Aripiprazol Krka

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Aripiprazol Krka Tafla 15 mg
 • Skammtar:
 • 15 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Aripiprazol Krka Tafla 15 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a15f03a0-5af1-e311-8e1b-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Aripiprazol Krka 5 mg töflur

Aripiprazol Krka 10 mg töflur

Aripiprazol Krka 15 mg töflur

Aripiprazol Krka 30 mg töflur

Aripiprazol

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Aripiprazol Krka og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Aripiprazol Krka

Hvernig nota á Aripiprazol Krka

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Aripiprazol Krka

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Aripiprazol

Krka og við hverju það er notað.

Aripiprazol Krka inniheldur virka efnið aripiprazol sem tilheyrir lyfjahópi sem kallast geðrofslyf. Það

er notað handa fullorðnum og unglingum, 15 ára og eldri, með sjúkdóm sem einkennist af ofheyrn,

ofsjónum eða ofskynjunum, tortryggni, ranghugmyndum, samhengislausu tali og hegðun og

tilfinningalegri flatneskju. Fólk með þennan sjúkdóm getur einnig fundið fyrir depurð, sektarkennd,

kvíða eða spennu.

Aripiprazol Krka er notað hjá fullorðnum og unglingum, 13 ára og eldri, með sjúkdóm sem einkennist

af tilfinningu um að vera „hátt uppi“, hafa mjög mikla orku, þurfa miklu minni svefn en venjulega, tala

mjög hratt með mikið hugmyndaflug og sýna stundum mikið bráðlyndi. Það er einnig notað til að

koma í veg fyrir að þessi einkenni komi aftur hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa svarað meðferð

með Aripiprazol Krka töflum.

2.

Áður en byrjað er að nota Aripiprazol

Krka

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Aripiprazol

Krka

ef þú ert með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Aripiprazol Krka er notað.

Tilkynnt hefur verið um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígshegðun meðan á meðferð með aripiprazoli

stendur. Láttu lækninn strax vita ef þú ert með hugsanir eða löngun til að skaða þig.

Áður en meðferð með Aripiprazol Krka er hafin skaltu láta lækninn vita ef þú:

ert með háan blóðsykur (sem einkennist m.a. af óhóflegum þorsta, miklum þvaglátum, aukinni

matarlyst og máttleysi) eða fjölskyldusögu um sykursýki

færð flog (krampa), því læknirinn gæti viljað fylgjast náið með þér

finnur fyrir ósjálfráðum, óreglulegum vöðvahreyfingum, einkum í andliti

ert með hjarta- og æðasjúkdóm (sjúkdómar í hjarta og blóðrás), fjölskyldusögu um hjarta- og

æðasjúkdóma, heilablóðfall eða skammvinna blóðþurrð í heila, óeðlilegan blóðþrýsting

ert með blóðtappa eða fjölskyldusögu um blóðtappa, þar sem geðlyf hafa tengst

blóðtappamyndun

hefur verið haldin(n) spilafíkn.

Ef þú þyngist, ef hreyfingar verða óeðlilegar eða þú finnur fyrir syfju sem truflar daglegar athafnir, átt

erfitt með að kyngja eða færð ofnæmiseinkenni skaltu láta lækninn vita.

Ef þú ert öldruð/aldraður með vitglöp (minnisleysi eða aðra vitsmunaskerðingu) átt þú eða aðstandandi

þinn að láta lækninn vita ef þú hefur fengið heilablóðfall eða skammvinna blóðþurrð í heila.

Láttu lækninn strax vita ef þú ert með hugsanir eða löngun til að skaða þig.

Tilkynnt hefur verið um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígshegðun við meðferð með aripiprazoli.

Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú finnur fyrir stífleika eða ósveigjanleika í vöðvum ásamt hita,

aukinni svitamyndun, breyttu andlegu ástandi eða mjög hröðum eða óreglulegum hjartslætti.

