Baytril vet.

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Baytril vet. Mixtúra, lausn 25 mg/ml
 • Skammtar:
 • 25 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Mixtúra, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Baytril vet. Mixtúra, lausn 25 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 490f2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL:

Baytril vet. 25 mg/ml, mixtúra lausn handa kálfum

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi

Bayer Animal Health GmbH

D-51368 Leverkusen, Þýskaland.

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH

Projensdorfer Str. 324

D-24106 Kiel, Þýskaland.

Fulltrúi markaðsleyfishafa á Íslandi:

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

IS-110 Reykjavík

Sími: +354 540 8000

2.

HEITI DÝRALYFS

Baytril vet. 25 mg/ml, mixtúra lausn handa kálfum

Enrofloxacin

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Virkt efni: Enrofloxacin 25 mg/ml

Hjálparefni: Kalíumhýdroxíð, bensýlalkóhól, metýlhýdroxýprópýlcellulósi og hreinsað vatn.

4.

ÁBENDING(AR)

Sýkingar af völdum baktería sem eru næmar fyrir enrofloxacini

5.

FRÁBENDINGAR

Ekki má nota lyfið handa mjólkandi kúm, né handa alifuglum í varpi. Ekki má nota lyfið handa

hestum.

6.

AUKAVERKANIR

Engar

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

Dýraeigendur geta einnig tilkynnt aukaverkanir sjálfir. Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar

(sjá „Aukaverkanir“) www.lyfjastofnun.is.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

- Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð)

- Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)

- Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)

- Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð)

- Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t.

einstök tilvik)

7.

DÝRATEGUND(IR)

Handa kálfum

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Verið getur að dýralæknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en

tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum dýralæknis og leiðbeiningum á

merkimiða frá lyfjabúð.

Ráðlagður skammtur:

Mixtúra, lausn 25 mg/ml:

Kálfar: 2,5-5 mg/kg eða 1-2 ml/10 kg líkamsþyngdar daglega í 3-10 daga.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Blanda skal mixtúruna í mjólk eða fóður eða gefa beint upp í kjaft dýrsins.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Sláturafurðir: 10 sólarhringar.

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Ekki ætti að nota lyfið handa dýrum með skerta nýrnastarsemi.

Ekki ætti að nota lyfið handa hundum með flogaveiki.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi.

Leitið ráða hjá dýralækni eða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota.

Markmiðið er að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Í ágúst 2017.