Atenolol Actavis

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Atenolol Actavis Filmuhúðuð tafla 50 mg
 • Skammtar:
 • 50 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Atenolol Actavis Filmuhúðuð tafla 50 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a70e2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Atenolol Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur

Atenolol Actavis 50 mg filmuhúðaðar töflur

Atenolol Actavis 100 mg filmuhúðaðar töflur

Atenólól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Atenolol Actavis og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Atenolol Actavis

Hvernig nota á Atenolol Actavis

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Atenolol Actavis

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Atenolol Actavis og við hverju það er notað

Atenolol Actavis inniheldur lyfið atenólól. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast beta-blokkar.

Það virkar með því að láta hjartað slá hægar og af minni krafti.

Atenolol Actavis er notað til:

að meðhöndla háan blóðþrýsting (háþrýsting)

að meðhöndla ákveðnar tegundir óreglulegs hjartsláttar (hjartsláttartruflanir)

að fyrirbyggja brjóstverk (hjartaöng)

að vernda hjartað í meðferð stuttu eftir hjartaáfall (hjartadrep)

2.

Áður en byrjað er að nota Atenolol Actavis

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má taka Atenolol Actavis

ef um er að ræða ofnæmi fyrir atenólóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með eða hefur verið með einhver eftirtalinna hjartavandamála:

- hjartabilun sem ekki hefur náðst stjórn á (þetta veldur yfirleitt mæði og þrota á ökklum)

- annars eða þriðja stigs gáttasleglarof í hjarta (ástand sem getur verið meðhöndlað með

gangráði).

- lost af völdum alvarlegra hjartavandamála (ástand sem kallast hjartalost þegar hjartað getur

ekki dælt nægilega miklu blóði um líkamann).

- ákveðnar hjartsláttartruflanir, sem kallast starfstruflanir í sínushnút.

- mjög hægan hjartslátt (innan við 45-50 slög á mínútu) eða mjög óreglulegan hjartslátt

- mjög lágan blóðþrýsting.

- mjög lélega blóðrás í hand- og fótleggjum (sem getur valdið doða og fölva eða bláma í

fingrum og tám).

ef þú ert með krómfíklaæxli sem ekki er verið að meðhöndla.

Það er yfirleitt nálægt nýrunum og getur valdið háum blóðþrýstingi.

ef þér hefur verið sagt að þú sért með meira magn af sýru í blóði en eðlilegt er

(efnaskiptablóðsýring).

ef þú notar ákveðin lyf sem innihalda virka efnið floktafenín.

ef þú færð ákveðin lyf í bláæð sem innihalda virku efnin verapamíl eða diltíazem (notuð gegn

hjartsjúkdómum).

ef þú ert með alvarlegan astma eða aðra alvarlega lungnasjúkdóma (svo sem alvarlega langvinna

lungnateppu).

Ekki taka Atenolol Actavis ef eitthvað af ofangreindu á við um þig.

Ræddu við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú tekur Atenolol Actavis ef þú ert ekki viss.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Atenolol Actavis er notað.

ef þú ert með astma, blísturshljóð við öndun eða önnur svipuð öndunarvandamál.

Ekki taka þetta lyf án þess að hafa fyrst samráð við lækninn ef þú hefur einhvern tíma verið með

astma eða blísturshljóð við öndun.

ef þú færð ofnæmisviðbrögð, t.d. við skordýrabitum, mat og öðrum efnum.

Atenólól getur valdið því að ofnæmisviðbrögð geta komið hraðar fram og verið öflugri.

