Bricanyl Turbuhaler

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Bricanyl Turbuhaler Innöndunarduft 0,25 mg/úðaskammt
 • Skammtar:
 • 0,25 mg/úðaskammt
 • Lyfjaform:
 • Innöndunarduft
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Bricanyl Turbuhaler Innöndunarduft 0,25 mg/úðaskammt
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f40f2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Bricanyl Turbuhaler 0,25 mg/skammt og 0,5 mg/skammt innöndunarduft

Terbútalínsúlfat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Bricanyl Turbuhaler og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Bricanyl Turbuhaler

Hvernig nota á Bricanyl Turbuhaler

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Bricanyl Turbuhaler

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Bricanyl Turbuhaler og við hverju það er notað

Bricanyl Turbuhaler er innöndunartæki með dufti sem inniheldur virka efnið terbútalín.

Bricanyl Turbuhaler inniheldur berkjuvíkkandi efni sem slakar á vöðvum öndunarvegarins og vinnur

þannig gegn skyndilegri þrengingu berkjanna af völdum astmans. Þetta auðveldar leið loftsins um

öndunarveginn og auðveldara verður að draga andann. Við innöndun í gegnum Turbuhaler

innöndunartækið berst lyfið niður í lungun. Verkun Bricanyl Turbuhaler hefst innan fárra mínútna og

varir í allt að 6 klst.

Nota skal Bricanyl Turbuhaler til meðferðar við astmaköstum og öðrum öndunarerfiðleikum. Aðeins

skal nota Bricanyl Turbuhaler þegar þörf er á í tengslum við astmaköst. Ekki skal nota Bricanyl

Turbuhaler til viðhaldsmeðferðar nema öndunarerfiðleikar séu alvarlegir. Bricanyl Turbuhaler skal

ekki nota eitt og sér til reglulegrar meðferðar á astma eða öðrum öndunarerfiðleikum. Ef þú notar

Bricanyl Turbuhaler á hverjum degi verður læknirinn einnig að ávísa öðru lyfi sem hjálpar til við að

draga úr bólgu og þrota í lungum.

Bricanyl Turbuhaler

0,25 mg/skammt inniheldur 120 skammta (sjá merkimiða). Einn skammtur

(ein innöndun) inniheldur 0,25 mg af terbútalínsúlfati.

Bricanyl Turbuhaler

0,5 mg/skammt inniheldur 120 skammta (sjá merkimiða). Einn skammtur

(ein innöndun) inniheldur 0,5 mg af terbútalínsúlfati.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Bricanyl Turbuhaler

Ekki má nota Bricanyl Turbuhaler:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir terbútalíni.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Bricanyl Turbuhaler er notað ef:

þú hefur fengið óvenjuleg viðbrögð við notkun Bricanyl Turbuhaler (terbútalíns), eða annarra

lyfja

þú ert með aðra sjúkdóma, sérstaklega ef þú ert með eða hefur verið með hjartasjúkdóm,

óreglulegan hjartslátt, verk í hjarta (hjartaöng), sykursýki eða skjaldkirtilstruflanir. Þú skalt ætíð

upplýsa lækninn um

öll

lyf sem þú notar, einnig þau sem keypt eru án lyfseðils. Sjá einnig

kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða Bricanyl Turbuhaler“. Í sumum tilfellum þarf að nota

Bricanyl Turbuhaler með varúð.

Ef þú notar annað astmalyf (af flokki nýrnahettubarkarhormóna) skaltu halda áfram að taka það meðan

þú notar Bricanyl Turbuhaler jafnvel þó að einkennin minnki. Hafðu samband við lækninn ef

einkennin eru viðvarandi.

Notkun annarra lyfja samhliða Bricanyl Turbuhaler

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta gildir einnig um lyf sem fengin eru án lyfseðils, lyf keypt erlendis, náttúrulyf,

vítamín og steinefni í stórum skömmtum, og fæðubótarefni.

Forðast skal notkun ákveðinna svæfingarlyfja meðan á notkun Bricanyl Turbuhaler stendur, vegna þess

að samhliðanotkun getur haft áhrif á hjartslátt. Láttu svæfingarlækninn vita ef þú notar Bricanyl

Turbuhaler.

