Azarga

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Azarga
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Azarga
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Ophthalmologicals,
 • Lækningarsvæði:
 • Gláku, Opna-Horn, Í Augu Háþrýstingur
 • Ábendingar:
 • Minnkuð augnþrýstingur (IOP) hjá fullorðnum sjúklingum með gláku í augnlokum eða augnháþrýstingi, sem einlyfjameðferð veldur ófullnægjandi blóðsykursfalli.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 12

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000960
 • Leyfisdagur:
 • 25-11-2008
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000960
 • Síðasta uppfærsla:
 • 07-01-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Azarga 10 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, dreifa

brínzólamíð/tímólól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Azarga og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Azarga

Hvernig nota á Azarga

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Azarga

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Azarga og við hverju það er notað

Azarga inniheldur tvö virk efni, brínzólamíð og tímólól, sem vinna saman að því að lækka þrýsting í

auganu.

Azarga er notað til meðferðar á háum þrýstingi innan í augunum, sem einnig kallast gláka eða

hækkaður augnþrýstingur, hjá fullorðnum sjúklingum sem eru eldri en 18 ára, þegar ekki er hægt að ná

fullnægjandi stjórn á háþrýstingnum með einu lyfi.

2.

Áður en byrjað er að nota Azarga

Ekki má nota Azarga

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir brínzólamíði, lyfjum sem kallast súlfónamíð (þar með talið lyf

sem notuð eru til meðhöndlunar á sykursýki og sýkingum og einnig þvagræsilyf (bjúgtöflur)),

tímólóli, beta-blokkum (lyf sem notuð eru til að lækka blóðþrýsting og meðhöndla

hjartasjúkdóma) eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ef þú ert með eða hefur verið með öndunarfærasjúkdóm svo sem astma, alvarlega, langvarandi

og teppandi berkjubólgu (verulegt lungnavandamál sem getur valdið hvæsandi öndun,

öndunarerfiðleikum og/eða langvinnum hósta) eða önnur einkenni frá öndunarfærum.

Ef þú ert með alvarlegt frjónæmi.

Ef þú ert með hægan hjartslátt, hjartabilun eða hjartsláttartruflanir (óreglulegan hjartslátt).

Ef þú ert með of mikla sýringu í blóðinu (ástand sem nefndist klóríðblóðsýring).

Ef þú ert með verulegan nýrnasjúkdóm.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Azarga má eingöngu nota til þess að dreypa í auga/augu.

Ef upp koma merki um alvarlegar aukaverkanir eða ofnæmi skal hætta notkun lyfsins og hafa samband

við lækni.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Azarga er notað ef þú ert með eða hefur verið með:

kransæðasjúkdóm (einkennin geta meðal annars verið þyngsli eða verkur fyrir brjósti, andnauð

eða köfnunartilfinning), hjartabilun, lágþrýsting, hjartsláttartruflanir eins og t.d. hægan hjartslátt

öndunarerfiðleika, astma eða langvinnan lungnateppusjúkdóm

sjúkdóm sem veldur lélegu blóðflæði (eins og t.d. Raynauds sjúkdóm eða Raynauds heilkenni)

sykursýki, þar sem tímólól getur dulið einkenni um lágan blóðsykur

ofvirkan skjaldkirtil, þar sem tímólól getur dulið einkenni skjaldkirtilssjúkdóms

þróttleysi í vöðvum (vöðvaslensfár)

láttu lækninn vita að þú sért að nota Azarga áður en þú þarft að fara í aðgerð þar sem tímólól

getur breytt áhrifum ýmissa lyfja sem notuð eru við svæfingu

ef þú ert með sögu um atópískt ofnæmi (tilhneiging til þess að fá ofnæmisviðbrögð) og alvarleg

ofnæmisviðbrögð, getur verið að þú sért líklegri til þess að fá ofnæmisviðbrögð meðan þú notar

Azarga og vera má að meðferð með adrenalíni verði ekki eins virk og hún væri annars til

meðhöndlunar á ofnæmisviðbrögðum. Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita að þú notar

Azarga áður en þú færð önnur lyf

ef þú ert með lifrarsjúkdóm.

