Cablivi

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Cablivi
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Cablivi
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Lækkun lyf,
 • Lækningarsvæði:
 • Purpura, Segamyndun
 • Ábendingar:
 • Cablivi er ætlað fyrir fullorðnum að upplifa þættinum keypti segamyndun purpura (aTTP), í tengslum við skiptum plasma og ónæmisbæling.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 2

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/004426
 • Leyfisdagur:
 • 29-08-2018
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/004426
 • Síðasta uppfærsla:
 • 23-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Cablivi 10 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn

caplacizumab

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og

örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.

Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upply

singar um Cablivi og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Cablivi

Hvernig nota á Cablivi

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Cablivi

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upply

́

singar um Cablivi og við hverju það er notað

Cablivi inniheldur virka efnið caplacizumab. Það er ætlað til meðferðar á áunnum

blóðflagnafæðarpurpura með segamyndun hjá fullorðnum. Þetta er mjög sjaldgæfur

blóðstorkusjúkdómur þar sem blóð storknar í smáum æðum. Þessi blóðstorknun getur stíflað æðar og

valdið heila-, hjarta- og nýrnaskemmdum eða skemmdum í öðrum líffærum. Cablivi hindrar myndun

þessarar blóðstorku með því að hindra blóðflögur í að hlaupa í kekki. Þannig dregur Cablivi úr hættu á

öðru tilviki áunnins blóðflagnafæðarpurpura með segamyndun (aTTP) strax eftir það fyrra.

2.

Áður en byrjað er að nota Cablivi

Ekki má nota Cablivi

ef um er að ræða ofnæmi fyrir caplacizumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6)

Varnaðarorð og varúðarreglur

Láttu lækninn vita ef:

þér blæðir mikið á meðan meðferð stendur. Læknirinn getur sagt þér að hætta meðferðinni.

Læknirinn segja til um hvenær þú getur hafið meðferð aftur.

þú notar segavarnarlyf t.d K-vítamín hemla, rivaroxaban, apixaban (notuð við blóðtappa).

Læknirinn ákveður meðferðina.

þú notar blóðþynningarlyf t.d. asetýlsalicýlsýru eða heparín með lágum sameindaþunga (sem

hindra blóðtappamyndun). Læknirinn ákveður meðferðina.

þú ert með blæðingarsjúkdóm eins og dreyrasýki. Læknirinn ákveður meðferðina.

þú ert með alvarlega skerta lifrarstarfsemi. Læknirinn ákveður meðferðina.

skurðaðgerð er áformuð eða aðgerð hjá tannlækni. Læknirinn ákveður hvort hægt sé að seinka

henni eða hvort þú eigir að hætta notkun á Cablivi fyrir skurðaðgerðina eða aðgerðina hjá

tannlækninum.

Börn og unglingar

Cablivi er ekki ráðlagt hjá börnum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Cablivi

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Látið lækninn einnig vita ef þú notar segavarnarlyf t.d. K-vítamín hemla, rivaroxaban eða apixaban

sem notuð eru við blóðtappa eða blóðþynningarlyf eins og asetýlsalicýlsýru eða heparín með lágum

sameindarþunga sem kemur í veg fyrir blóðtappa.

Meðganga og brjóstagjöf

Láttu lækninn vita ef þú ert þunguð eða ef þungun er fyrirhuguð. Ekki er ráðlagt að nota Cablivi á

meðgöngu.

Láttu lækninn vita ef þú ert með barn á brjósti. Læknirinn ráðleggur hvort þú eigir að hætta brjóstagjöf

eða nota ekki Cablivi með hliðsjón af ávinningi brjóstagjafar fyrir barnið og ávinningi Cablivi fyrir

þig.

Akstur og notkun véla

Cablivi er ekki talið hafa áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Cablivi inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mml (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e. er sem næst

natríumlaust.

3.

Hvernig nota á Cablivi

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Meðferð með Cablivi skal hafin af lækni með reynslu í meðferð blóðsjúkdóma.

