Bambec

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Bambec Tafla 10 mg
 • Skammtar:
 • 10 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Bambec Tafla 10 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 380f2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Bambec 10 mg töflur

bambúterólhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota og á ekki að gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Bambec og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Bambec

Hvernig nota á Bambec

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Bambec

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Bambec og við hverju það er notað

Bambec er berkjuvíkkandi lyf, sem slakar á vöðvum í öndunarvegi og vinnur á móti þrengslum í

berkjum af völdum astma. Loftið berst auðveldar um öndunarveginn og auðveldara er að draga

andann. Einn skammtur af Bambec varir í um það bil einn sólarhring.

Bambec er notað sem reglubundin meðferð til að koma í veg fyrir öndunarerfiðleika. Ekki á að nota

Bambec sem eina lyfið við astma eða öðrum öndunarfærasjúkdómum. Ef þú notar Bambec á hverjum

degi á læknirinn einnig að ávísa öðru lyfi, eins og t.d. barksterum til innöndunar, sem draga úr þrota og

bólgu í lungum, eða leukotrien-viðtakablokkum þegar ekki næst nægileg stjórn á astmaeinkennum

með barksterum til innöndunar. Bambec hefur ekki áhrif á astmakast sem þegar er byrjað.

2.

Áður en byrjað er að nota Bambec

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Bambec:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir bambúterólhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir lyfinu terbútalíni.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en þú byrjar að nota Bambec ef þú ert með hjarta- og æðasjúkdóm, of

háan blóðþrýsting eða hraðan, óreglulegan púls, brjóstverki (hjartaöng) og ef þú tekur digoxín eða

svipuð hjartalyf.

Ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm, hröð efnaskipti eða vöðvaslensfár (sjúkdómur sem einkennist

af óeðlilegu máttleysi í vöðvum). Ræddu við lækninn.

Ef þú ert með alvarlegan lifrarsjúkdóm máttu ekki nota Bambec. Ræddu við lækninn.

Ef þú ert með alvarlegan astma er hætta á að kalíum í blóði verði of lágt, sérstaklega ef þú tekur einnig

vatnslosandi lyf, nýrnahettuhormón, astmalyf með theofyllíni eða svipuð lyf.

Fylgst verður oftar með blóðsykri í upphafi meðferðar með Bambec ef þú ert með sykursýki þar sem

Bambec getur hækkað blóðsykur (blóðsykurshækkun).

Ræddu við lækninn áður en þú notar lyfið ef þú ert með þrönghornsgláku.

Hafið samband við lækninn ef sá skammtur af Bambec sem venjulega er notaður verkar ekki lengur

eins vel og áður og þú finnur fyrir fleiri einkennum astma, t.d. hósta og mæði, eða ef þú þarft að nota

meira bráðalyf við astma

.

Notkun annarra lyfja samhliða Bambec

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Þetta gildir einnig um lyf sem keypt eru án lyfseðils, náttúrulyf og vítamín og steinefni í stórum

skömmtum.

Nota má Bambec samhliða öðrum lyfjum en ræddu við lækninn áður en meðferð hefst ef þú notar lyf

við:

Hækkuðum blóðþrýstingi eða hjartabilun (ákveðnir beta-blokkar, ræddu við lækninn).

Hjartsláttartruflunum (digitalis eða digoxín)

Gláku (sumir augndropar, ræddu við lækninn).

Lyf sem auka hjartsláttartíðni eða ef þú færð nýrnahettuhormón, vatnslosandi lyf eða önnur lyf

við astma.

Lyf sem eru vöðvaslakandi (súxametón).

Önnur lyf við astma (ipratrópíum).

Bambec getur valdið breytingum á saltajafnvægi í blóði (lítið magn kalíums) þegar það er notað

samhliða ákveðnum lyfjum. Yfirleitt hefur þetta enga þýðingu, en í einstaka tilfellum getur þetta haft

áhrif á hjartsláttartíðni.

Ef þú átt að fara í aðgerð, láttu lækninn vita að þú takir Bambec.

Notkun Bambec með mat eða drykk

Taka má Bambec með eða án fæðu.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað.

Notkun Bambec er ekki ráðlögð á meðgöngu, leitið þó ráða hjá lækninum. Nota skal Bambec með

varúð seint á meðgöngu þar sem það verkar vöðvaslakandi á legið. Bambec getur dregið úr samdrætti

legs í fæðingu.