ef þú ert með augnþurrk eða sjúkdóm í glæru.

ef þú ert með nýrnasjúkdóm.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Azarga handa börnum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Azarga

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Azarga getur haft áhrif á önnur lyf sem þú notar eða önnur lyf geta haft áhrif á Azarga, þar á meðal

aðrir augndropar til meðferðar á gláku. Segðu lækninum frá því ef þú notar eða ætlar að nota lyf til að

lækka blóðþrýsting eins og t.d. kólínvirk lyf eða guanetidín eða önnur hjartalyf þar með talið quinidín

(notað við hjartasjúkdómum og nokkrum tegundum malaríu), amiodaron eða önnur lyf sem notuð eru

við hjartsláttartruflunum og glýkósíða sem notaðir eru til að meðhöndla hjartabilun. Segðu lækninum

einnig frá því er þú notar eða ætlar að nota lyf til meðferðar á sykursýki eða magasári, sveppa-, veiru-

eða sýklalyf eða þunglyndislyf eins og t.d. flúoxetín og paroxetín.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú notar aðra karbóanhýdrasahemla (acetozolamíð eða dorzolamíð).

Af og til hefur verið greint frá stækkun sjáaldurs þegar Azarga er tekið samhliða adrenalíni.

Meðganga og brjóstagjöf

Þú átt ekki að nota Azarga ef þú ert barnshafandi eða gætir orðið barnshafandi nema læknirinn telji

það nauðsynlegt. Leitaðu ráða hjá lækninum áður en þú notar Azarga.

Ekki nota Azarga ef þú ert með barn á brjósti, tímólól getur skilist út í mjólkina. Leitaðu ráða hjá

lækni áður en lyf eru notuð meðan þú ert með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Hvorki skal aka bíl né nota vélar fyrr en sjónin er aftur orðin skýr. Verið getur að þér finnist sjónin

vera þokukennd um tíma rétt eftir að Azarga hefur verið notað.

Annað virku efnanna getur dregið úr hæfni aldraðra sjúklinga til verka sem krefjast árvekni og/eða

líkamlegrar samhæfingar. Farðu varlega við akstur og notkun véla ef þú finnur fyrir þessum áhrifum.

Azarga inniheldur benzalkónklóríð

Lyfið inniheldur 3,34 µg af benzalkónklóríði í hverjum dropa (= 1 skammtur) sem jafngildir 0,01%

eða 0,1 mg/ml.

Azarga inniheldur rotvarnarefni (benzalkónklóríð) sem getur sogast inn í mjúkar augnlinsur og breytt

lit þeirra. Fjarlægja skal augnlinsurnar fyrir notkun lyfsins og setja þær aftur í 15 mínútum eftir

lyfjagjöf. Benzalkónklóríð getur einnig valdið ertingu í auga, sérstaklega hjá þeim sem eru með

augnþurrk eða sjúkdóm í hornhimnunni (í glæra laginu yst á auganu). Þeir sem finna fyrir óeðlilegri

tilfinningu í auga, stingjum eða verk í auga eftir notkun lyfsins skulu ræða við lækninn.

3.

Hvernig nota á Azarga

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ef verið er að skipta úr öðrum augndropum sem notaðir eru til að meðhöndla gláku yfir í Azarga, skal

hætta að nota hitt lyfið og byrja að nota Azarga daginn eftir. Ef ekki er ljóst hvernig á að nota lyfið

skal leita upplýsinga hjá lækni eða lyfjafræðingi.

Til að koma í veg fyrir að augndroparnir og stúturinn á glasinu mengist skal varast alla snertingu við

stútinn, þar með talið skal gæta þess að stúturinn komist ekki í snertingu við augnlokin, svæðið

umhverfis þau eða annað yfirborð. Hafið glasið vandlega lokað þegar það er ekki í notkun.

Eftirfarandi aðferð er gagnleg til þess að takmarka það magn lyfs sem berst út í blóðrásina eftir notkun

dropanna:

Haldið augnlokinu lokuðu og á sama tíma skal þrýsta létt á horn augans við nefið í að minnsta

kosti 2 mínútur.

Ráðlagður skammtur er

Einn dropi í auga eða augu tvisvar sinnum á sólarhring.

