Betahistin ratiopharm

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Betahistin ratiopharm Tafla 16 mg
 • Skammtar:
 • 16 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Betahistin ratiopharm Tafla 16 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 40761d74-d5a5-e211-8f64-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Betahistin ratiopharm 8 mg töflur

Betahistin ratiopharm 16 mg töflur

Betahistin tvíhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Betahistin ratiopharm og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Betahistin ratiopharm

Hvernig nota á Betahistin ratiopharm

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Betahistin ratiopharm

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Betahistin ratiopharm og við hverju það er notað

Betahistin er lyf sem notað er við einkennum völundarsvima (Meniere´s heilkenni), svo sem svima,

eyrnasuði, heyrnartapi og ógleði.

2.

Áður en byrjað er að nota Betahistin ratiopharm

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Betahistin ratiopharm

ef þú ert með ofnæmi fyrir betahistini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með krómfíklaæxli, mjög sjaldgæft æxli í nýrnahettu.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Betahistin ratiopharm er notað.

ef þú ert með eða hefur haft magasár.

ef þú ert með astma.

ef þú ert með ofsakláða, húðútbrot eða nefrennsli af völdum ofnæmis, þar sem þessi einkenni

geta versnað.

ef þú ert með lágan blóðþrýsting.

Læknir skal hafa eftirlit með þessum hópi sjúklinga á meðan á meðferð stendur.

Börn og unglingar

Meðferð með Betahistin ratiopharm er ekki ráðlögð hjá sjúklingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils, og jurtalyf.

Sérstaklega skal láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú ert að nota eftirfarandi lyf:

antihistamín (notuð við ofnæmi (svo sem ofnæmiskvef) eða ferðaveiki), þar sem það getur

(fræðilega séð) minnkað áhrif Betahistin ratiopharm. Betahistin ratiopharm getur einnig

minnkað áhrif andhistamína.

Monoamínoxidasa hemlar (MAO, notaðir til að meðhöndla þunglyndi eða Parkinsonssjúkdóm)

þar sem þeir geta aukið útsetningu fyrir Betahistin ratiopharm.

Notkun Betahistin ratiopharm með mat eða drykk

Betahistin ratiopharm má taka með eða án matar. Hins vegar getur lyfið valdið vægum

meltingarvandamálum (sjá kafla 4). Þessi áhrif má hugsanlega minnka með því að taka Betahistin

ratiopharm með mat.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Það er ekki vitað hvort Betahistin ratiopharm hefur áhrif á fóstur. Hættið notkun Betahistin ratiopharm

og hafið samband við lækni ef þú verður þunguð eða grunur um þungun vaknar á meðan lyfið er

notað.

Ekki skal nota Betahistin ratiopharm á meðgöngu, nema læknirinn telji það nauðsynlegt.

Ekki er vitað hvort Betahistin ratiopharm berst út í brjóstamjólk. Ekki skal hafa barn á brjósti meðan

Betahistin ratiopharm er notað nema með samþykki frá lækninum.

Akstur og notkun véla

Ekki er líklegt að Betahistin ratiopharm hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar tækja eða véla.

Betahistin getur valdið svefnhöfga. Ef þú finnur fyrir þessari aukaverkun verður þú að forðast verkefni

sem krefjast einbeitingar, svo sem akstur bifreiðar og notkun véla. Ef þú ert ekki viss um hvort

betahistin hefur neikvæð áhrif á hæfni þína til aksturs skalt þú ræða við lækninn.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Betahistin ratiopharm inniheldur mjólkursykur (laktósa)

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

3.

Hvernig nota á Betahistin ratiopharm

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið leitaðu þá

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur upphafsskammtur er ein til tvær 8 mg töflur eða hálf til ein 16 mg tafla þrisvar á dag.

Viðhaldsskammtur er yfirleitt á bilinu 24-48 mg á dag.

Nokkrar vikur geta liðið þar til bati kemur fram.

Hvernig taka á Betahistin ratiopharm

Best er að taka töflurnar með mat. Betahistin ratiopharm má taka með eða án matar. Hins vegar getur

lyfið valdið vægum meltingarvandamálum (sjá kafla 4). Þessi áhrif má hugsanlega minnka með því að

taka Betahistin ratiopharm með mat.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar betahistins eru ógleði, uppköst, meltingarvandamál, samhæfingarvandamál og

- við stærri skammta - flog.

Ef gleymist að taka Betahistin ratiopharm

Bíddu þar til þú átt að taka næsta skammt. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem

gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Betahistin ratiopharm

Ekki hætta að nota Betahistin ratiopharm án þess að ræða fyrst við lækninn, jafnvel þó þér líði betur.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir (Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 einstaklingum):

ógleði

meltingartruflanir (einkenni frá maga)

höfuðverkur.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi)

væg meltingarvandamál, svo sem ógleði, magaverkur, þaninn kviður og og uppþemba kviður.

Yfirleitt er hægt að minnka óþægindi frá maga með því að taka lyfið með mat eða með því að

minnka skammt lyfsins.

húðútbrot með bjúg/bólgu í vef húðbeðs (ofsabjúgur), bráðaofnæmi, útbrot og kláði

tímabundin syfja.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V*. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Betahistin ratiopharm

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkingar og aðrar upplýsingar

Betahistin ratiopharm inniheldur

Virka innihaldsefnið er betahistintvíhýdróklóríð.

8 mg:

Hver tafla inniheldur 8 mg af betahistintvíhýdróklóríði.

16 mg:

Hver tafla inniheldur 16 mg af betahistintvíhýdróklóríði.

Önnur innihaldsefni eru póvídón, örkristallaður sellulósi, laktósaeinhýdrat, vatnsfrí kísilkvoða,

krospóvídón og sterínsýra.

Lýsing á útliti Betahistin ratiopharm og pakkningastærðir

Betahistin ratiopharm 8 mg:

kringlótt, hvít tafla með merkingunni „B8“ á annarri hliðinni.

Pakkningastærðir: 50, 100 og 120 töflur í þynnupakkningum.

Betahistin ratiopharm 16 mg:

kringlótt, hvít tafla með merkingunni „B16“ á annarri hliðinni og

deiliskoru á hinni hliðinni. Töflunni má skipta í jafna helminga.

Pakkningastærðir: 20, 42, 50, 60, 84 og 100 töflur í þynnupakkningum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

ratiopharm Oy

Espo

Finnland

Farmleiðandi

Merckle GmBH

Blaubeuren

Þýskaland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.