Láttu lækninn vita ef þú eða fjölskylda þín/umönnunaraðili takið eftir sterkri og sífelldri löngun hjá

þér til að hegða þér á þann hátt sem er ólíkt þér og að þú getir ekki staðist skyndihvatir eða freistingu

til athafna sem gætu skaðað þig eða aðra. Þetta kallast hvatastjórnunarröskun og getur m.a. falið í sér

hegðun eins og spilafíkn, óhóflegt át eða eyðslu, óeðlilega mikla kynhvöt eða það að vera upptekinn af

auknum kynferðislegum hugsunum eða tilfinningum.

Læknirinn gæti þurft að aðlaga skammtinn eða gera hlé á meðferðinni.

Börn og unglingar

Ekki á að nota lyfið hjá börnum og unglingum undir 13 ára aldri. Ekki er vitað hvort það er öruggt og

árangursríkt hjá þessum sjúklingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Aripiprazol

Krka

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Blóðþrýstingslækkandi lyf: Aripiprazol Krka töflur geta aukið áhrif lyfja sem notuð eru til að lækka

blóðþrýsting. Því á að láta lækninn vita ef lyf sem hafa stjórn á blóðþrýstingi eru notuð.

Þegar Aripiprazol Krka töflur eru notaðar með sumum lyfjum getur það þýtt að læknirinn þurfi að

breyta skammti Aripiprazol Krka eða hinna lyfjanna. Einkum er mikilvægt að nefna eftirfarandi við

lækninn:

lyf til að leiðrétta hjartsláttartakt (svo sem quinidin, amiodaron, flecainid)

þunglyndislyf eða náttúrulyf við þunglyndi og kvíða (svo sem fluoxetin, paroxetin, venlafaxin

og jóhannesarjurt (St. Johns wort))

sveppalyf (svo sem ketoconazol, itraconazol)

ákveðin lyf við HIV-sýkingu (svo sem efavirenz, nevirapin, próteasahemlar t.d. indinavir,

ritonavir)

krampastillandi lyf við flogaveiki (svo sem carbamazepin, phenytoin, phenobarbital)

ákveðin sýklalyf við berklum (rifabutin, rifampicin).

Þessi lyf geta aukið hættuna á aukaverkunum eða minnkað verkun Aripiprazok Krka; leitaðu til

læknisins ef óvenjuleg einkenni koma fram á meðan þú notar eitthvert þessara lyfja ásamt Aripiprazol

Krka.

Lyf sem auka gildi serótóníns eru oft notuð við sjúkdómsástandi eins og þunglyndi, almennri

kvíðaröskun, þráhyggju- og árátturöskun og félagsfælni sem og mígreni og verkjum:

triptanlyf, tramadol og tryptophan, notuð við sjúkdómsástandi eins og þunglyndi, almennri

kvíðaröskun, þráhyggju- og árátturöskun, og félagsfælni, sem og mígreni og verkjum

sérhæfðir serótónín endurupptökuhemlar (SSRI-lyf) (svo sem paroxetin og fluoxetin) við

þunglyndi, þráhyggju- og árátturöskun, felmtursköstum og kvíða

önnur þunglyndislyf (svo sem venlafaxin og tryptophan) við alvarlegu þunglyndi

þríhringlaga þunglyndislyf (svo sem clomipramin og amitryptylin) við þunglyndi

jóhannesarjurt (

Hypericum perforatum

, St. Johns Wort), notuð sem náttúrulyf við vægu

þunglyndi

verkjalyf (svo sem tramadol og pethidin) við verkjum

triptanlyf (svo sem sumatriptan og zolmitriptan) við mígreni

Þessi lyf geta aukið hættuna á aukaverkunum; leitaðu til læknisins ef óvenjuleg einkenni koma fram á

meðan þú notar eitthvert þessara lyfja ásamt Aripiprazol Krka.

Notkun Aripiprazol

Krka með mat, drykk eða áfengi

Lyfið má taka með eða án matar. Forðast ber notkun áfengis.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Eftirtalin einkenni geta komið fram hjá nýburum mæðra sem hafa notað Aripiprazol Krka töflur

síðustu þrjá mánuði meðgöngu: skjálfti, stífleiki og/eða máttleysi í vöðvum, syfja, óróleiki,

öndunarerfiðleikar og erfiðleikar við að matast. Ef eitthvert þessara einkenna kemur fram hjá barninu

getur verið nauðsynlegt að hafa samband við lækninn.