Ráðlögð meðferð

fyrsti skammtur

1 hettuglas, gefið með inndælingu í bláæð af heilbrigðisstarfsmanni

lyfið er gefið áður en blóðvökvaskipti hefjast

síðari skammtar:

1 hettuglas á dag, með inndælingu undir húð (undir húð á kvið)

inndæling undir húð verður gefin eftir sérhver dagleg blóðvökvaskipti

eftir að blóðvökvaskiptum er lokið verður meðferð með Cablivi haldið áfram í að minnsta

kosti 30 daga með inndælingu á 1 hettuglasi á dag.

læknirinn kann að biðja þig um að halda meðferð áfram þar til undirliggjandi einkenni

sjúkdómsins hafa gengið til baka

Læknirinn getur ákveðið að þú eða umönnunaraðili þinn geti gefið Cablivi með inndælingu. Í slíku

tilfelli mun læknirinn eða heilbrigðisstarfsmaður þjálfa þig eða umönnunaraðila þinn í hvernig nota á

Cablivi.

Leiðbeiningar um notkun

Fyrsta inndæling Cablivi í bláæð verður að vera gefin af heilbrigðisstarfsmanni. Leiðbeiningar fyrir

heilbrigðisstarfsmenn um hvernig eigi að gefa Cablivi með inndælingu í bláæð er að finna í lok

fylgiseðilsins.

Fyrir hverja inndælingu á að nota nýjan útbúnað til að undirbúa inndælingarlausnina. Ekki reyna að

gefa Cablivi með inndælingu fyrr en heilbrigðisstarfsmaður hefur kennt hvernig það er gert. Ekki má

nota útbúnaðinn aftur fyrir aðra inndælingu.

Skref 1 - Hreinsun

Þvoið hendurnar vandlega með sápu og vatni.

Hafið hreinan og sléttan flöt tilbúinn til að leggja útbúnaðinn á.

Hafið förgunarílát til taks.

Skref 2 - Fyrir notkun

Hafið allt innihald útbúnaðarins tiltækt.

Athugið fyrningardagsetninguna. Notið ekki ef fyrningardagsetningin er liðin.

Notið ekki útbúnaðinn ef pakkningin eða hlutir í henni hefur orðið fyrir skemmdum.

Setjið alla hluta útbúnaðarins á hreinan og sléttan flöt.

Ef útbúnaðurinn var ekki geymdur við stofuhita á að láta hettuglasið og sprautuna ná stofuhita

(15°C - 25°C ) með því að láta standa við stofuhita í nokkrar mínútur. Hitið ekki á annan hátt.

Skref 3 - Sótthreinsið gúmmítappann

Takið plasthettuna af hettuglasinu. Ekki nota hettuglasið ef græna plasthettan er ekki á.

Þrífið sýnilega hluta gúmmítappans með einni af sprittþurrkunum sem fylgja og látið þorna í

nokkrar sekúndur.

Eftir þrif á að gæta þess að snerta ekki gúmmítappann og að hann komist ekki í snertingu við

annað.

Skref 4 – Millistykkið fest á

Takið pakkninguna með millistykkinu fyrir hettuglasið og fjarlægið pappírsumbúðirnar. Látið

millistykkið vera í opnu plastpakkningunni. Snertið ekki millistykkið.

Setjið millistykkið yfir hettuglasið þegar það er enn í plastpakkningunni.

Þrýstið ákveðið niður þangað til millistykkið festist á réttan stað þannig að efsti hluti þess fer

yfir tappann á hettuglasinu. Hafið millistykkið fast á hettuglasinu, ennþá í umbúðunum.

Skref 5 - Undirbúið sprautuna

Haldið sprautunni í annarri hendinni, brjótið hvítu hettuna af með hinni hendinni.

Ekki nota sprautuna ef hvíta hettan er ekki á eða ef hún er laus eða skemmd.

Ekki snerta sprautuoddinn og gætið þess að hann snerti ekkert.

Setið sprautuna á hreinan og sléttan flöt.

Skref 6 - Tengið sprautuna við millistykkið og hettuglasið

Takið hettuglasið með áfestu millistykkinu.

