Asýran

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Asýran Filmuhúðuð tafla 300 mg
 • Skammtar:
 • 300 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Asýran Filmuhúðuð tafla 300 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8d0e2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsin

Asýran, 150 mg og 300 mg filmuhúðaðar töflur

Ranitidín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Asýran og við hverju það er notað.

Áður en byrjað er að nota Asýran.

Hvernig nota á Asýran.

Hugsanlegar aukaverkanir.

Hvernig geyma á Asýran.

Pakkningar og aðrar upplýsingar.

1.

Upplýsingar um Asýran og við hverju það er notað

Asýran er lyf af flokki meltingarfæralyfja

sem dregur úr sýrumyndun í maganum.

Fullorðnir:

Asýran er notað gegn sársjúkdómum í meltingarfærum s.s. maga- og skeifugarnarsári og

fyrirbyggjandi gegn slíkum sárum. Asýran er notað við bólgum í vélinda, sem stafa af því að magasýra

kemst úr maga upp í vélinda. Asýran er einnig notað við sjaldgæfum sjúkdómi sem nefnist Zollinger-

Ellisons heilkenni, þar sem óhemju mikil framleiðsla á magasýrum á sér stað.

Verkunin kemur oftast í ljós eftir nokkra daga við reglulega notkun á lyfinu.

Börn (3 til 18 ára):

Skammtímameðferð við magasári.

Meðferð við vélindabakflæði, þ.m.t. vélindabólgum vegna bakflæðis og einkennameðferð við

bakflæðissjúkdómi (gastro-oesophagal reflux disease).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að taka Asýran

Ekki má nota Asýran

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ranitidíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú hefur fengið sjúkdóminn bráða porfýríu (blóðsjúkdómur).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Asýran er notað:

ef þú hefur ekki fengið staðfesta sjúkdómsgreiningu hjá lækni.

ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi, þar sem líklegt er að minnka þurfi skammtinn.

ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi.

ef þú ert aldraður/öldruð.

ráðfærðu þig við lækninn ef þú hefur lungnasjúkdóm, sykursýki, hjartabilun eða bælt

ónæmiskerfi. Það gæti aukið hættuna á að þú fáir lungnabólgu.

varast skal að taka stærri skammta en mælt er með.

Notkun annarra lyfja samhliða Asýran

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Leitið ráða hjá lækninum áður en eitt eða fleiri af eftirfarandi lyfjum eru notuð á sama tíma og Asýran:

Segavarnarlyf (t.d. warfarín), prókaínamíð, N-acetýlprókaínamíð, tríazólam, mídazólam, glipizíð,

ketókónazól, atazanavír, delaviridín, gefitníb.

Sýrubindandi lyf og stórir skammtar af súkralfati (2 g) geta dregið úr frásogi ranitidíns. Þessi

milliverkun kemur ekki fram ef 2 klst. líða á milli inntöku ranitidíns og sýrubindandi lyfja eða

súkralfats.

Áhrif áfengis geta aukist við notkun ranitidíns.

Ef Asýran er tekið með mat eða drykk

Taka má Asýran með mat eða á fastandi maga.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Lyfið berst yfir fylgju og einnig í brjóstamjólk. Asýran á eingöngu að nota á meðgöngu eða við

brjóstagjöf samkvæmt fyrirmælum læknis sem leggur mat á ávinning og áhættu við notkun lyfsins.

Akstur og notkun véla

Asýran getur aukið áhrif áfengis. Aukaverkanir eins og höfuðverkur, sundl, þreyta, rugl og ofskynjanir

geta komið fyrir og minnkað árvekni.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig taka á Asýran

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagðir skammtar eru:

Skammtastærðir handa fullorðnum og börnum 12 ára og eldri

Við sársjúkdómi í skeifugörn eða maga: 300 mg fyrir svefn eða 150 mg tvisvar á dag. Meðferð skal

vara í a.m.k. 4 vikur, jafnvel þótt einkenni hverfi fyrr.

Varnandi meðferð við sári í skeifugörn eða maga: 150 mg fyrir svefn.

Bólga í vélinda vegna bakflæðis (reflux oesophagitis): 150 mg tvisvar á dag í 8 vikur.

Heilkenni Zollinger-Ellisons: Í upphafi 150 mg þrisvar á dag eða samkvæmt nákvæmari fyrirmælum

læknis. Ekki er mælt með stærri dagsskömmtum en 900 mg.

Minnka ætti skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Notkun handa börnum

Asýran skal einungis gefa börnum samkvæmt læknisráði.

Börn 3-11 ára sem eru yfir 30 kg að þyngd:

Meðferð við bráðu magasári:

2 mg á hvert kg líkamsþyngdar til 4 mg á hvert kg líkamsþyngdar tvisvar á sólarhring.