Aðeins skal nota Azarga í bæði augun ef læknirinn hefur mælt fyrir um það. Nota á lyfið eins lengi og

læknirinn hefur sagt fyrir um.

Notkunarleiðbeiningar

Taktu til Azarga augndropaglasið og spegil.

Þvoðu þér um hendurnar.

Hristu glasið vel fyrir notkun. Skrúfaðu tappann af glasinu. Fjarlægið kragann fyrir notkun, ef

hann er laus eftir að lokið hefur verið fjarlægt.

Hvolfdu glasinu og haltu á því á milli þumalfingurs og hinna fingranna.

Hallaðu höfðinu aftur. Dragðu augnlokið niður með hreinum fingri þar til „vasi“ myndast á milli

augnloksins og augans. Dropanum á að dreypa í „vasann“ (mynd 1).

Færðu dropasprotann á glasinu að auganu. Notaðu spegil ef þér finnst það betra.

Snertu hvorki augað, augnlokið, svæðið í kringum augað né annað yfirborð með dropa-

sprotanum. Það gæti mengað dropana.

Þrýstu varlega á botninn á glasinu til að losa einn dropa af Azarga í einu.

Ekki á að kreista glasið. Það er hannað þannig að það eina sem þarf að gera er að þrýsta varlega

á botn þess (mynd 2).

Eftir notkun Azarga skaltu þrýsta með fingri á augnkrókinn við nefið í 2 mínútur (mynd 3).

Þetta varnar því að Azarga berist út í líkamann.

Ef þú átt að nota dropana í bæði augun endurtekurðu þetta fyrir hitt augað.

Skrúfaðu lokið þétt á glasið strax eftir notkun.

Ljúktu við hvert glas áður en þú opnar það næsta.

Ef dropinn lendir ekki í auganu, skaltu reyna aftur.

Ef notaðir eru aðrir augndropar eða augnsmyrsl skal láta líða að minnsta kosti 5 mínútur á milli þess

sem hvert lyf er notað. Augnsmyrsl skal nota síðust.

Ef notaður er stærri skammtur af Azarga en mælt er fyrir um skal skola þá alveg úr með volgu

vatni. Ekki skal setja meira af dropunum í augun fyrr en kominn er tími fyrir næsta venjulega skammt.

Þú gætir fundið fyrir hægari hjartslætti, blóðþrýstingslækkun, öndunarerfiðleikum og áhrifum frá

taugakerfi.

Ef gleymist að nota Azarga skal halda áfram þegar kemur að næsta skammti, eins og venjulega. Ekki

skal nota tvöfaldan skammt til að bæta upp þann skammt sem gleymdist. Ekki skal nota meira en einn

dropa í sjúkt auga (augu) tvisvar á sólarhring.

Ef hætt er að nota Azarga án þess að tala við lækninn næst ekki stjórn á augnþrýstingnum, en það

getur leitt til blindu.

Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hætta skal notkun lyfsins og hafa tafarlaust samband við lækninn ef fram koma húðútbrot,

alvarleg viðbrögð í húð eða verulegur roði eða kláði í auga. Þetta geta verið einkenni

ofnæmisviðbragðs (tíðni ekki þekkt).

Þú getur oftast haldið áfram að nota dropana, nema aukaverkanirnar séu alvarlegar. Ef þú hefur

áhyggjur skaltu tala við lækni eða lyfjafræðing. Ekki hætta að nota Azarga án þess að tala við lækninn

fyrst.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Augu: Bólga á yfirborði augans, þokusýn, einkenni augnertingar (t.d. sviði, stingur, kláði,

táramyndun, roði), augnverkur.

Almennar aukaverkanir: Hægari hjartsláttur, bragðtruflanir.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Augu: Fleiður á glæru (skemmd á fremsta lagi augnknattarins), bólga á yfirborði augans sem

veldur skemmdum á yfirborðinu, bólga innan í auga, litabreyting á glæru, óeðlileg tilfinning í

augum, útferð úr auga, augnþurrkur, augnþreyta, kláði í auga, roði í auga, roði á augnloki.