Takið plastpakkninguna af millistykkinu með því að halda á hettuglasinu í annarri hendinni og

þrýsta síðan á hliðar umbúða millistykkisins með hinni hendinni og lyftið pakkningunni upp.

Gætið að því að millistykkið losni ekki frá

hettuglasinu.

Haldið um millistykkið með áföstu hettuglasinu í annarri hendinni. Setjið sprautuoddinn í

tengihluta millistykkisins.

Festið sprautuna varlega við hettuglasið með því að snúa henni réttsælis þar til mótstaða finnst.

Skref 7 - Undirbúið lausnina

Látið hettuglasið vera í uppréttri stöðu á fletinum og sprautuna snúa niður.

Ýtið sprautustimplinum rólega niður þangað til sprautan er tóm. Ekki taka sprautuna af

hettuglasinu.

Hreyfið hettuglasið varlega í hringi á meðan sprautan er ennþá tengd við millistykkið, þangað til

stofninn er uppleystur. Forðist froðumyndun. Ekki hrista hettuglasið.

Látið hettuglasið með sprautunni standa á fletinum í 5 mínútur við stofuhita til að lausnin

leysist alveg upp. Sprautustimpillinn gæti lyfst upp aftur - það er eðlilegt.

Farið strax í skref 8 eftir þessar 5 mínútur.

Skref 8 - Dragið lausnina upp

Skoðið lausnina til að vera viss um að engar agnir séu í henni. Allt duftið verður að vera

uppleyst og lausnin verður að vera tær.

Ýtið sprautustimplinum rólega alveg niður.

Snúið öllu - hettuglasinu, millistykkinu og sprautunni - á hvolf.

Á meðan öllu er haldið í lóðréttri stöðu á að toga rólega í sprautustimpilinn til að lausnin færist

öll upp í sprautuna. Ekki hrista hana.

Skref 9 - Undirbúið sprautuna fyrir inndælingu

Snúið öllu - hettuglasinu, millistykkinu og sprautunni – við (látið sprautuna vera efst). Aftengið

áfylltu sprautuna frá millistykkinu með því að halda millistykkinu í annarri hendinni og snúa

sprautunni varlega rangsælis.

Setið hettuglasið með millistykkinu í förgunarílátið sem fylgir með.

Ekki snerta sprautuoddinn og gætið að því að hann komist ekki í snertingu við annað. Setið

sprautuna á hreinan og sléttan flöt.

Farið í skref 10 til að gefa caplacizumab með inndælingu undir húð á kvið. Leiðbeiningar fyrir

heilbrigðisstarfsmenn um hvernig eigi að gefa Cablivi í bláæð er að finna í lok fylgiseðilsins.

Skref 10 - Festið nálina á

Takið nálina úr pakkningunni með því að rífa pappírsumbúðirnar og takið nálina með

hlífðarhettunni.

Án þess að taka nálarhettuna af er nálin fest við sprautuna með því að snúa réttsælis þangað til

mótstaða finnst.

Dragið öryggishlíf nálarinnar af.

Athugið innihald sprautunnar. Ekki nota lyfið ef lausnin er skýjuð, inniheldur kekki eða

eitthvað lítur óeðlilega út. Hafið samband við lækninn eða hjúkrunarfræðing ef það á við.

Skref 11 - Undirbúið stungustaðinn fyrir inndælingu undir húð

Veljið ákjósanlegan stað (stungustað) á kvið fyrir inndælingu undir húð.

Forðist svæðið í kring um naflann. Veljið annan stungustað en þann sem notaður var daginn

áður til þess að húðin nái að jafna sig eftir inndælinguna.

Notið hina sprittþurrkuna til að þrífa stungusvæðið sem þú hefur valið.

Skref 12 - Inndæling

Takið hlífðarhettuna gætilega af nálinni og fleygið. Verið viss um að nálin komist ekki í

snertingu við neitt áður en henni er stungið inn.

Haldið sprautunni í augnhæð og látið nálina vísa upp.

Fjarlægið loftbólur með því að slá létt í hlið sprautunnar með fingri til að loftbólurnar lyftist

upp. Ýtið síðan létt á sprautustimpilinn þar til örlítið af vökva kemur úr nálinni.