Svokallaðir beta-blokkar (lyf við of háum blóðþrýstingi, hjartasjúkdómum og í nokkrum gerðum

augndropa) geta dregið úr eða komið í veg fyrir verkun Bricanyl Turbuhaler ef þeir eru notaðir

samtímis. Einnig getur jafnvægi salta í blóði raskast (lítið kalíum) ef Bricanyl Turbuhaler er notað

ásamt sumum öðrum tegundum lyfja (s.s. xantinafleiðum, sterum, digoxini og þvagræsilyfjum).

Venjulega hefur þetta engin áhrif, en í nokkrum tilvikum gæti þetta haft áhrif á hjartsláttinn.

Aðgættu, að þetta gæti einnig átt við um lyf sem þú hefur notað fyrir einhverju síðan.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en þú notar Bricanyl Turbuhaler.

Meðganga:

Þú mátt nota Bricanyl Turbuhaler, en ráðfærðu þig fyrst við lækninn. Bricanyl Turbuhaler

getur hindrað fæðingarhríðir.

Brjóstagjöf:

Þú mátt nota Bricanyl Turbuhaler, en ráðfærðu þig fyrst við lækninn. Terbútalín skilst út í

brjóstamjólk.

Notkun í keppnisíþróttum

Ef þú stundar keppnisíþróttir skaltu tilkynna lækni mótsins, að þú notir Bricanyl Turbuhaler áður en

keppni hefst.

Akstur og notkun véla

Bricanyl Turbuhaler hefur hvorki áhrif á hæfni til aksturs né notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Bricanyl Turbuhaler inniheldur laktósa

Bricanyl Turbuhaler inniheldur laktósa, sem er ein gerð sykurs. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið

staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað. Magn laktósa í lyfinu veldur venjulega

ekki vandamálum hjá einstaklingum með laktósaóþol.

Laktósinn gæti innihaldið lítið magn af mjólkurpróteinleifum. Þetta litla magn gæti valdið

ofnæmisviðbrögðum hjá sjúklingum með ofnæmi fyrir mjólkurpróteinum.

3.

Hvernig nota á Bricanyl Turbuhaler

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækni eða lyfjafræðingi.

Þú átt aðeins að nota Bricanyl Turbuhaler þegar þú færð astmakast, en ekki sem viðhaldsmeðferð.

Í upphafi meðferðar gætu börn þurft aðstoð fullorðinna við notkun Bricanyl Turbuhaler.

Skammtar eru einstaklingsbundnir.

Skammtar Bricanyl Turbuhaler 0,5 mg/skammt innöndunardufts:

Fullorðnir og börn 12 ára og eldri:

1 innöndun (samsvarar 0,5 mg) eftir þörfum. Ef þörf krefur má nota allt að 3 skammta (1,5 mg). Ekki

má nota fleiri en 12 skammta (6 mg) á sólarhring.

Skammtar Bricanyl Turbuhaler 0,25 mg/skammt innöndunardufts:

Börn á aldrinum 3-11 ára:

1-2 innandanir (samsvarar 0,25-0,50 mg) eftir þörfum. Ef þörf krefur má nota allt að 4 skammta

(1 mg). Ekki má nota fleiri en 16 skammta (4 mg) á sólarhring.

Fylgið ávallt fyrirmælum læknisins. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lækninum eða lyfjafræðingi. Hvorki skal breyta skömmtum né hætta meðferðinni nema að höfðu

samráði við lækni.

Geymdu innöndunartækið á öruggum stað, því þegar þú ert að nota innöndunartækið getur þurrt duft

safnast saman inni í munnstykkinu. Þurra duftið getur losnað ef þú missir innöndunartækið eða það

dettur, til dæmis á gólfið.

Við hverja innöndun mun eitthvað af lyfinu hugsanlega festast í munnholi eða hálsi. Til að lágmarka

hættu á aukaverkunum er þér ráðlagt að skola munninn með vatni eftir að hafa notað Bricanyl

Turbuhaler sé þess kostur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Notaðu einungis þann fjölda skammta (innandana) sem læknirinn hefur ráðlagt. Ef notaðir eru fleiri

skammtar getur það valdið aukaverkunum. Einkenni ofskömmtunar eru: Höfuðverkur, ógleði, ótti,

skjálfti, vöðvakrampar, þungur hjartsláttur, hraður eða óreglulegur hjartsláttur og hugsanlega

blóðþrýstingsfall (yfirlið).