Ef þú notar Aripiprazol Krka mun læknirinn ræða við þig hvort hætta skuli brjóstagjöf og hafa í huga

ávinning af meðferð fyrir þig og ávinning barnsins af brjóstagjöf. Ekki skal gera hvort tveggja. Ræddu

við lækninn um hvernig best sé að næra barnið á meðan Aripiprazol Krka er notað.

Akstur og notkun véla

Sundl og sjóntruflanir geta komið fram meðan á meðferð með lyfinu stendur (sjá kafla 4). Þetta skal

hafa í huga þegar fullrar athygli er krafist, t.d. við akstur bifreiðar eða stjórnun véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Aripiprazol

Krka inniheldur mjólkursykur (laktósa)

Hafi læknirinn sagt að þú sért með óþol fyrir einhverjum sykurtegundum, skaltu hafa samband við

hann áður en þú tekur lyfið.

3.

Hvernig nota á Aripiprazol

Krka

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna er 15 mg einu sinni á dag

. Læknirinn getur þó ákveðið minni

eða stærri skammt, að hámarki 30 mg einu sinni á dag.

Notkun handa börnum og unglingum

Byrja má með lítinn skammt af aripiprazoli sem mixtúru (vökva) til inntöku. Auka má skammtinn

smám saman upp í

ráðlagðan skammt fyrir unglinga, 10 mg einu sinni á dag

. Læknirinn getur þó

ákveðið minni eða stærri skammt, að hámarki 30 mg einu sinni á dag.

Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þér finnst áhrifin af Aripiprazol Krka vera of mikil eða of

lítil.

Aripiprazol Krka er til inntöku.

Reyndu að taka Aripiprazol Krka alltaf á sama tíma dags. Engu máli skiptir hvort lyfið er tekið með

mat eða án. Töfluna á alltaf að taka með vatni og gleypa heila.

Jafnvel þó þér líði betur

á hvorki að breyta skammtinum né hætta töku Aripiprazol Krka án þess að

leita ráða hjá lækninum.

Ef tekinn er stærri skammtur afAripiprazol

Krka en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins meðferðis.

Sjúklingar sem tóku of mikið af aripiprazoli hafa fundið fyrir eftirtöldum einkennum:

hröðum hjartslætti, æsingi/árásargirni, erfiðleikum með tal

óeðlilegum hreyfingum (einkum í andliti og tungu) og skertri meðvitund.

Önnur einkenni geta meðal annars verið:

bráð ringlun, krampar (flogaveiki), dá, blanda af hita, hraðari öndun, svitamyndun

vöðvastífleiki, og svefnhöfgi eða syfja, hægari öndun, köfnunartilfinning, hár eða lágur

blóðþrýstingur, óreglulegur hjartsláttur.

Hafið strax samband við lækni eða sjúkrahús ef vart verður við eitthvert framangreindra einkenna.

Ef gleymist að taka Aripiprazol

Krka

Ef þú gleymir skammti, taktu skammtinn sem gleymdist um leið og þú manst eftir því en ekki á að

taka tvo skammta sama daginn.

Ef hætt er að gefa Aripiprazol Krka

Ekki má hætta meðferð eingöngu vegna þess að líðanin batnar. Mikilvægt er að halda áfram að nota