Klípið varlega í húðina sem búið var að hreinsa milli þumalfingurs og vísifingurs.

Haldið húðinni þannig á meðan allri lausninni er dælt inn.

Stingið allri nálinni í húðina sem haldið er klemmdri í þeirri afstöðu sem sýnd er á myndinni.

Ýtið sprautustimplinum niður eins langt og hann kemst.

Togið nálina út með því að halda sömu afstöðu og henni var stungið inn. Ekki nudda

stungustaðinn.

Skref 13 - Eftir inndælingu

Strax eftir inndælingu á að færa öryggishlífina yfir nálina þangað til hún smellur á réttan stað.

Setjið sprautuna með nálinni í förgunarílátið.

Ef notaður er stærri skammtur af Cablivi en mælt er fyrir um

Ofskömmtun er ólíkleg þar sem eitt hettuglas inniheldur einungis einn skammt. Láttu lækninn vita ef

þú telur að þú hafir fengið of stóran skammt.

Ef gleymist að nota Cablivi

Ef þú gleymir skammti skaltu taka hann ef það eru innan við 12 klst. frá áætluðum tíma. Ef meira en

12 klst. eru liðnar frá því að taka átti skammtinn skaltu ekki taka þann skammt, heldur taka næsta

skammt á áætluðum tíma.

Ef hætt er að nota Cablivi

Til að fá sem mestan ávinning af meðferðinni er mikilvægt að nota Cablivi samkvæmt fyrirmælum og í

þann tíma sem læknirinn hefur ákveðið. Talið við lækninn áður en meðferð er hætt, því ef henni er

hætt of snemma getur sjúkdómurinn komið aftur fram.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafið tafarlaust samband við lækninn ef eftirfarandi alvarlegar aukaverkanir koma fram.

Langvarandi eða mikil blæðing.

Læknirinn gæti ákveðið að hafa nánara eftirlit með þér eða breyta meðferðinni.

Aukaverkanir í klínískri rannsókn voru tilkynntar með eftirfarandi tíðni:

Mjög algengar, geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

blæðing úr gómi

hiti

þreyta

höfuðverkur

blóðnasir

ofsakláði

Algengar, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

blæðing úr auga

blóðug uppköst

blóð í hægðum

svartar, tjörukenndar hægðir

blæðing frá maga

blæðing úr gyllinæð

blæðing úr endaþarmi

viðbrögð á stungustað: útbrot, kláði og blæðing

blæðing í heila sem kemur fram með miklum skyndilegum höfuðverk, uppköstum, minnkaðri

meðvitund, hita, stundum með flogaköstum og stífum hálsi eða hálsverk

vöðvaverkur

heilablóðfall

blóð í þvagi

mikilar tíðablæðingar

blæðing í leggöngum

blóðhósti

mæði

marblettir

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Viðauka V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Cablivi

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum og öskjunni á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Cablivi má geyma við hitastig sem ekki er hærra en 25°C í eitt tímabil sem er allt að 2 mánuðir, en

ekki lengur en fyrningardagsetningin segir til um. Ekki setja Cablivi í kæli eftir að það hefur verið

geymt við stofuhita. Látið lyfið aldrei vera við hærri hita en 30°C.

Ekki nota Cablivi ef lausnin inniheldur agnir eða er mislit fyrir inndælingu.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Cablivi inniheldur

hettuglas með stofni

Virka innihaldsefnið er caplacizumab.

Hvert hettuglas inniheldur 10 mg af caplacizumabi.

Önnur innihaldsefni eru súkrósi, vatnsfrí sítrónusýra, trínatríumsítrat díhýdrat og

pólýsorbat 80.

áfyllt sprauta

Áfyllta sprautan inniheldur 1 ml af vatni fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Cablivi og pakkningastærðir

Cablivi er:

Hvítur stungulyfsstofn (duft) í glerhettuglasi og

vatn fyrir stungulyf í áfylltri sprautu til að leysa upp stofninn

Þegar stofninn er uppleystur í leysinum er upplausnin tær og litlaus eða örlítið gulleit.

