Carbocain adrenalin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Carbocain adrenalin Stungulyf, lausn 10 mg + 5 µg/ml
 • Skammtar:
 • 10 mg + 5 µg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Carbocain adrenalin Stungulyf, lausn 10 mg + 5 µg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 5d102244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Carbocain adrenalin 10 mg/ml + 5 míkróg/ml stungulyf, lausn

Mepivacainhýdróklóríð og adrenalín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða heilbrigðisstarfsfólks ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða heilbrigðisstarfsfólk vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Carbocain adrenalin og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Carbocain adrenalin

Hvernig nota á Carbocain adrenalin

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Carbocain adrenalin

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Carbocain adrenalin og við hverju það er notað

Carbocain adrenalin stungulyf, lausn inniheldur virka efnið mepivacainhýdróklóríð sem er

staðdeyfandi efni og virka efnið adrenalín sem lengir verkun mepivacainhýdróklóríðs. Lyfið er notað

við verkjastillingu og til þess að deyfa hluta líkamans við skurðaðgerð. Lyfið kemur í veg fyrir að

taugarnar á meðferðarsvæðinu sendi boð um verki, hita og kulda. Þess vegna finnur þú ekki fyrir

verkjum á svæðinu en getur þó fundið fyrir þrýstingi og snertingu.

2.

Áður en byrjað er að nota Carbocain adrenalin

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Carbocain adrenalin:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir mepivacainhýdróklóríði eða öðrum staðdeyfilyfjum, adrenalíni

eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir methyl- og/eða propylparahydroxybenzoati

(methylparaben/propylparaben) eða fyrir para-amino-benzosýru (PABA).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríummetabisulfiti.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða heilbrigðisstarfsfólki áður en Carbocain adrenalin er notað

ef þú ert:

með sjúkdóminn porfyríu, sem eykur magn porfyríns í blóði, þvagi, galli og hægðum. Einkennin

geta verið kviðverkir, uppköst, þaninn kviður, hægðatregða, hiti og húðútbrot oft með blöðrum

með hjarta- og æðasjúkdóma eða skerta hjartastarfsemi

með alvarlegan lifrar- eða nýrnasjúkdóm

aldraður/öldruð

lasburða

barn. Þá þarf að minnka skammtinn

í meðferð með lyfjum sem eru skyld staðdeyfilyfjum eða lyfjum við hjartsláttartruflunum, þar

sem þau lyf geta aukið óæskileg áhrif Carbocain adrenalin

með of háan blóðþrýsting

með sjúkdóm í skjaldkirtli (skjaldvakaeitrun)

með sykursýki eða annan sjúkdóm eða kvilla sem getur versnað við notkun adrenalíns.

Börn

Carbocain adrenalin má nota hjá börnum frá 2 mánaða aldri. Skammtar hjá börnum eiga að fara eftir

aldri og þyngd.

Notkun annarra lyfja samhliða Carbocain adrenalin

Þar sem lyfið inniheldur adrenalín á ekki að nota Carbocain adrenalin ef þú ert í meðferð með

þríhringlaga þunglyndislyfjum, ergotalkalóíðum og geðrofslyfjum.

Gæta skal varúðar þegar lausnir sem innihalda adrenalín eru notaðar samhliða eftirfarandi:

svæfingarlyfjum til innöndunar þar sem hætta er á alvarlegri óreglu á púls. Samhliða notkun

betablokka, t.d. propranolols, getur valdið alvarlegri blóðþrýstingshækkun og hægum púls.

öðrum staðdeyfilyfjum eða lyfjum sem eru byggingalega skyld staðdeyfilyfjum, t.d. nokkrum

hjartalyfjum.

ákveðnum tegundum betablokka, eins og t.d. propranololi.

lyfi við magasári (cimetidin). Þá þarf hugsanlega að minnka skammt Carbocain adrenalin.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Carbocain adrenalin má nota á meðgöngu en ekki er mælt með notkun þess við fæðingu þar sem aukin

hætta er á eiturverkunum á fóstur og nýbura.