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið, skal hafa

sambandi við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Bricanyl Turbuhaler

Bricanyl Turbuhaler á að nota eftir þörfum en ekki sem samfellda meðferð.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir, sem koma fram, eru venjulega vægar og hverfa af sjálfu sér þegar meðferð hefur staðið í

1-2 vikur.

Alvarlegar aukaverkanir

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Öndunarerfiðleikar/astmalík köst. Hafðu samstundis samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu

e.t.v. í 112.

Aukaverkanir sem eru ekki alvarlegar

Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sem nota lyfið

Höfuðverkur, skjálfti.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sem nota lyfið

Slappleiki og minnkaður vöðvakraftur vegna of lágs kalíums í blóði. Of lágt kalíum í blóði getur mjög

sjaldan orðið alvarlegt og valdið lömun og hjartsláttartruflunum (hætta á hjartastoppi). Ræddu við

lækninn. Hraður hjartsláttur; getur orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn eða bráðamóttöku ef

hjartsláttur verður mjög hraður og óreglulegur, þú finnur fyrir slappleika eða þig svimar. Hringdu e.t.v.

í 112. Langvarandi vöðvakrampar. Hjartsláttarónot.

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt:

Svefn- og hegðunartruflanir eins og geðshræring, óróleiki og eirðarleysi.

Óreglulegur hjartsláttur vegna aukaslaga; getur verið eða orðið alvarlegt. Ræddu við lækninn. Ógleði,

húðútbrot, ofsakláði.

Þó það sé ekki vitað nákvæmlega hversu oft þetta gerist, geta sumir fundið stundum fyrir brjóstverk

(vegna hjartasjúkdóma, svo sem hjartaangar). Láttu lækninn vita ef þú finnur fyrir þessum einkennum

meðan á meðferð með Bricanyl Turbuhaler stendur, en ekki hætta að nota lyfið fyrr en þú hefur ráðfært

þig við lækninn.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Bricanyl Turbuhaler

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við stofuhita.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetninguna sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið Bricanyl Turbuhaler á þurrum stað og með hlífðarhettuna þétt skrúfaða á.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Bricanyl Turbuhaler inniheldur:

Einn skammtur (innöndun) inniheldur:

Virka innihaldsefnið er terbútalín sem terbútalínsúlfat 0,25 mg eða 0,5 mg.

Hjálparefnið laktósa.

Lýsing á útliti Bricanyl Turbuhaler og pakkningastærðir

Hvítt duft í innöndunartæki úr plasti.

0,25 mg/skammt: Hvert innöndunartæki inniheldur 120 skammta. Hver pakkning inniheldur

1 innöndunartæki (1x120 skammta).

0,5 mg/skammt: Hvert innöndunartæki inniheldur 120 skammta. Hver pakkning inniheldur 1 eða

2 innöndunartæki (1x120 skammta eða 2x120 skammta).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

AstraZeneca A/S, Arne Jacobsens Allé 13,

2300 København S, Danmörk.

Framleiðandi

AstraZeneca AB, Södertälje, Svíþjóð

eða

AstraZeneca, Dunkerque, Frakkland.

Umboð

Vistor hf., sími: 535 7000.

Leiðbeiningar

Nýtt Bricanyl Turbuhaler innöndunartæki undirbúið

Áður en þú notar

nýtt

Bricanyl Turbuhahler innöndunartæki

í fyrsta sinn

, verður að undirbúa það fyrir

notkun samkvæmt eftirfarandi:

Skrúfaðu hlífðarhettuna af. Þú gætir heyrt hringlandi hljóð.

Haltu Bricanyl Turbuhaler innöndunartækinu uppréttu þannig að bláa botnstykkið vísi niður.

Snúðu bláa botnstykkinu í aðra áttina eins langt og hægt er. Snúðu botnstykkinu svo í hina áttina

eins langt og hægt er (ekki skiptir máli í hvora áttina er fyrst snúið).

Þú ættir að heyra smell.