Cablivi er fáanlegt í:

stakri pakkningu sem hver inniheldur 1 hettuglas með caplacizumab stofni, 1 áfyllta

sprautu með leysi, 1 millistykki fyrir hettuglas, 1 nál og 2 sprittþurrkur

fjölpakkningu með 7 stakar pakkningar

fjölskammta pökkum með 7 hettuglösum með caplacizumabi stofni, 7 áfylltum sprautum

með leysi, 7 millistykkjum fyrir hettuglös, 7 nálum og 14 sprittþurrkum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Ablynx NV

Technologiepark 21

9052 Zwijnaarde

Belgía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

België/Belgique/Belgien

Sanofi Belgium

Tél/Tel: +32 (0)2 710 54 00

Lietuva

UAB «SANOFI-AVENTIS LIETUVA»

Tel: +370 5 2755224

България

Sanofi Bulgaria EOOD

Тел.: +359 (0)2 970 53 00

Luxembourg/Luxemburg

Sanofi Belgium

Tél/Tel: +32 (0)2 710 54 00 (Belgique/Belgien)

Česká republika

sanofi-aventis, s.r.o.

Tel: +420 233 086 111

Magyarország

SANOFI-AVENTIS Zrt.

Tel.: +36 1 505 0050

Danmark

Sanofi A/S

Tlf: +45 45 16 70 00

Malta

Sanofi Malta Ltd.

Tel: +356 21493022

Deutschland

Sanofi-Aventis Deutschland GmbH

Tel.: 0800 04 36 996

Tel. aus dem Ausland: +49 69 305 70 13

Nederland

sanofi-aventis Netherlands B.V.

Tel: +31 20 245 4000

Eesti

sanofi-aventis Estonia OÜ

Tel: +372 627 34 88

Norge

sanofi-aventis Norge AS

Tlf: +47 67 10 71 00

Ελλάδα

sanofi-aventis AEBE

Τηλ: +30 210 900 16 00

Österreich

sanofi-aventis GmbH

Tel: +43 1 80 185 – 0

España

sanofi-aventis, S.A.

Tel: +34 93 485 94 00

Polska

sanofi-aventis Sp. z o.o.

Tel.: +48 22 280 00 00

France

Portugal

sanofi-aventis France

Tél: 0 800 222 555

Appel depuis l’étranger : +33 1 57 63 23 23

Sanofi - Produtos Farmacêuticos, Lda.

Tel: +351 21 35 89 400

Hrvatska

sanofi-aventis Croatia d.o.o.

Tel: +385 1 600 34 00

România

Sanofi Romania SRL

Tel: +40 (0) 21 317 31 36

Ireland

sanofi-aventis Ireland Ltd. T/A SANOFI

Tel: +353 (0) 1 403 56 00

Slovenija

sanofi-aventis d.o.o.

Tel: +386 1 560 48 00

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

sanofi-aventis Pharma Slovakia s.r.o.

Tel: +421 2 33 100 100

Italia

Sanofi S.p.A.

Tel: +39 059 349 811

Suomi/Finland

Sanofi Oy

Puh/Tel: +358 (0) 201 200 300

Κύπρος

sanofi-aventis Cyprus Ltd.

Τηλ: +357 22 871600

Sverige

Sanofi AB

Tel: +46 (0)8 634 50 00

Latvija

sanofi-aventis Latvia SIA

Tel: +371 67 33 24 51

United Kingdom

Sanofi

Tel: +44 (0) 845 372 7101

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

Gjöf hleðsluskammts Cablivi í bláæð sem gefinn er í upphafi meðferðar á að vera í höndum

heilbrigðisstarfsmanns. Undirbúningur Cablivi skammts til inndælingar í bláæð á að fara fram á sama

hátt og fyrir inndælingu undir húð (sjá notkunarleiðbeiningar,skref 1 til 9 í kafla 3).

Hægt er að gefa Cablivi í bláæð með því að tengja sprautuna við hefðbundið Luer tengi á æðaslöngum

eða með viðeigandi nál. Slönguna er hægt að skola með 0,9% natríumklóríði.