Bricanyl

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Bricanyl Stungulyf, lausn 0,5 mg/ml
 • Skammtar:
 • 0,5 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Bricanyl Stungulyf, lausn 0,5 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f10f2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Bricanyl 0,5 mg/ml stungulyf, lausn

terbutalinsúlfat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Bricanyl og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Bricanyl

Hvernig nota á Bricanyl

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Bricanyl

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Bricanyl og við hverju það er notað

Bricanyl stungulyf, lausn inniheldur virka efnið terbutalinsúlfat. Terbutalinsúlfat er berkjuvíkkandi

efni sem slakar á vöðvum öndunarvegarins og vinnur þannig gegn þrengingu berkjanna sem kemur

fram við astmakast. Þetta auðveldar leið loftsins um öndunarveginn svo léttara verður að draga

andann.

Nota skal Bricanyl stungulyf, lausn við bráðum, alvarlegum astmaköstum og alvarlegri andnauð

2.

Áður en byrjað er að nota Bricanyl

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Bricanyl:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir terbutalinsúlfati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6)

ef það á að koma í veg fyrir fyrirburafæðingu og þú ert með blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta eða

áhættuþætti fyrir því

ef þú ert með sýkingu í legi, alvarlegan yfirvofandi fæðingarkrampa eða ert í áhættu á að legið

verði fjarlægt

Varnaðarorð og varúðarreglur

Hafði samband við lækninn eða hjúkrunarfræðing áður en þú færð Bricanyl ef

þú ert með hröð efnaskipti

þú ert með hjartasjúkdóm og brjóstverki eða önnur einkenni um versnandi hjartasjúkdóm meðan

á meðferð stendur

þú ert með sykursýki, vegna þess að Bricanyl getur hækkað blóðsykur

þú ert með alvarlegan astma, sem getur líkt og Bricanyl lækkað kalíum í blóði

þú færð meðferð með digoxíni

þú ert þunguð og stutt er í fæðingu, vegna þess að Bricanyl getur hamið samdrætti

Notkun annarra lyfja samhliða Bricanyl

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Lyf sem blokka beta-viðtaka, þ.m.t augndropar, geta að hluta eða fullu hindrað verkun lyfsins.

Meðferð með beta-2-örvum eins og Bricanyl getur valdið lækkun kalíums í blóði (blóðkalíumlækkun),

sem getur valdið slappleika og minnkuðum krafti í vöðvum. Þetta getur aukist við samhliðameðferð

ákveðinna lyfja eins og xantínafleiðum, sterum og þvagræsilyfjum.

Mjólkursýrublóðsýring, þar sem blóðið verður of súrt vegna mikillar mjólkursýru í líkamanum, getur

komið fram ef þú notar háa skammta af stuttverkandi beta-örvum, t.d. Bricanyl gefið í bláæð eða með

innöndun.

Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Bricanyl má nota á meðgöngu en gæta skal varúðar á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Þessi tegund lyfs

getur hindrað fæðingarhríðir.

Brjóstagjöf

Terbutalin skilst út í bróstamjólk en ekki er búist við áhrifum á börn sem eru á brjósti v ið notkun

ráðlagðra skammta af Bricanyl. Þó er ekki hægt að útiloka að brjóstmylkingur verði pirraður og fái

hraðan hjartslátt (hraðtakt).

Akstur og notkun véla

Bricanyl hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Bricanyl

Bricanyl er gefið af lækni eða hjúkrunarfræðingi með inndælingu undir húð eða í bláæð. Læknirinn

mun ákveða hvaða skammt þarf.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu samband við lækninn eða hjúkrunarfræðing ef þú heldur að þú hafir fengið of mikið af

Bricanyl. Einkenni ofskömmtunar geta verið höfuðverkur, kvíði, skjálfti, ógleði, langvarandi

sinadráttur, hraður og óreglulegur hjartsláttur, auka hjartslag, blóðþrýstingslækkun.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Bricanyl

Talaðu við lækninn eða hjúkrunarfræðing ef þú heldur að skammtur hafi gleymst. Ekki á að tvöfalda

skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Bricanyl

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum):

höfuðverkur

skjálfti

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 notendum):

slappleiki og minnkaður vöðvakraftur vegna of lágs kalíums í blóði (blóðkalíumlækkun). Of

lágt kalíum í blóði getur örsjaldan orðið alvarlegt og valdið lömun og hjartsláttartruflunum

(hætta á hjartastoppi). Ræddu við lækninn.

hraður hjartsláttur (hraðtaktur). Getur orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn eða

bráðamóttöku ef hjartsláttur verður mjög hraður eða óreglulegur, þú finnur fyrir slappleika eða

þig svimar. Hringdu hugsanlega í 112.

hjartsláttarónot

langvarandi vöðvakrampar

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 notendum):

vandamál tengd mjólkursýrujafnvægi (mjólkursýrublóðsýring); einkenni: kviðverkir, uppköst,

vöðvaverkir og almennur slappleiki

svefn- og hegðunartruflanir svo sem óróleiki, ofvirkni og eirðarleysi

hraður og mjög óreglulegur hjartslátttur t.d. auka hartaslag

stífnun slagæða hjartans eða hjartaáfall

ógleði

ofsakláði og exem

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Bricanyl

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið í ytri umbúðum.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Bricanyl inniheldur

Virka innihaldsefnið er terbutalinsúlfat

Önnur innihaldsefni (hjálparefni) eru vatn fyrir stungulyf, natríumklóríð, saltsýra (til að stilla

sýrustig).

Lýsing á útliti Bricanyl og pakkningastærðir

Bricanyl er í glerlykjum 10 x 1 ml

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

AstraZeneca A/S

Arne Jacobsens Allé 13

2300 Kaupmannahöfn S

Danmörku

Framleiðandi

Cenexi

94120 Fontenay sous Bois

Frakklandi

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2016.

<------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------>

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

Bricanyl stungulyf, lausn á að gefa undir eftirliti læknis og ætti ekki að blanda saman við alkalískar

lausnir (pH> 7,0).

Bricanyl stungulyf, lausn á að gefa í bláæð eða undir húð.

Sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Bricanyl stungulyf, lausn fyrir ítarlegri upplýsingar.