Buscopan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Buscopan Húðuð tafla 10 mg
 • Skammtar:
 • 10 mg
 • Lyfjaform:
 • Húðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Buscopan Húðuð tafla 10 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 11102244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Buscopan 10 mg húðaðar töflur

hýósínbútýlbrómíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Buscopan og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Buscopan

Hvernig nota á Buscopan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Buscopan

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Buscopan og við hverju það er notað

Buscopan hefur vöðvaslakandi áhrif í maga og þörmum.

Buscopan er notað til að lina kviðverki og óþægindi í tengslum við krampa í meltingarvegi.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

2.

Áður en byrjað er að nota Buscopan

Ekki má nota Buscopan

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6)

ef þú ert með garnaflækju

ef þú ert með svokallaðan „risaristil“ (megacolon) ásamt mikilli hægðatregðu

ef þú ert með sjaldgæfa tegund vöðvalömunar (vöðvaslensfár (myastenia gravis))

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig skaltu ráðfæra þig við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú

tekur Buscopan.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en þú notar Buscopan ef eitthvað af eftirtöldu á við um þig:

ef þú ert með ómeðhöndlaða gláku eða gláka er þekkt í fjölskyldunni

ef þú finnur fyrir verkjum í augum/sjóntruflunum skaltu strax hafa samband við lækninn

ef þú ert með mikla hægðatregðu

ef þú ert með þvagtregðu

ef þú ert með hjartasjúkdóm

Notkun annarra lyfja samhliða Buscopan

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Hafðu samráð við lækninn áður en þú tekur Buscopan því breyta gæti þurft skömmtum ef þú notar

einnig:

lyf gegn ógleði (t.d. metóklópramíð)

astmalyf

lyf til að örva hjartað

lyf til að draga úr hríðum

lyf við ofnæmi (andhistamín)

lyf við þunglyndi (þríhringlaga þunglyndislyf)

lyf við hjartsláttartruflunum (kínidín, disopýramíd)

lyf við Parkinsonsveiki (Amantadín)

lyf við langvinnri lungnateppu (tiótrópíum, ipratrópíum).

Notkun Buscopan með mat eða drykk

Þú mátt taka Buscopan með mat og drykk.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Notaðu Buscopan eingöngu í samráði við lækninn.

Brjóstagjöf

Notaðu Buscopan eingöngu í samráði við lækninn.

Akstur og notkun véla

Buscopan hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Buscopan innihaldur sykur

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Buscopan

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Leita skal tafarlaust til læknis ef slæmir, óútskýranlegir magaverkir eru viðvarandi eða versna eða

koma fram ásamt einkennum eins og hita, ógleði, uppköstum, breytingum á þarmahreyfingum,

eymslum í kvið, blóðþrýstingslækkun, yfirliði eða blóði í hægðum.

Ráðlagður skammtur

fyrir fullorðna er:

1-2 töflur 3-5 sinnum á dag.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar geta meðal annars verið þvagtregða, munnþurrkur, hraður hjartsláttur,

hægðatregða eða tímabundnar sjóntruflanir.

Ef gleymist að taka Buscopan

Ef gleymist að taka lyfið á að taka það strax og munað er eftir því. Sé næstum kominn tími á næsta

skammt skaltu sleppa gleymda skammtinum. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem

gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir sem bregðast þarf strax við eru merktar með

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fram hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Hraður púls/hjartsláttur getur orðið alvarlegt. Verði hjartsláttur mjög hraður og óreglulegur,

finnir þú fyrir lasleika eða líði yfir þig skaltu leita til læknis eða á bráðamóttöku. Hringdu

jafnvel í 112.

Skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan mínúta eða klukkustunda), vegna

ofnæmis (bráðaofnæmisviðbrögð eða lost). Getur verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Andnauð/öndunarörðugleikar. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn.

Þar að auki: Húðviðbrögð, munnþurrkur sem getur aukið hættu á tannskemmdum, breytt svitamyndun.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fram hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Erfiðleikar við þvaglát, jafnvel þvagtregða. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband

við lækninn.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Buscopan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Buscopan inniheldur

Virka innihaldsefnið er hýósínbútýlbrómíð.

Önnur innihaldsefni eru kalsíumhýdrógenfosfat vatnsfrítt, maíssterkja, uppleysanleg sterkja,

kísilkvoða, vínsýra, sterínsýra, póvídón, sykur, talkúm, akasíagúmmí, títantvíoxíð (E171),

makrógól 6000, karnábavax og hvítt bívax.

Lýsing á útliti Buscopan og pakkningastærðir

Útlit:

Buscopan töflur eru litlar, kringlóttar og hvítar.

Pakkningastærðir:

Buscopan fæst í pakkningum með 20 eða 100 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

sanofi-aventis Norge AS

Pósthólf 133,

1325 Lysaker

Noregur

Framleiðandi

Delfarm Reims

51100 Reims, Frakkland

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018.