Almennar aukaverkanir: Fækkun hvítra blóðkorna, lækkaður blóðþrýstingur, hósti, blóð í

þvagi, kraftleysi.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Augu: Sjúkdómar í glæru, ljósnæmi, aukin táramyndun, hrúður á augnloki

Almennar aukaverkanir: Erfiðleikar við svefn (svefnleysi), verkur í hálsi, nefrennsli

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Augu: Ofnæmi í augum, sjóntruflanir, skemmdir á sjóntaug, hækkaður augnþrýstingur,

útfellingar á yfirborði augans, minnkuð tilfinning í auga, bólga eða sýking í táru (augnhvítu),

óeðlileg sjón, tvísýni eða sjónskerðing, aukin litun í auga, vöxtur á yfirborði augans, þroti í

auga, ljósnæmi, skertur vöxtur eða fækkun augnhára, sigin efri augnlok (veldur því að augað

helst hálflokað), bólga í augnlokum og kirtlum í augnlokum, bólga í glæru og los á æðalaginu

undir sjónhimnunni eftir síuaðgerð sem getur valdið sjóntruflunum, minnkað glærunæmi.

Hjarta og blóðrás: Breytingar á takti og tíðni hjartsláttar, hægsláttur, hjartsláttarónot, tegund

hjartsláttaróreglu, óeðlileg hröðun hjartsláttar, brjóstverkur, minnkuð hjartastarfsemi, hjartaáfall,

háþrýstingur, minnkað blóðflæði til heila, heilaslag, bjúgur (vökvasöfnun), hjartabilun

(hjartasjúkdómur sem leiðir til andnauðar og þrota í fótum og fótleggjum vegna vökvasöfnunar),

þroti í útlimum, lágþrýstingur, mislitun á fingrum, tám og stundum á öðrum svæðum líkamans

(Raynauds einkenni), handa- og fótakuldi.

Öndunarfæri: Samdráttur í öndunarvegi (sérstaklega hjá sjúklingum sem eru með

lungnasjúkdóm), mæði eða öndunarerfiðleikar, kvefseinkenni, andþyngsli, sýking í ennis-og

kinnholum, hnerri, stíflað nef, nefþurrkur, blóðnasir, astmi, erting í hálsi.

Taugakerfi og almennar aukaverkanir: Þunglyndi, martraðir, minnisskerðing, höfuðverkur,

taugaveiklun, skapstyggð, þreyta, skjálfti, óvenjuleg líðan, yfirlið, sundl, syfja, almennt eða

verulegt þróttleysi, óeðlileg skynjun eins og náladofi.

Meltingarfæri: Ógleði, uppköst, niðurgangur, uppþemba eða óþægindi í kvið, bólga í koki,

munnþurrkur eða óvenjuleg tilfinning í munni, meltingartregða, magaverkir.

Blóð: Óeðlilegar niðurstöður lifrarprófa, aukning klóríðs í blóði eða fækkun rauðra blóðkorna

koma fram í blóðsýnum.

Ofnæmi: Aukin ofnæmiseinkenni, útbreidd ofnæmisviðbrögð þar með talið þroti undir húð sem

getur komið fram á svæðum eins og í andliti og útlimum og getur teppt öndunarveginn sem

veldur kyngingar- eða öndunarerfiðleikum, ofsakláði, staðbundin og útbreidd útbrot,

kláðatilfinning, veruleg og skyndileg lífshættuleg ofnæmisviðbrögð.

Eyru: Suð í eyrum, svimi (tilfinning um að allt snúist í hringi) eða sundl.

Húð: Útbrot, húðroði eða bólga, óvenjuleg eða minnkuð tilfinning í húð, hárlos, útbrot sem eru

hvít og silfruð (sóralík útbrot) eða versnun sóra.

Stoðkerfi og stoðvefur: Útbreiddir bak-, lið- eða vöðvaverkir sem ekki eru vegna æfinga,

vöðvakrampar, verkir í útlimum, vöðvamáttleysi, þreyta, aukin einkenni vöðvaslenfárs

(vöðvasjúkdómur).

Nýru: Verkir frá nýrum t.d. verkir í mjóhrygg, tíð þvaglát.