Atenólól getur dregið úr verkun adrenalíns (notað gegn alvarlegum ofnæmisviðbrögðum).

ef þú ert með ákveðna tegund af brjóstverkjum (hjartaöng) sem kallast Prinzmetal hjartaöng.

ef þú er með lélegt blóðflæði í hand-og fótleggjum.

ef þú ert með væga hjartsláttartruflun (fyrsta stigs gáttasleglarof).

ef þú ert með hjartavandamál svo sem þrengingar í slagæðum (blóðþurrðarhjartasjúkdóm).

ef þú hefur tilhneigingu til að vera með hægan púls. Atenólól getur gert púlsinn jafnvel enn

hægari. Ef púlsinn fer niður fyrir 55 slög á mínútu mun læknirinn líklega lækka skammtinn af

atenólóli.

ef þú ert með sykursýki. Lyfið getur dulið einkenni lágs blóðsykurs, svo sem hraðan hjartslátt

og skjálfta.

ef þú ert með psóríasis eða hefur verið með þennan húðsjúkdóm.

ef þú ert með skjaldvakaeitrun (ástand sem ofvirkur skjaldkirtill veldur).

Lyfið getur dulið einkenni skjaldvakaeitrunar.

ef þú ert með æxli nálægt nýrunum sem kallast krómfíklaæxli sem verið er að meðhöndla.

ef þú ert með nýrnavandamál. Þú gætir þurft að mæta í eftirlit meðan á meðferðinni stendur.

ef þú gengst undir svæfingu. Láttu svæfingalækninn vita að þú takir atenólól.

Ræddu við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú tekur Atenolol Actavis ef þú ert ekki viss um hvort

eitthvað af ofangreindu eigi við um þig.

Notkun annarra lyfja samhliða Atenolol Actavis

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð.

Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils og náttúrulyf.

Þetta er vegna þess að Atenolol Actavis getur haft áhrif á verkun sumra lyfja og sum lyf geta haft áhrif

á Atenolol Actavis.

Mjög mikilvægt er að þú látir lækninn vita ef þú tekur eitthvert eftirtalinna lyfja:

Floktafenín (notað gegn verkjum og þrota) (sjá „Ekki má taka Atenolol Actavis“ í þessum

kafla).

Verapamíl eða diltíazem (notuð gegn hjartasjúkdómum) (sjá „Ekki má taka Atenolol Actavis“ í

þessum kafla).

Klónidín (gegn háum blóðþrýstingi eða mígreni). Ekki hætta að taka klónidín ef þú tekur

klónidín og Atenolol Actavis saman nema að læknirinn segi þér að gera það.

Ef þú þarft að hætta að taka klónidín mun læknirinn gefa þér nákvæmar leiðbeiningar um

hvernig þú átt að gera það.

Nífedipín (gegn háum blóðþrýstingi eða brjóstverk).

Dísópýramíð, kínídín eða amíódarón (gegn óreglulegum hjartslætti).

Digoxín (gegn hjartavandamálum)

Mónómaínoxidasa (MAO) hemla (notaðir gegn þunglyndi).

Súltópríð (notað gegn geðrænum vandamálum).

Adrenalín, einnig þekkt sem epinefrín (lyf sem örvar hjartað).

Lyf gegn verkjum og bólgu (t.d. íbúprófen, indómetacín, aspirín eða díklófenak).

Insúlín eða lyf sem tekin eru inn gegn sykursýki.

Baklófen (vöðvaslakandi).

Þríhringlaga þunglyndislyf, barbitúröt eða fenótíazíð (gegn þunglyndi og svefntruflunum).

Ampicillín (sýklalyf gegn bakteríusýkingum).

Lídókaín og prókaínamíð (gegn hjartavandamálum).

Skuggaefni sem eru notuð við röntgenmyndatöku.

Aðgerðir

Láttu svæfingalækninn eða heilbrigðisstarfsfólk vita að þú takir Atenolol Actavis ef þú ferð í aðgerð á

sjúkrahúsi. Þetta er vegna þess að þú getur fengið lágan blóðþrýsting ef þú færð ákveðin svæfingalyf

meðan þú tekur Atenolol Actavis.

Ef Atenolol Actavis er tekið með mat eða drykk

Neysla áfengis meðan þú tekur Atenolol Actavis getur lækkað blóðþrýstinginn.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki er mælt með notkun Atenolol Actavis á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Ekki er líklegt að lyfið hafi áhrif á hæfni þína til aksturs eða notkunar tækja eða véla.

Það er hins vegar best að bíða og sjá hvaða áhrif lyfið hefur á þig áður en þú tekst á við slík verkefni.

