Bretlandi

eða

Actavis Group PTC ehf, Reykjavikurvegur 76-78, 220 Hafnarfjörður, Ísland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018..