Canidryl

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Canidryl Tafla 100 mg
 • Skammtar:
 • 100 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Canidryl Tafla 100 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 45102244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL

CANIDRYL 20 mg, 50 mg og 100 mg

TÖFLUR FYRIR HUNDA

1.

HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS

FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Chanelle Pharmaceuticals Manufacturing Ltd., Loughrea, Co. Galway, Írlandi

2.

HEITI DÝRALYFS

Canidryl 20 mg, 50 mg og 100 mg töflur fyrir hunda.

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Ein tafla með kjötbragði iniheldur:

Carprófen 20,0 mg tafla

Carprófen 50,0 mg tafla

Carprófen 100,0 mg tafla

4.

ÁBENDING(AR)

Til meðhöndlunar á bólgum og verkjum í stoðkerfi og slitgigt. Til að draga úr verkjum eftir aðgerðir í

kjölfar verkjameðhöndlunar með stungulyfi.

5.

FRÁBENDINGAR

Lyfið má ekki gefa köttum.

Lyfið má ekki gefa hvolpum yngri en fjögurra mánaða.

Lyfið má ekki gefa dýrum sem eru með ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum.

Gefið ekki hundum sem hafa hjarta-, lifrar eða nýrnasjúkdóma, né þar sem möguleiki er á blæðingum

í meltingarfærum eða þar sem möguleiki er á blóðmeini.

6.

AUKAVERKANIR

Dæmigerðar aukaverkanir sem rekja má til bólgueyðandi verkjalyfja, s.s. uppköst og niðurgangur, blóð

í hægðum, lystarleysi og sinnuleysi hafa greinst. Þessar aukaverkanir gera oftast vart við sig á fyrstu

viku meðferðar og eru í flestum tilfellum skammvinnar og hverfa alveg sé meðferð hætt. Í mjög fáum

tilfellum geta aukaverkanir verið mjög alvarlegar eða banvænar.

Ef aukaverkanir koma fram skal hætta notkun lyfsins og leita ráða dýralæknis. Eins og gildir um önnur

bólgueyðandi verkjalyf er hætta á sjaldgæfum aukaverkunum á nýru eða lifur.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar á fylgiseðlinum.

7.

DÝRATEGUND

Hundar

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til inntöku.

4 mg carprófen fyrir hvert kg líkamsþyngdar á dag.

Upphafsskammtur er 4 mg/kg/dag, gefinn í einum skammti eða tveimur jöfnum skömmtum.

Minnka má dagsskammtinn miðað við árangur.

Lengd meðhöndlunar miðast við árangur. Langtímameðhöndlun hunda skal vera undir eftirliti

dýralæknis.

Til að lengja bólgueyðandi og verkjastillandi verkun eftir aðgerð, má gefa carprófentöflur eftir

carprófen stungulyfsgjöf fyrir aðgerð, í 5 daga í skammtinum 4 mg/kg/dag.

Ekki skal gefa stærri skammt en ráðlagt er.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Á ekki við.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við.

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið á þurrum stað í upprunalegum umbúðum.

Verjið gegn sólarljósi.

Notið ekki eftir fyrningardagsetningu á merkimiða.

Hálfum töflum sem og ónotuðum töflum, skal farga strax.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Lyfið má hvorki gefa hvolpafullum né mjólkandi tíkum.

Varúðar skal gætt þegar mjög gömlum hundum er gefið lyfið. Ef slík notkun er óhjákvæmileg skal

fylgjast grannt með líðan hundsins.

Forðist notkun ef hundurinn er þurr, þjáist af lágþrýstingi eða blóðþurrð vegna þess að það eykur

líkurnar á eitrunaráhrif á nýru.

Forðast skal samhliða gjöf lyfja sem geta haft eitrunaráhrif á nýru.

Bólgueyðandi verkjalyf geta bælt átfrumur og þess vegna skal, við meðhöndlun bólgu af völdum

bakteríusýkingar, meðhöndla samhliða með viðeigandi sýklalyfi

.

Ekki skal gefa önnur bólgueyðandi verkjalyf samhliða carprófeni eða innan 24 klukkustunda fyrir eða

eftir gjöf. Sum bólgueyðandi verkjalyf eru að miklu leyti bundin plasmapróteinum og keppa um

bindingu við önnur lyf sem getur leitt til eiturverkana.

Ekki má gefa lyfið og sykurstera samhliða.

Ekkert sértækt mótefni gegn carprófeni er til. Veita skal almenna stuðningsmeðhöndlun við

ofskömmtun bólgueyðandi verkjalyfja og meðhöndla einkenni.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu dýralyfið.

Ef sá sem annast lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og hafa

meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

Þvoið hendur eftir notkun.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Farga skal öllum ónotuðum dýralyfjum eða úrgangi vegna dýralyfja í samræmi við gildandi reglur.

Markaðsleyfisnúmer

IS/2/06/006/01, IS/2/06/006/02, IS/2/06/006/03

Norræn vörunúmer

095924, 095933, 095942

Umboð á Íslandi:

Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Febrúar 2017.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Einungis ætlað dýrum.