Ekki aka eða nota tæki eða vélar ef þú finnur fyrir sundli eða þreytu þegar þú tekur Atenolol Actavis.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Atenolol Actavis

Notkið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn segir þér hve margar töflur þú átt að taka á hverjum degi og hvenær þú átt að taka þær.

Lestu miðann á öskjunni til að minna þig á hvað læknirinn sagði.

Kyngdu Atenolol Actavis töflunni í heilu lagi með nægu vatni.

Reyndu að taka töfluna á sama tíma dag hvern.

Fullorðnir

Hár blóðþrýstingur (háþrýstingur)

Venjulegur upphafsskammtur er 25 mg á dag. Venjulegur viðhaldsskammtur er 50 mg til 100 mg einu

sinni á dag.

Brjóstverkur (hjartaöng)

Venjulegur skammtur er 50 mg til 100 mg á dag. 100 mg skammtinn má taka í tvennu lagi.

Óreglulegur hjartsláttur (hjartsláttartruflanir)

Venjulegur skammtur er 50 mg til 100 mg einu sinni á dag.

Meðferð skömmu eftir hjartaáfall (hjartadrep)

Venjulegur skammtur er 50 mg til 100 mg á dag.

Aldraðir

Ef þú ert aldraður/öldruð, getur læknirinn ákveðið að gefa þér lægri skammt, einkum ef þú ert með

nýrnavandamál.

Einstaklingar með alvarleg nýrnavandamál

Ef þú ert með alvarleg nýrnavandamál getur læknirinn ákveðið að gefa þér lægri skammt.

Notkun handa börnum og unglingum yngri en 18 ára

Ekki er mælt með notkun Atenolol Actavis hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Ef stærri skammtur af Atenolol Actavis en mælt er fyrir um er tekinn

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Taktu umbúðirnar utan af lyfinu með þér þannig að hægt sé að greina töflurnar.

Einkenni ofskömmtunar geta verið m.a.:

mjög hægur hjartsláttur, mjög lágur blóðþrýstingur og mæði.

Ef gleymist að taka Atenolol Actavis

Ef þú gleymir að taka skammt, taktu hann um leið og þú manst eftir því. Ef hinsvegar er næstum

kominn tími til að taka næsta skammt, skalt þú sleppa skammtinum sem gleymdist.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að taka Atenolol Actavis

Ekki hætta að taka Atenolol Actavis án samráðs við lækninn. Í sumum tilvikum þarft þú að hætta

smám saman að taka lyfið.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ofnæmisviðbrögð:

Farðu strax til læknis ef þú færð ofnæmisviðbrögð. Einkenni geta verið m.a. upphleypt útbrot á húð

(bólgurákir), eða þroti í andliti, vörum, munni, tungu eða hálsi.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 einstaklingi af hverjum 10)

Hægur púls.

Hand- og fótkuldi.

Einkenni magavandamála, svo sem niðurgangur, ógleði, uppköst eða hægðatregða.

Þreyta.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 einstaklingi af hverjum 100)

Svefntruflanir.

Lifrarvandamál sem koma fram sem hækkun transamínasa í blóðprófum.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 einstaklingi af hverjum 1.000)

Gáttasleglarof (getur valdið sundli, óeðlilegum hjartslætti, þreytu eða yfirliði).

Dofi og krampar í fingrum sem hiti og verkir fylgja á eftir (Raynauds sjúkdómur).

Skapbreytingar.

Martraðir.

Þunglyndi.

Rugltilfinning.

Persónuleikabreytingar (geðrof) eða ofskynjanir.

Höfuðverkur.

Sundl (einkum þegar staðið er á fætur).

Doði, stingir eða dofi í húðinni (náladofi).

Stinningarvandamál (getuleysi).

Munnþurrkur.

Augnþurrkur.

Sjóntruflanir.

Ýmis viðbrögð í húð svo sem ofnæmisútbrot, kláði, hármissir og bólga.

Fækkun blóðflagna í blóðinu (þetta getur valdið því að þú fáir gjarnan mar).