Gerðu þetta aftur, þ.e. snúðu bláa botnstykkinu í báðar áttir.

Bricanyl Turbuhaler innöndunartækið er nú tilbúið til notkunar.

Notkun innöndunartækis:

Fylgdu leiðbeiningunum að neðan í hvert sinn sem þú notar innöndunartækið.

Skrúfaðu hlífðarhettuna af. Þú gætir heyrt hringlandi hljóð.

Haltu Turbuhaler uppréttu

þannig að bláa botnstykkið vísi niður.

Haltu ekki um munnstykkið á meðan þú hleður Turbuhaler. Til að hlaða Turbuhaler skaltu snúa

bláa botnstykkinu eins langt og það kemst í aðra áttina. Því næst skal snúa því eins langt og það

kemst í hina áttina (ekki skiptir máli í hvora áttina er snúið fyrst). Þú ættir að heyra smell.

Turbuhaler er nú hlaðið og tilbúið til notkunar. Eingöngu skal hlaða Turbuhaler þegar þú þarft að

nota það.

Haltu Turbuhaler frá munninum. Andaðu rólega frá þér (eins mikiðog þægilegt er). Ekki anda frá

þér í gegnum Turbuhaler.

Settu munnstykkið gætilega á milli tannanna. Umlyktu það með vörunum. Andaðu eins djúpt og

kröftuglega að þér og hægt er. Hvorki má tyggja né bíta í munnstykkið.

Fjarlægðu Turbuhaler frá munninum. Andaðu síðan hægt frá þér. Magn lyfsins sem andað er að

sér er mjög lítið. Því er mögulegt að þú finnir ekkert bragð af því eftir innöndunina. Ef þú fylgdir

leiðbeiningunum getur þú verið viss um að þú hafir andað að þér skammtinum og að lyfið hafi

komist niður í lungun.

Ef þú notar fleiri en einn skammt skaltu endurtaka skref 2 til 6.

Skrúfaðu hlífðarhettuna vel á eftir hverja notkun.

Skolaðu munninn vel með vatni eftir hverja notkun ef mögulegt er, til að fjarlægja lyf sem

hugsanlega er eftir í munninum.

Eins og á við um öll innöndunartæki, skulu umönnunaraðilar ganga úr skugga um að börn sem fá

ávísað Bricanyl Turbuhaler noti rétta innöndunartækni, sem lýst er hér að framan.

Ekki reyna að taka munnstykkið af þar sem það er fast á Turbuhaler og má ekki taka það af. Hægt er

að hringsnúa munnstykkinu en ekki snúa því að óþörfu. Ekki nota Turbuhaler ef það hefur skemmst

eða munnstykkið losnað af því.

Hreinsun Turbuhaler

Þurrkaðu munnstykkið að utanverðu með þurrum klút einu sinni í viku. Notaðu hvorki vatn né aðra

vökva.

Hvenær taka á nýtt Turbuhaler í notkun

Skammtamælirinn sýnir hversu margir skammtar eru eftir í Turbuhaler, og byrjar í 120 þegar tækið er

fullt.

Skammtamælirinn er með merki á 10 skammta fresti. Því sýnir hann ekki alla skammta. Í fyrsta

skiptið sem þú sérð rautt merki við brún glugga skammtamælisins eru um 20 skammtar eftir.

Bakgrunnur skammtamælisins er rauður fyrir síðustu 10 skammtana. Þegar „0“ á rauða

bakgrunninum er komið í miðju gluggans þarftu að taka nýtt Turbuhaler í notkun.

ATH:

Þótt Turbuhaler innöndunartækið sé orðið tómt verður samt hægt að snúa botnstykkinu og

smellurinn mun heyrast.

Hljóðið sem heyrist, þegar Turbuhaler er hrist, kemur ekki frá lyfinu heldur frá þurrkefninu.

Hljóðið segir því ekkert til um það hversu mikið af lyfinu er eftir í Turbuhaler.

Ef þú hleður Bricanyl Turbuhaler oftar en einu sinni vegna mistaka áður en skammtur er

notaður, muntu samt sem áður einungis fá einn skammt. Skammtamælirinn telur þó alla

skammta sem hafa verið hlaðnir.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2017.