Atenolol Mylan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Atenolol Mylan Filmuhúðuð tafla 100 mg
 • Skammtar:
 • 100 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Atenolol Mylan Filmuhúðuð tafla 100 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • ad0e2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

1(6)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Atenolol Mylan 25 mg filmuhúðaðar töflur

Atenolol Mylan 50 mg filmuhúðaðar töflur

Atenolol Mylan 100 mg filmuhúðaðar töflur

Atenólól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Atenolol Mylan og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Atenolol Mylan

Hvernig nota á Atenolol Mylan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Atenolol Mylan

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Atenolol Mylan og við hverju það er notað

Atenolol Mylan inniheldur virka efnið atenólól. Það tilheyrir flokki lyfja sem nefnist beta-

blokkar. Lyfið verkar með því að hægja á hjartslætti og draga úr krafti hans.

Atenolol Mylan er notað:

- við háum blóðþrýstingi.

- við sumum gerðum af óreglulegum hjartslætti (hjartsláttartruflunum).

- til að koma í veg fyrir brjóstverk (hjartaöng).

- til að verja hjartað á fyrstu stigum meðferðar eftir hjartaáfall.

Atenólól, sem er virka efnið í Atenolol Mylan, gæti einnig verið samþykkt til meðferðar við

öðrum sjúkdómum sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Leitið til læknis, lyfjafræðings eða

annarra heilbrigðisstarfsmanna ef frekari spurningar vakna og fylgið ávallt leiðbeiningum þeirra.

2.

Áður en byrjað er að nota Atenolol Mylan

Ekki má nota Atenolol Mylan

ef um er að ræða ofnæmi fyrir atenólóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með eða hefur fengið einhvern eftirtalinna hjartakvilla:

hjartabilun sem ekki hefur náðst stjórn á (veldur oft mæði og þrota á ökklum).

II. eða III. stigs leiðslurof (kvilli sem hægt er að meðhöndla með gangráð).

2(6)

lost vegna alvarlegra hjartakvilla (hjartalost – þegar hjartað nær ekki að dæla nægilega

miklu blóði).

kvilla með óreglulegri hjartastarfsemi sem nefnist sjúkur sínushnútur (sick sinus

syndrome).

mjög hægan hjartslátt (færri en 45-50 slög á mínútu) eða mjög óreglulegan hjartslátt.

mjög lágan blóðþrýsting.

mjög lélega blóðrás í handleggjum og fótleggjum (sem getur leitt til náladofa, fölva eða

bláma á fingrum og tám).

ef þú ert með æxli sem nefnist krómfíklaæxli, sem ekki er veitt meðferð við. Það er yfirleitt

nálægt nýrum og getur valdið háum blóðþrýstingi.

ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért með of súrt blóð (efnaskiptablóðsýringu).

Þú mátt ekki taka Atenolol Mylan ef eitthvað af ofantöldu á við um þig. Ræddu við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú tekur Atenolol Mylan ef þú ert ekki viss.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Atenolol Mylan er notað

-

ef þú ert með astma, önghljóð eða svipaða öndunarerfiðleika. Ef þú hefur áður verið með

astma eða önghljóð skaltu ekki taka lyfið nema ráðfæra þig fyrst við lækni.

ef þú færð ofnæmisviðbrögð t.d. af skordýrabiti, fæðuefnum eða öðrum efnum.

Ofnæmisviðbrögð geta komið hraðar fram og orðið öflugri. Atenólól getur dregið úr

áhrifum adrenalíns (notað við alvarlegum ofnæmisviðbrögðum).

ef þú ert með tiltekna gerð af brjóstverk sem nefnist æðakrampaöng (Prinzmetals angina).

ef þú ert með lélega blóðrás í handleggjum og fótleggjum.

ef þú ert með vægar hjartsláttartruflanir (fyrsta stigs leiðslurof).

ef þú ert með sykursýki. Lyfið getur dulið einkenni lágs blóðsykurs, svo sem hraðan

hjartslátt og skjálfta.

ef þú ert með ofvirkan skjaldkirtil. Lyfið getur dulið einkenni ofvirks skjaldkirtils.

ef þú ert með nýrnakvilla. Þú gætir þurft að vera undir eftirliti meðan á meðferð stendur.

ef þú þarft að gangast undir svæfingu. Láttu svæfingalækninn vita að þú takir atenólól.

ef þú ert með hjartabilun.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofantöldu á við um þig skaltu ræða við lækni eða

lyfjafræðing áður en þú tekur Atenolol Mylan.

Notkun annarra lyfja samhliða Atenolol Mylan

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð.

Einkum er mikilvægt að láta lækninn vita ef þú tekur einhver eftirtalinna lyfja:

verapamíl eða diltíazem (notuð við hjartakvillum) (sjá kaflann „Ekki má nota Atenolol

Mylan“)

klónidín (við háum blóðþrýstingi eða mígreni). Ef klónidín og Atenolol Mylan eru tekin

samtímis skaltu ekki hætta að taka klónidín nema læknirinn leyfi það. Ef þú verður að

hætta að taka klónidín mun læknirinn veita þér nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þú átt

að gera það.

nifedipín (við háum blóðþrýstingi eða brjóstverk)

dísópýramíð (við óreglulegum hjartslætti)

digoxín (við hjartakvillum)

adrenalín (lyf sem örvar hjartað)

verkjalyf og bólgueyðandi lyf (t.d. íbúprófen, indómetasín, aspirín eða díklófenak)

3(6)

insúlín eða sykursýkilyf til inntöku

barbitúrat-lyf (við þunglyndi og svefnvandamálum)

ergotamín (við mígreni)

fenýlprópanólamín (lyf við þrota í nefslímhúð)

Skurðaðgerðir

Ef þú þarft að gangast undir svæfingu skaltu láta svæfingalækninn eða hjúkrunarfræðing vita að

þú takir Atenolol Mylan. Það er vegna þess að blóðþrýstingur þinn gæti fallið ef þú færð tiltekin

svæfingalyf samtímis Atenolol Mylan.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Lyfið hefur líklega ekki áhrif á hæfni þína til aksturs eða notkunar véla. Þó er best að bíða og sjá

hver áhrifin verða áður en þú aðhefst nokkuð slíkt.