Fjólubláir blettir á húðinni.

Gula (veldur gulnun húðar og hvítu augna).

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá færri en 1 einstaklingi af hverjum 10.000)

Breytingar á sumum frumum eða öðrum þáttum í blóðinu. Læknirinn getur tekið blóðpróf

reglulega til að kanna hvort Atenolol Actavis hefur einhver áhrif á blóðið hjá þér.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Atenólól getur dulið einkenni skjaldvakaeitrunar (vandamál í skjaldkirtli).

Atenólól getur dulið einkenni of lágs blóðsykurs (sykursýki).

Helluroðalíkt heilkenni (sjúkdómur þar sem að ónæmiskerfið framleiðir mótefni sem ráðast

aðalega á húð og liði).

Ástand sem getur versnað

Ef þú ert með einhverja af eftirfarandi kvillum geta þeir versnað þegar þú byrjar að taka lyfið.

Þetta gerist mjög sjaldan og hefur áhrif hjá innan við 1 af hverjum 1.000 einstaklingum.

Psóríasis (húðsjúkdómur)

Mæði eða þroti á ökklum (ef þú ert með hjartabilun)

Astmi eða öndunarvandamál.

Verkir og krampar í fótleggjum sem valda helti við göngu (heltiköst).

Léleg blóðrás.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Atenolol Actavis

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Atenolol Actavis inniheldur

Virka innihaldsefnið er atenólól. Hver Atenolol Actavis 25 mg tafla inniheldur 25 mg af

atenólóli. Hver Atenolol Actavis 50 mg tafla inniheldur 50 mg af atenólóli.

Hver Atenolol Actavis 100 mg tafla inniheldur 100 mg af atenólóli.

Önnur innihaldsefni eru

Töflukjarni

: örkristallaður sellulósi (E460), maíssterkja, krospóvidón,

tegund A (E1202), kalsíumhýdrógenfosfattvíhýdrat (E341), vatnsfrí kísilkvoða,

magnesíumsterat (E572), hert jurtaolía, natríumlárílsúlfat;

Filmuhúð

: títantvíoxíð (E171), hýprómellósi, própýlenglýkól (E1520), talkúm (E553b).

Lýsing á útliti Atenolol Actavis og pakkningastærðir

Atenolol Actavis 25 mg: Hvít, kringlótt, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla með deiliskoru og AI grafið í aðra

hliðina.

Atenolol Actavis 50 mg: Hvít, kringlótt, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla með deiliskoru og AH grafið í aðra

hliðina.

Atenolol Actavis 100 mg: Hvít, kringlótt, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla með deiliskoru og AJ grafið í aðra

hliðina.

Töflunni má skipta í jafna helminga.

Pakkningastærðir:

Þynnur (PVC/ál):

Atenolol Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur: 20, 30, 90 og 100 filmuhúðaðar töflur

Atenolol Actavis 50 mg filmuhúðaðar töflur: 20, 30, 50, 90 og 100 filmuhúðaðar töflur

Atenolol Actavis 100 mg filmuhúðaðar töflur: 20, 30, 42, 90 og 100 filmuhúðaðar töflur

Töfluglas (HDPE) með plastskrúftappa (PP):

Atenolol Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur: 20, 30, 100, 250 og 500 filmuhúðaðar töflur

Atenolol Actavis 50 mg filmuhúðaðar töflur: 20, 30, 100, 250 og 500 filmuhúðaðar töflur

Töfluglas (HDPE) með plastloki (HDPE):

Atenolol Actavis 100 mg filmuhúðaðar töflur: 20, 30, 100, 250 og 500 filmuhúðaðar töflur

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegur 76-78

220 Hafnarfjörður

Framleiðandi

Actavis UK Limited

Whiddon Valley, Barnstaple

EX32 8NS North Devon

Bretland

Balkanpharma – Dupnitsa AD

3, Samokovsko Shose Str.

2600 Dupnitsa

Búlgaría

PharmaPack International B.V.

Bleiswijkseweg 51

2712 PB Zoetermeer

Holland

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í maí 2018.