Betadine

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Betadine Húðvökvi 100 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 100 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Húðvökvi
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Betadine Húðvökvi 100 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 810f2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Betadine 100 mg/ml húðvökvi (áburður til penslunar)

povidone-joð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Notið lyfið alltaf eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknir eða lyfjafræðingur hefur mælt

fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Betadine og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Betadine

Hvernig nota á Betadine

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Betadine

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Betadine og við hverju það er notað

Betadine er áburður til penslunar sem inniheldur virka efnið povidone-joð sem er mjög virkt

örverudrepandi efni. Það verkar gegn sýkingum af völdum baktería, gersveppa, sveppa og veira.

Betadine er sýkladrepandi lyf og er notað til meðferðar og fyrirbyggjandi gegn sýkingum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Betadine

Ekki má nota Betadine

ef um er að ræða ofnæmi fyrir povidone-joði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6)

ef þú ert með ofvirkan skjaldkirtil

ef þú ert með aðra bráða skjaldkirtilssjúkdóma

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Betadine er notað.

ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi og lyfið er notað reglulega á rofna húð

ef þú ert með skjaldkirtilsstækkun, skjaldkirtilshnúta eða aðra skjaldkirtilssjúkdóma

fyrir eða eftir sindurritun (scintigraphy) með geislavirku joði eða meðferð með geislavirku joði

við krabbameini í skjaldkirtli

hjá nýburum og litlum ungabörnum þar sem þau eru í aukinni hættu á að fá skjaldvakaeitrun

ef þú færð meðferð með litíum

lausnin er mjög eldfim

Betadine er eingöngu til staðbundinnar notkunar.

Stöðva skal meðferð ef vart verður við staðbundnum óþægindum eða ofnæmisviðbrögð.

Notkun annarra lyfja samhliða Betadine

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Notkun povidone-joðlyfs samhliða próteinum og öðrum ómettuðum lífrænum efnasamböndum (t.d.

greftri, blóði og fitu) getur leitt til þess að verkun minnkar.

Samhliða notkun sárameðferðarlyfja sem innihalda ensímþætti veldur því að það dregur úr áhrifum

beggja efna. Efni sem innihalda kvikasilfur, silfur, vetnisperoxíð og taurolidín geta milliverkað við

povidone-joð og á ekki að nota þau samhliða.

Povidone-joðlyf geta valdið tímabundnum, dökkum blettum á meðferðarsvæðum þegar þau eru notuð

samhliða eða rétt á eftir sótthreinsilyfjum með oktenidíni á sömu eða aðliggjandi stöðum.

Vegna oxunaráhrifa povidone-joðlausnarinnar geta ýmis greiningarlyf sýnt falskar jákvæðar

rannsóknarniðurstöður (t.d. próf með toluidíni eða gúmmí guajaki til ákvörðunar á blóðrauða eða

glúkósa í hægðum eða þvagi).

Frásog joðs frá povidone-joði getur haft áhrif á próf á starfsemi skjaldkirtils.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki skal nota povidone-joðlausn á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur nema brýna nauðsyn

beri til og halda á notkun í algjöru lágmarki. Þar sem joð kemst yfir fylgju og getur borist í

brjóstamjólk og vegna aukins næmis fósturs og nýbura fyrir joði á ekki að nota stóra skammta af

povidone-joði á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur. Nauðsynlegt getur verið að fylgjast með

starfsemi skjaldkirtils hjá barninu. Forðast á að ungabarnið taki lyfið inn.

Akstur og notkun véla

Engin þekkt áhrif á aksturshæfni eru af lyfinu.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Betadine

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

Berið áburðinn óþynntan á sýkt svæði og látið þorna. Notið tvisvar á dag og hyljið með umbúðum ef

þörf er á. Hreinsi burstann vel eftir notkun.

Notkun handa börnum

Ekki er mælt með reglulegri notkun povidone-joðs hjá nýburum og litlum ungabörnum.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Bráð eituráhrif povidone-joðs lýsa sér sem óþægindi frá meltingarvegi, þvagleysi, lungnabjúg ásamt

efnaskiptafrávikum.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) hafa örsjaldan komið fyrir. Láttu lækninn vita tafarlaust ef

vart verður við skyndileg hvæsandi öndunarhljóð, öndunarerfiðleika, þrota í augnlokum, andliti eða

vörum, útbrot eða kláða, einkum ef það er um allan líkamann.

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum)

Ofnæmi

Húðkvillar svo sem kláði, útbrot, roði eða þroti í húð (snertihúðbólga)

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum)

Ofvirkur skjaldkirtill sem getur valdið aukinni matarlyst, þyngdaraukningu eða svitamyndun

(einkum hjá sjúklingum með sögu um skjaldkirtilskvilla og langvarandi notkun)

Ofsabjúgur

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Vanvirkur skjaldkirtill sem getur valdið þreytu og þyngdaraukningu (einkum eftir langvarandi

eða mikla notkun)

Röskun á jafnvægi blóðsalta, of súrt blóð, óeðlileg osmólþéttni blóðs og bráð nýrnabilun

(einkum við mikla upptöku lyfsins, t.d. við meðferð brunasára)

Húðkvillar svo sem mikil hreistrun eða flögnun húðar og húðþurrkur eða hitabruni (vegna

alkahólinnihalds lyfsins)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Betadine

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Betadine inniheldur

Virka innihaldsefnið er povidone-joð.

Önnur innihaldsefni eru: Glýseról, nónoxýnól 9, tvínatríumfosfat (vatnsfrítt), sítrónsýra

(einvatnað), natríum hýdroxíð, etanól og hreinsað vatn

Lýsing á útliti Betadine og pakkningastærðir

Rauðbrún tær lausn.

Pakkningastærð:

Glerglas með pensli, inniheldur 8 ml af lyfinu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Mundipharma A/S

Frydenlundsvej 30

DK-2950 Vedbæk

Framleiðandi

Mundipharma Pharmaceuticals Ltd

13 Othello Street

Dhali Industrial Zone

2540-Nicosia

Kýpur

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Icepharma hf

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Sími 540 8000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2017.