Aripiprazol Krka eins lengi og læknirinn mælti fyrir um.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

sykursýki,

erfiðleikar með svefn,

kvíðatilfinning,

eirðarleysi og að geta ekki verið kyrr, erfiðleikar með að sitja kyrr,

ósjálfráðir kippir, rykkir eða skrikkjóttar hreyfingar, fótaóeirð,

skjálfti,

höfuðverkur,

þreyta,

syfja,

vægur svimi,

skjálfti og þokusýn,

fækkun skipta eða erfiðleikar við að hafa hægðir,

meltingartruflanir,

ógleði,

meira munnvatn í munni en vanalega,

uppköst,

þreytutilfinning.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

hækkuð blóðgildi hormónsins prólaktíns,

of mikill sykur í blóði,

þunglyndi,

breyttur eða aukinn áhugi á kynlífi,

ósjálfráðar hreyfingar á munni, tungu og útlimum (síðbúin hreyfitruflun),

vöðvakvilli sem veldur skrykkjóttum hreyfingum (trufluð vöðvaspenna),

tvísýni,

hraður hjartsláttur,

blóðþrýstingsfall þegar staðið er upp, sem veldur sundli, vægum svima eða yfirliði,

hiksti.

Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi aukaverkanir eftir markaðssetningu aripiprazols til inntöku en

tíðni þeirra er ekki þekkt:

lágt gildi hvítra blóðkorna,

lágt gildi blóðflagna,

ofnæmisviðbrögð (t.d. bólga í munni, tungu, andliti og koki, kláði,útbrot),

sykursýki eða versnun á sykursýki sem fyrir er, ketónblóðsýring (ketónar í blóði og þvagi) eða

dá,

hár blóðsykur,

ekki nægt natríum í blóði,

lystarleysi (lystarstol),

þyngdartap,

þyngdaraukning,

sjálfsvígshugsanir, sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg,

árásarhneigð,

æsingur,

taugaóstyrkur,

sambland af hita, vöðvastífleika, hraðri öndun, aukinni svitamyndun, minnkaðri meðvitund og

skyndilegri breytingu á blóðþrýstingi og hjartslætti, yfirlið (illkynja sefunarheilkenni),

flog,

serótónín heilkenni (viðbrögð sem geta valdið mikilli hamingjutilfinningu, deyfð, klunnahætti,

eirðarleysi, ölvunartilfinningu, hita, aukinni svitamyndun og vöðvastífleika),

taltruflanir,

óútskýrður skyndidauði,

lífshættulegur, óreglulegur hjartsláttur,

hjartaáfall,

hægari hjartsláttur,

blóðtappar í æðum - einkum í fótum (einkenni eru m.a. bólga, verkur og roði á fæti) sem geta

borist með blóðæðum til lungna og valdið brjóstverk og öndunarerfiðleikum (ef þú finnur fyrir

einhverju þessara einkenna skaltu strax leita til læknis),

hár blóðþrýstingur,

yfirlið,

ásvelging fyrir slysni með hættu á lungnabólgu (lungnasýking),

krampi í vöðvum umhverfis raddbönd,

brisbólga,

kyngingarerfiðleikar,

niðurgangur,

kviðóþægindi,

magaóþægindi,

lifrarbilun,

lifrarbólga,

gulur litur á húð og hvíta hluta augna,

tilkynningar um óeðlilegar niðurstöður lifrarprófa,

húðútbrot,

ljósnæmi,

skalli,

of mikil svitamyndun,

óeðlilegt niðurbrot vöðva sem getur leitt til nýrnakvilla,

vöðvaverkir,

stífleiki,

ósjálfráður missir þvags (þvagleki),

þvagtregða,

fráhvarfseinkenni hjá nýburum ef útsetning hefur orðið á meðgöngu,

langvarandi eða sársaukafull stinning getnaðarlims,

erfiðleikar með stjórn líkamshita eða ofhiti,

brjóstverkur,

þroti á höndum, ökklum eða fótum,

í blóðprófum: aukinn blóðsykur eða sveiflur í blóðsykri, aukinn sykurtengdur blóðrauði.

erfiðleikar með að standast skyndihvatir eða freistingu til athafna sem gætu skaðað þig eða aðra,

eins og t.d.:

sterk skyndihvöt til að stunda fjárhættuspil, þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar fyrir þig eða

fjölskylduna

breyttur eða aukinn kynferðislegur áhugi og hegðun sem hefur áhrif á þig eða aðra, t.d.

aukin kynhvöt,

stjórnlaus og óhófleg innkaup eða eyðsla

átköst (borða mikinn mat á stuttum tíma) eða áráttuát (borða meiri mat en venjulega og

meira en þarf til að seðja hungrið)

tilhneiging til að strjúka burt.