Æxlunarfæri: Kynlífsvandamál, minnkuð kynhvöt, getuleysi hjá karlmönnum.

Efnaskipti: Lág gildi blóðsykurs.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Azarga

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á glasinu og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Fleygja á glasinu 4 vikum eftir að það er fyrst opnað, til að koma í veg fyrir sýkingar, og taka skal nýtt

glas í notkun. Skráið dagsetninguna þegar glasið er opnað á auða svæðið á merkimiðanum á hvert glas

og öskju.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Azarga inniheldur

Virku innihaldsefnin eru brínzólamíð og tímólól. Hver ml af dreifu inniheldur 10 mg af

brínzólamíði og 5 mg af tímólóli (sem maleat).

Önnur innihaldsefni eru: Benzalkónklóríð (sjá kafla 2 „Azarga inniheldur benzalkónklóríð“),

karbópól 974P, tvínatríumedetat, mannitól (E421), hreinsað vatn, natríumklórið, týloxapól,

saltsýra og/eða natríumhýdroxíð.

Örlitlu magni af saltsýru og eða natríumhýdroxíði er bætt við til að halda sýrustigi (pH gildi).

Lýsing á útliti Azarga og pakkningastærðir

Azarga er vökvi (hvít eða beinhvít, einsleit dreifa) sem fæst í pakkningum sem innihalda eitt 5 ml

plastglas með skrúftappa og pakkningum sem innihalda þrjú 5 ml plastglös.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Novartis Europharm Limited

Vista Building

Elm Park, Merrion Road

Dublin 4

Írland

Framleiðandi

S.A. Alcon-Couvreur N.V

Rijksweg 14

2870 Puurs

Belgía

eða

Alcon Cusí S A

Camil Fabra 58

0820 El Masnou

Barcelona

Spánn

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Novartis Pharma N.V.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Lietuva

SIA „Novartis Baltics“ Lietuvos filialas

Tel: +370 5 269 16 50

България

Novartis Bulgaria EOOD

Тел.: +359 2 489 98 28

Luxembourg/Luxemburg

Novartis Pharma N.V.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Česká republika

Novartis s.r.o.

Tel: +420 225 775 111

Magyarország

Novartis Hungária Kft.

Tel.: +36 1 457 65 00

Danmark

Novartis Healthcare A/S

Tlf: +45 39 16 84 00

Malta

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +356 2122 2872

Deutschland

Novartis Pharma GmbH

Tel: +49 911 273 0

Nederland

Novartis Pharma B.V.

Tel: +31 26 37 82 111

Eesti

SIA Novartis Baltics Eesti filiaal

Tel: +372 66 30 810

Norge

Novartis Norge AS

Tlf: +47 23 05 20 00

Ελλάδα

Novartis (Hellas) A.E.B.E.

Τηλ: +30 210 281 17 12

Österreich

Novartis Pharma GmbH

Tel: +43 1 86 6570

España

Novartis Farmacéutica, S.A.

Tel: +34 93 306 42 00

Polska

Novartis Poland Sp. z o.o.

Tel.: +48 22 375 4888

France

Novartis Pharma S.A.S.

Tél: +33 1 55 47 66 00

Portugal

Novartis Farma - Produtos Farmacêuticos, S.A.

Tel: +351 21 000 8600

Hrvatska

Novartis Hrvatska d.o.o.

Tel. +385 1 6274 220

România

Novartis Pharma Services Romania SRL

Tel: +40 21 31299 01

Ireland

Novartis Ireland Limited

Tel: +353 1 260 12 55

Slovenija

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +386 1 300 75 50

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Novartis Slovakia s.r.o.

Tel: + 421 2 5542 5439

Italia

Novartis Farma S.p.A.

Tel: +39 02 96 54 1

Suomi/Finland

Novartis Finland Oy

Puh/Tel: +358 (0)10 6133 200

Κύπρος

Novartis Pharma Services Inc.

Τηλ: +357 22 690 690

Sverige

Novartis Sverige AB

Tel: +46 8 732 32 00

Latvija

SIA “Novartis Baltics”

Tel: +371 67 887 070

United Kingdom

Novartis Pharmaceuticals UK Ltd.

Tel: +44 1276 698370

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu