Atrovent

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Atrovent Nefúði, lausn 21 míkróg
 • Skammtar:
 • 21 míkróg
 • Lyfjaform:
 • Nefúði, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Atrovent Nefúði, lausn 21 míkróg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • e00e2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Atrovent nefúði, lausn

21 míkrógramm/skammt

ipratropiumbrómíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og lyfjafræðingur eða

læknirinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lyfjafræðing eða lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðili. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Atrovent og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Atrovent

Hvernig nota á Atrovent

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Atrovent

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Atrovent og við hverju það er notað

Atrovent nefúði er tær vökvi sem úðað er í nefið.

Atrovent nefúði inniheldur ipratropiumbrómíð sem hemur vatnskennda seytingu úr slímhimnum

nefsins t.d. vegna nefrennslis. Atrovent byrjar að verka innan 15 mínútna.

Atrovent nefúði er til notkunar hjá fullorðnum til að minnka magn vatnskenndrar seytingar frá

slímhimnum nefsins vegna ofnæmiskvefs (t.d. vegna frjókorna) eða vegna nefrennslis sem ekki er

vegna ofnæmis (sem getur orsakast t.d. af breytingum á hitastig eða staðbundins ertandi efnis í

umhverfinu).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Atrovent

Ekki má nota Atrovent

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ipratropiumbrómíði, atrópíni, atrópínlíkum efnum eða einhverju

öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lyfjafræðingi eða lækninum áður en Atrovent er notað ef þú hefur eða hefur haft

einhvern af eftirfarandi sjúkdómum eða ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig eða ef eitthvað af

eftirfarandi kemur fram við meðhöndlun:

Ofnæmisviðbrögð geta í mjög sjaldgæfum tilvikum komið fram skömmu eftir notkun Atrovent.

Einkenni um þetta eru ofsakláði, bólga í munni og hálsi, útbrot og andnauð. Hafið strax

samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið jafnvel í 112.

Bráð gláka (þrönghornsgláka) eða gláka er í fjölskyldunni (hækkaður augnþrýstingur).

Verkur í auga, óþægindi í auga, þokusýn eða sjóntruflanir eins og árur eða blettir ásamt rauðum

augum. Leitið tafarlaust til læknis þar sem þessi einkenni krefast sérstakrar meðhöndlunar.

Stækkaður blöðruhálskirtill.

Erfiðleikar við þvaglát, jafnvel þvagteppa.

Slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis) þar sem Atrovent getur valdið meltingartruflunum.

Forðist að lyfið berist í augun. Gerist það engu að síður á að skola augun strax með köldu kranavatni.

Notkun annarra lyfja samhliða Atrovent

Látið lyfjafræðing eða lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Nota má Atrovent samhliða öðrum lyfjum við heilsárs nefkvefi, t.d. andhistamínum eða barksterum til

staðbundinnar notkunar í nef, án þess að aukaverkanir komi oftar fram.

Verkun Atrovent nefúða eykst ef þú notar önnur lyfjaform á sama tíma og Atrovent. Þetta eru önnur

Atrovent lyf eða önnur lyf með líka verkun (andkólínvirk lyf). Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú notar

lyf við:

Ákveðnum sjúkdómum í meltingarfærum (lyf eins og Atropin, Buscopan, Duspatalin, Egazil,

Ercoril og Papaverin geta aukið aukaverkanir vegna Atrovent).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lyfjafræðingi eða lækninum áður en lyfið er notað.

Þungaðar konur og konur með barn á brjósti mega almennt ekki nota Atrovent. Leitaðu ráða hjá

lækninum.

Akstur og notkun véla

Atrovent hefur yfirleitt engin eða óveruleg áhrif á öryggi við vinnu eða hæfni til að gæta öryggis í

umferðinni. Ef þú finnur fyrir aukaverkunum eins og sundli, sjóntruflunum eða þokusýn ætti að

forðast að keyra bíl og nota vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Atrovent inniheldur benzalkonklóríð

Benzalkonklóríð er ertandi og getur valdið húðviðbrögðum.

3.

Hvernig nota á Atrovent

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og lyfjafræðingur eða

læknirinn hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lyfjafræðingi eða lækninum.

Ráðlagður skammtur er

Fullorðnir og unglingar eldri en 18 ára: 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring.

Ekki má nota meira en ráðlagðan skammt.

Notkun handa börnum og unglingum

Ekki er ráðlagt að nota Atrovent fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára nema í samráði við lækni.

Notkunarleiðbeiningar – sjá aftast í fylgiseðlinum.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Einkenni

ofskömmtunar geta verið munnþurrkur, sjóntruflanir (vandamál með sjónskerpu) eða hraður

hjartsláttur.