Hámarksskammtur er 300 mg af ranitidíni á sólarhring í fjórar vikur. Nái sárið ekki að gróa getur

læknir ráðlagt að meðferð vari í 4 vikur til viðbótar.

Við vélindabakflæði:

2,5 mg á hvert kg líkamsþyngdar til 5 mg á hvert kg líkamsþyngdar tvisvar á sólarhring.

Hámarksskammtur 600 mg á sólarhring (gæti hentað þungum börnum eða unglingum með mikil

einkenni).

Nýburar:

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá nýfæddum börnum.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Varast skal að taka stærri skammta en mælt er með. Einkenni ofskömmtunar eru: Hægur hjartsláttur,

andþrengsli, ósamhæfðir vöðvasamdrættir og krampar.

Ef gleymist að nota Asýran

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef gleymist að taka

lyfið skal bætt úr því strax og hægt er. Ef komið er að næsta skammti skal þeim sem gleymdist sleppt

úr.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafðu tafarlaust samband við lækni ef einhverra eftirtalinna einkenna koma fram og hættu að taka

Asýran:

Alvarleg ofnæmisviðbrögð: Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000

einstaklingum).

Einkenni eru eftirfarandi:

upphleypt útbrot með kláða

þroti, stundum í andliti eða munni (ofsabjúgur)

brjóstverkur, mæði, óútskýrður hiti, mæði, þrengsli í hálsi, berkjukrampar eða

öndunarerfiðleikar

yfirliðstilfinning, sérstaklega þegar staðið er upp

lost

Alvarleg húðviðbrögð: Koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000

einstaklingum).

Einkenni eru eftirfarandi:

húðútbrot sem geta myndað blöðrur og líta út eins litlar markskífur (dökkir miðlægir blettir,

umluktir ljósara svæði með dökkum hring utan með).

Aðrar aukaverkanir:

Algengar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Þreyta.

Ótiltekin viðbrögð í húð.

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Kviðverkir, niðurgangur, hægðatregða, ógleði (þessi einkenni ganga að mestu yfir við

áframhaldandi meðferð).

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Hægsláttur, lágþrýstingur, gáttasleglarof, hraðsláttur.

Blóðlýsublóðleysi.

Lifrarbólga tengd lyfjaofnæmi.

Hækkun á kreatíníni í plasma (venjulega smávægileg, kemst í eðlilegt horf með áframhaldandi

meðferð).

Útbrot.

Ristruflanir.

Hiti.

Lifrarbilun, stundum banvæn, tímabundnar og afturkræfar breytingar á lifrarprófum.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

Breytingar í blóðkornatalningu (hvítkornafæð, blóðflagnafæð).Yfirleitt afturkræfar.

Kyrningahrap eða blóðfrumnafæð stundum með beinmergsvanþroska eða mergfrumubresti.

Rugl sem gengur til baka, þunglyndi og ofskynjanir, sérstaklega hjá öldruðum, alvarlega veikum

sjúklingum og sjúklingum með nýrnakvilla.

Höfuðverkur (stundum slæmur), sundl. Ósjálfráðar hreyfingar, sem ganga til baka.

Þokusýn sem gengur til baka, sjónstillingartruflun.

Æðabólga.

Bráð brisbólga.

Bráð millivefsbólga í nýrum.

Hárlos.

Liðverkir, vöðvaverkir.

Getuleysi sem gengur til baka, einkenni frá brjóstum (t.d. brjóstastækkun hjá karlmönnum og

mjólkurflæði).

Lifrarbólga með eða án gulu (gengur venjulega til baka).

Tíðni ekki þekkt:

-

Mæði.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Asýran

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Asýran inniheldur

-

Virka innihaldsefnið er: ranitidín (sem hýdróklóríð). Hver tafla inniheldur 150 mg eða 300 mg

ranitidín.

-

Önnur innihaldsefni eru: magnesíumsterat, kroskarmellósa natríum, örkristölluð sellulósa,

pólýmetakríl sýra, hýdroxýprópýlmetýlsellulósa, pólýetýlenglýkól 6.000, títantvíoxíð (E171),

talkúm.

Lýsing á útlit Asýran og pakkningastærðir

Filmuhúðaðar töflur.

Töflur 150 mg: kringlóttar, kúptar, hvítar eða gulleitar filmuhúðaðar töflur, með deiliskoru á annarri

hliðinni. Þvermál 10 mm. Pakkningastærð: 60 töflur.

Töflunni má skipta í jafna helminga.

Töflur 300 mg: Ílangar, kúptar, hvítar eða gulleitar filmuhúðaðar töflur, með deiliskoru á annarri

hliðinni. Töflustærð: 8,2 x 17 mm. Pakkningastærð: 30 og 100 töflur.

Töflunni má skipta í jafna helminga.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Actavis hf., Reykjavíkurvegi 76-78, 220 Hafnarfirði

.

Sími 550 3300

fax 550 3301. Netfang actavis@actavis.is.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2015.