Ef þú finnur fyrir sundli eða þreytu í tengslum við notkun lyfsins skaltu ekki aka eða stjórna

vélum eða tækjum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á

verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf

er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Atenolol Mylan

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig

nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn lætur þig vita hve margar töflur þú átt að taka á hverjum degi og hvenær þú átt að taka

þær.

Lestu merkimiðann á lyfjaöskjunni til að minna þig á leiðbeiningar læknisins.

Reyndu að taka töflurnar á sama tíma á hverjum degi.

Fullorðnir

Hár blóðþrýstingur

Venjulegur skammtur er 50 mg á dag.

Brjóstverkur (hjartaöng)

Venjulegur skammtur er 50 mg til 100 mg á dag.

Óreglulegur hjartsláttur (hjartsláttartruflanir)

Venjulegur skammtur er 50 mg til 100 mg á dag.

Fyrsta meðferð eftir hjartaáfall

Venjulegur skammtur er 50 mg til 100 mg á dag.

Sjúklingar með alvarlega nýrnakvilla

Ef þú ert með alvarlega nýrnakvilla gæti læknirinn ákveðið að þú takir minni skammta.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

4(6)

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) til að fá mat á hættu,

ásamt ráðgjöf. Hafið umbúðir lyfsins við höndina svo heilbrigðisstarfsmenn geti séð hvaða lyf var

tekið.

Einkenni ofskömmtunar Atenolol Mylan geta verið:

mjög hægur hjartsláttur, mjög lágur blóðþrýstingur og mæði.

Ef gleymist að taka Atenolol Mylan

Ef þú hefur gleymt að taka skammt, skalt þú taka hann um leið og þú manst eftir því. Ef komið er

að næsta skammti skalt þú sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að taka tvöfaldan skammt

til að bæta upp skammt sem gleymdist.

Ef hætt er að nota Atenolol Mylan

Ekki hætta að taka Atenolol Mylan nema ræða fyrst við lækninn. Í sumum tilvikum gætir þú þurft

að hætta töku lyfsins smám saman.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ofnæmisviðbrögð:

Ef þú færð ofnæmisviðbrögð áttu að leita til læknis tafarlaust. Einkenni geta verið útbrot á húð

eða þroti í andliti, á vörum, í munni, á tungu eða í koki.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir:

Algengar

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

Þreyta og vöðvaslappleiki sem geta gengið yfir eftir meðferð í nokkurn tíma.

Hand- og fótkuldi

Hægur hjartsláttur

Kvillar í meltingarvegi svo sem niðurgangur og ógleði

Sjaldgæfar

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

Svefntruflanir

Lifrarkvillar (koma fram sem hækkuð gildi transamínasa í blóðsýnum).

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

Aukin svitamyndun

Blóðflagnafæð sem getur komið fram sem smáblæðingar í húð og slímhúð

Versnun hjartastarfsemi

Versnun blóðrásar

Dofi eða krampi í fingrum og síðan hitatilfinning eða verkur

Sundl eða yfirlið vegna blóðþrýstingsfalls

Náladofi

Martraðir

5(6)

Höfuðverkur

Þunglyndi

Rugl

Ofskynjanir eða brenglað veruleikaskyn

Munnþurrkur (góð munnhirða er því mikilvæg)

Augnþurrkur, sjóntruflanir

Hárlos

Útbrot

Versnun psoriasis.

Krampi í loftvegum hjá astmasjúklingum

Ristruflanir.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna

aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Atenolol Mylan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni, glasinu eða

þynnupakkningunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur

fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Atenolol Mylan inniheldur

Virka innihaldsefnið er atenólól. Ein Atenolol Mylan 25 mg filmuhúðuð tafla inniheldur

25 mg af atenólóli. Ein Atenolol Mylan 50 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af

atenólóli. Ein Atenolol Mylan 100 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg af atenólóli.

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni:

Vatnsfrítt kalsíumhýdrógenfosfat, þungt

magnesíumhýdrógenkarbónat, natríumsterkjuglýkólat (tegund A), maíssterkja, vatnsfrí

kísilkvoða og magnesíumsterat

Filmuhúð:

Hýprómellósi, makrógól og títantvíoxíð (E171) .

Lýsing á útliti Atenolol Mylan og pakkningastærð

Atenolol Mylan 25 mg: hvít, filmuhúðuð tafla, 7 mm í þvermál, merkt „AT 25“ og „G“.

Atenolol Mylan 50 mg: hvít, filmuhúðuð tafla, 8 mm í þvermál, merkt „AT 50“ og „G“.

6(6)

Atenolol Mylan 100 mg: hvít, filmuhúðuð tafla, 10 mm í þvermál, merkt „AT 100“ og „G“.

Pakkningastærðir

25 mg: 98 stk og 250 stk.

50 mg: 98 stk og 250 stk.

100 mg: 98 stk og 250 stk.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Mylan AB

Box 23033

104 35 Stokkhólmur

Svíþjóð

Framleiðandi

McDermott Laboratories t/a Gerard Laboratories

35/36 Baldoyle Industrial Estate

Grange Road

Dublin 13

Írland

Umboðsaðili

Icepharma hf

Lyngháls 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2016.