Leitið ráða hjá lækni hvort þú getir haft barn á brjósti meðan á meðferð með Bambec stendur.

Hugsanlega getur Bambec valdið aukaverkunum eins og skapstyggð hjá barninu.

Akstur og notkun véla

Bambec hefur hvorki áhrif á hæfni til aksturs né notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Bambec inniheldur mjólkursykur

Bambec inniheldur mjólkursykur (laktósaeinhýdrat). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal

hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Bambec

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Einn skammtur af Bambec verkar í um það bil einn sólarhring.

Bambec verkar ekki á astmakast sem þegar er byrjað.

Ráðlagður skammtur fyrir 10 mg töflur er:

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:

10-20 mg (1-2 töflur) einu sinni á dag fyrir svefn.

Börn 2–5 ára:

10 mg (1 tafla) einu sinni á dag fyrir svefn.

Börn 6-12 ára:

Ráðlagður upphafsskammtur er 10 mg (1 tafla) einu sinni á dag fyrir svefn. Skammtinn má auka í

20 mg (2 töflur) á dag fyrir svefn eftir 1-2 vikur, allt eftir því hversu mikil verkunin er.

Venjulegur skammtur fyrir börn af austur-asísku bergi brotin ætti ekki að vera stærri en 10 mg (1 tafla)

einu sinni á dag, þar sem þau bregðast öðruvísi við lyfinu.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi:

Nauðsynlegt getur verið að taka minni skammt. Fylgdu leiðbeiningum læknisins.

Fylgdu ávallt leiðbeiningum læknisins. Misjafnt er hversu stóran skammt hver og einn þarf.

Ekki má breyta eða stöðva meðferð án samráðs við lækninn.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar eru höfuðverkur, kvíði, skjálfti, ógleði, krampar, hjartsláttarónot, hraður eða

óreglulegur púls, hjartsláttartruflanir og blóðþrýstingsfall.

Ef gleymist að taka Bambec

Ef skammtur gleymist skal taka næsta skammt eins og venjulega. Ekki má taka tvöfaldan skammt til

að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir geta komið fram hjá rétt undir helmingi sjúklinga, en hverfa venjulega af sjálfu sér

innan 1–2 vikna.

Alvarlegar aukaverkanir

Tíðni ekki þekkt:

Hækkaður blóðsykur (blóðsykurshækkun), minnkað kalíum í blóði

(blóðkalíumlækkun). Brjóstverkir sem leiða ef til vill út í handlegg eða upp í háls og andnauð vegna

lélegs blóðflæðis til hjarta. Láttu lækninn vita ef þú finnur fyrir þessum einkennum meðan á meðferð

með Bambec stendur, en ekki hætta að nota lyfið nema samkvæmt fyrirmælum læknisins.

Sjaldgæfar (koma fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 1.000 notendum):

Hraður og mjög óreglulegur

púls. Getur orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn eða bráðamóttöku ef púls verður mjög hraður

og óreglulegur eða þú finnur fyrir vanlíðan eða þig svimar. Hringdu jafnvel í 112.

Ekki alvarlegar aukaverkanir

Mjög algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum):

Hegðunartruflanir eins og

eirðarleysi, skjálfti, höfuðverkur.

Algengar (koma fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 100 notendum):

Svefntruflanir, hjartsláttarónot,

vöðvakrampar.

Sjaldgæfar (koma fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 1.000 notendum):

Hegðunartruflanir eins og

æsingur.

Tíðni ekki þekkt:

Ofsakláði, útbrot, sundl, ofvirkni, ógleði.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Bambec

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Bambec inniheldur

Virka innihaldsefnið er bambúterólhýdróklóríð.

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat (mjólkursykur), maíssterkja, póvídón, örkristallaður sellulósi

og magnesíumsterat.

Lýsing á útliti Bambec og pakkningastærðir

Bambec 10 mg töflur, eru aflangar, hvítar til ljósgular og merktar með „A/BM“ á annarri hliðinni.

Pakkningastærð: Töfluílát með 100 stk.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

AstraZeneca AS, Arne Jacobsens Allé 13, 2300 København S, Danmörk.

Framleiðandi

AstraZeneca AB, Södertjälje, Svíþjóð.

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535 7000.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2016.