Carbocain adrenalin getur skilist út í brjóstamjólk en í það litlu magni að engin hætta er á áhrifum á

barn á brjósti. Ekki er vitað hvort adrenalin skilst út í brjóstamjólk en ólíklegt er að það hafi áhrif á

barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Auk deyfandi áhrifa getur staðdeyfing haft mjög væg áhrif á samhæfingu og árvekni. Þú þarft að vera

vakandi fyrir því hvaða áhrif lyfið hefur á þig.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Carbocain adrenalin inniheldur methylparahydroxybenzoat (E218), natríummetabisulfit (E223)

og natríum

Carbocain adrenalin inniheldur methylparahydroxybenzoat. Getur valdið ofnæmisviðbrögðum (þau geta

komið fram eftir meðferðina) og í mjög sjaldgæfum tilvikum öndunarerfiðleikum.

Carbocain adrenalin inniheldur natriummetabisulfit. Getur í mjög sjaldgæfum tilvikum valdið

ofnæmisviðbrögðum og öndunarerfiðleikum.

Carbocain adrenalin stungulyf 10 mg/ml + 5 míkróg/ml inniheldur um 0,13 mmól (um 3,0 mg) natríum í

hverjum ml. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.

3.

Hvernig nota á Carbocain adrenalin

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákveður skammt Carbocain adrenalin sem fer eftir tegund deyfingar, svæðinu sem á að

deyfa og lengd deyfingar.

Notkun handa börnum

Carbocain adrenalin má nota hjá börnum frá 2 mánaða aldri. Skammtar hjá börnum eiga að fara eftir

aldri og þyngd.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsfólk ef þú heldur að þú hafir fengið of mikið

Carbocain adrenalin, eða meira en læknirinn hefur ávísað (og þú finnur fyrir ónotum).

Ef gleymist að nota Carbocain adrenalin

Hafðu samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsfólk ef þú heldur að þú hafir ekki fengið Carbocain

adrenalin.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Carbocain adrenalin

Leitið til læknisins eða heilbrigðisstarfsfólks ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir og aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af

hverjum 1.000 sjúklingum)

Skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan mínútna til klukkustunda) vegna

ofnæmis (bráðaofnæmisviðbrögð/lost). Getur verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Hjartastopp. Hringdu í 112.

Öndunarbilun, bláleitar varir og neglur. Hringdu í 112.

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt

Andnauð, hröð, korrandi öndun, verkur og óþægindi fyrir brjósti ásamt hósta með

froðukenndum og hugsanlega blóðugum uppgangi vegna vökva í lungum. Hafðu strax samband

við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu jafnvel í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum)

Ógleði

Sundl, jafnvel yfirlið vegna lágs blóðþrýstings

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum)

Hægur púls. Getur orðið alvarlegt. Ef púls verður mjög hægur eða þú finnur fyrir ónotum eða

yfirliðstilfinningu skaltu hafa samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu jafnvel í 112.

Stingir og náladofi eða dofi í húð

Sundl

Uppköst

Of hár blóðþrýstingur. Hafðu samband við lækninn. Nauðsynlegt er að meðhöndla of háan

blóðþrýsting. Mikil blóðþrýstingshækkun er alvarleg.

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum)

Einkenni um eiturverkun í miðtaugakerfi (krampi, stingir og náladofi eða dofi í húðinni í

kringum munninn, dofi í tungu, ofurnæm heyrn, sjóntruflanir, skjálfti, suð fyrir eyrum,

taltruflanir, bæling miðtaugakerfis). Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband við

lækninn.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir og aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af

hverjum 1.000 sjúklingum)

Óreglulegur púls. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn.

Verkir og truflanir á snertiskyni vegna bólgu í taugum

Taugaskemmdir í hand- og fótleggjum

Bólga í himnu sem verndar hrygg og heila (skúmbólga)

Tvísýni. Getur orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn eða jafnvel bráðamóttöku.

Ofnæmisviðbrögð

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Carbocain adrenalin

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Notið í seinasta lagi 3 dögum eftir opnun.

Geymið við 2°C - 15°C. Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Carbocain adrenalin inniheldur

Virka innihaldsefnið er mepivacainhýdróklóríð

Önnur innihaldsefni eru saltsýra (til að stilla pH), natríumklóríð, natríumhýdroxíð (til að stilla

pH), natríummetabisulfit (E223), methylparahydroxybenzoat (E218), vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Carbocain adrenalin og pakkningastærðir

Carbocain adrenalin stungulyf er sæfð vatnslausn með pH 3,3-5,0.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Aspen Pharma Trading Limited

3016 Lake Drive, Citywest Business Campus,

Dublin 24, Írland

Framleiðandi:

Recipharm Monts, Frakkland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

í nóvember 2017.