Láttu lækninn vita ef þú finnur fyrir einhverju af framangreindu. Læknirinn mun ræða leiðir til

að hafa stjórn á einkennum eða draga úr þeim.

Tilkynnt hefur verið um fleiri dauðsföll hjá öldruðum sjúklingum með vitglöp við notkun aripiprazols.

Auk þess hefur verið tilkynnt um heilablóðfall og skammvinna blóðþurrð í heila.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá börnum og unglingum

Tíðni og tegund aukaverkana hjá unglingum, 13 ára og eldri, var svipuð og hjá fullorðnum fyrir utan

syfju, ósjálfráða kippi eða rykkjóttar hreyfingar, eirðarleysi og þreytu sem voru mjög algengar (fleiri

en 1 af hverjum 10 einstaklingum) og verkur ofarlega í kvið, þurrkur í munni, aukin hjartsláttartíðni,

þyngdaraukning, aukin matarlyst, vöðvakippir, ósjálfráðar hreyfingar í útlimum og svimi, einkum

þegar staðið var upp frá liggjandi eða sitjandi stöðu, voru algengar (allt að 1 af hverjum 100

einstaklingum).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunnar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Aripiprazol

Krka

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Aripiprazol Krka

Virka innihaldsefnið er aripiprazol.

Aripiprazol Krka 5 mg töflur

Hver tafla inniheldur 5 mg af aripiprazoli.

Aripiprazol Krka 10 mg töflur

Hver tafla inniheldur 10 mg af aripiprazoli.

Aripiprazol Krka 15 mg töflur

Hver tafla inniheldur 15 mg af aripiprazoli.

Aripiprazol Krka 30 mg töflur

Hver tafla inniheldur 30 mg af aripiprazoli.

Önnur innihaldsefni eru: laktósaeinhýdrat, örkristölluð cellulósa, maíssterkja,

hýdroxýprópýlsellulósa, rautt járnoxíð (E172) – aðeins í 10 mg og 30 mg töflum, gult járnoxíð

(E172) – aðeins í 15 mg töflum, indigókarmín aluminíum lake (E132) – aðeins í 5 mg töflum og

magnesíumsterat. Sjá kafla 2 „Aripiprazol Krka inniheldur mjólkursykur (laktósa)“.

Útlit Aripiprazol

Krka og pakkningastærðir

5 mg tafla: Bláar, kringlóttar töflur með skásniðnum brúnum, hugsanlega með dökkum eða ljósum

blettum.

10 mg tafla: Ljósbleikar, rétthyrndar, hugsanlega með dökkum eða ljósum blettum og með áletruninni

A10 á annarri hliðinni.

15 mg tafla: Ljósgular til brúngular, kringlóttar, örlítið tvíkúptar töflur með skásniðnum brúnum,

hugsanlega með dökkum eða ljósum blettum og með áletruninni A15 á annarri hliðinni.

30 mg tafla: Ljósbleikar, kringlóttar, tvíkúptar töflur með skásniðnum brúnum, hugsanlega með

dökkum eða ljósum blettum og með áletruninni A30 á annarri hliðinni.

Aripiprazol Krka er fáanlegt í öskju með 14, 28, 30, 50, 56, 60, 84, 90, 98 og 100 töflum í þynnum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

KRKA Sverige AB

Göta Ark 175, Medborgarplatsen 25

118 72 Stockholm

Svíþjóð

Framleiðandi

KRKA, d.d., Novo mesto, Šmarješka cesta 6, 8501 Novo mesto, Slóvenía

TAD Pharma GmbH, Heinz-Lohmann-Straße 5, 27472 Cuxhaven, Þýskaland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

LYFIS ehf.

Grensásvegi 22

108 Reykjavík

Ísland

Sími: 534 3500

Netfang: lyfis@lyfis.is

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í apríl 2018.