Ef gleymist að nota Atrovent

Ef þú hefur gleymt skammti skaltu nota hann um leið og þú manst eftir því. Ef komið er nálægt næsta

skammti skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt

sem gleymst hefur að nota.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir sem þú eða aðstandendur þínir eiga tafarlaust að bregðast við eru

merktar með

Algengar aukaverkanir

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Höfuðverkur, blóðnasir, þurrkur í nefi, erting í hálsi, erting í nefi.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Alvarleg ofnæmisviðbrögð. Þetta getur komið fram sem skyndileg útbrot, öndunarerfiðleikar og

yfirlið (innan mínútna eða klukkustunda) eða bjúgur í tungu, vörum og andliti. Getur verið

lífshættulegt. Hringið jafnvel í 112.

Bráð gláka (þrönghornsgláka). Einkenni eru höfuðverkur, ógleði, sjónskerðing og regnbogasjón

vegna aukins þrýstings í auga. Hafið tafarlaust samband við lækninn eða bráðamóttöku.

Hraður eða óreglulegur hjartsláttur. Getur orðið alvarlegt. Ef þú færð mjög hraðan og óreglulegan

hjartslátt eða líður illa eða líður yfir þig skaltu hafa samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið

jafnvel í 112.

Öndunarerfiðleikar eða krampar í hálsi með öndunarerfiðleikum. Hafið tafarlaust samband við

lækninn eða bráðamóttöku. Hringið jafnvel í 112.

Erfiðleikar við þvaglát jafnvel þvagteppa. Getur verið eða orðið alvarlegt. Ráðfærðu þig við

lækninn.

Auk þess: Ofnæmi, sundl, skert hæfni til að sjá skýrt, útvíkkuð ljósop augna, þurr háls, erting í hálsi,

munnþurrkur, ógleði, meltingartruflanir með niðurgangi eða hægðatregðu, munnbólga, útbrot.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Hjartsláttarónot, kláði, ofsakláði.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Atrovent

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Atrovent nefúði, lausn, 21 míkrógramm/skammt inniheldur:

Virkt innihaldsefni: Ipratropiumbrómíð.

Önnur innihaldsefni: Natríumklóríð, benzalkoniumklóríð, natríumedetat, saltsýra,

natríumhýdroxíð og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Atrovent og pakkningastærðir

Atrovent nefúði er tær vökvi í glerflösku með úðastút.

1 flaska með 180 skömmtum (15 ml) í öskju.

Markaðsleyfishafi

Boehringer Ingelheim International GmbH

D-55216 Ingelheim am Rhein

Þýskaland

Framleiðandi

Istituto De Angeli S.r.l.

Firenze,

Ítalía

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2017.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Notkunarleiðbeiningar fyrir Atrovent nefúða

Áður en nefúðinn er notaður í fyrsta skiptið þarf að gera

nefúðaflöskuna virka með því að úða (allt að 7 sinnum)

þar til einsleitt úðaský kemur úr flöskunni (sjá mynd 1).

Takið glæru hettuna af.

Haldið með vísifingri og löngutöng um hvíta kantinn á

flöskunni og með þumalfingri undir botninn. Þrýstið

snöggt og ákveðið með þumalfingrinum á botninn allt að

7 sinnum. Nefúðinn er nú tilbúinn til notkunar.

Varist að úðinn berist í augun (sjá síðar).

Ef nefúðinn er ekki notaður aftur innan 24 klst. þarf að

gera úðaflöskuna virka á ný með því að úða 1-2 sinnum.

(Mynd 1)

Áður en nefúðinn er notaður á að snýta sér.

Haldið fyrir aðra nösina með því að styðja einum fingri á

hlið nefsins, síðan á að halla höfðinu lítið eitt fram og

stinga stútnum inn í hina nösina þannig að stúturinn vísi

aftur og frá miðnesinu.

(Mynd 2)

Úðið 1 skammti upp í nösina með því að þrýsta snöggt og ákveðið á botninn með

þumalfingrinum. Eftir að úðað hefur verið einu sinni á að anda kröftuglega að sér og síðan

anda frá sér um munninn.

Takið stútinn út úr nösinni og hallið höfðinu örlítið aftur í nokkrar sekúndur til að lausnin geti

dreifst um nefholið.

Endurtakið skref 3-5 í sömu nösina í samræmi við ráðlagðan skammt.

Endurtakið skref 3-6 í hina nösina.

Setjið hlífðarhettuna á nefstútinn aftur eftir notkun.

Ef úðinn stíflast á að skola nefstútinn undir volgri vatnsbunu úr krananum í um 1 mínútu.

Þurrkið nefstútinn og virkið nefúðann aftur (mynd 1).