AQUI-S vet.

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • AQUI-S vet. Baðþykkni, lausn til meðhöndlunar fiska 540 g/l
 • Skammtar:
 • 540 g/l
 • Lyfjaform:
 • Baðþykkni, lausn til meðhöndlunar fiska
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • AQUI-S vet. Baðþykkni, lausn til meðhöndlunar fiska 540 g/l
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 56a4f28e-6f05-e611-80ce-ce1550b700f3
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL FYRIR:

AQUI-S vet. 540 mg/ml baðþykkni fyrir meðferðarlausn

fyrir atlantshafslax og regnbogasilung

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

Scan Aqua AS

Postboks 233

2151 Årnes

Noregur

2.

HEITI DÝRALYFS

AQUI-S vet. 540 mg/ml baðþykkni fyrir meðferðarlausn fyrir atlantshafslax og regnbogasilung.

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Isoeugenol 540 mg/ml

Polysorbat 80 (ýruefni)

4.

ÁBENDING(AR)

Til að slæva og svæfa atlantshafslax og regnbogasilung við meðhöndlun (flokkun, tilfærslu, flutning,

talningu laxalúsa, kreisting klakfiska) og við bólusetningu.

5.

FRÁBENDINGAR

Engar.

6.

AUKAVERKANIR

Gerið dýralækni viðvart ef alvarlegra aukaverkana verður vart eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Atlantshafslax (

Salmo salar

L.) og regnbogasilungur (

oncorhynchus mykiss

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Lyfjagjöf er sú sama fyrir lax og regnbogasilung.

Slæving: 3,7-9,3 ml AQUI-S/1.000 lítra af vatni háð þeirri dýpt slævingar sem óskað er eftir. Það

jafngildir 2-5 mg isoeugenol/líter af vatni. Hámarkslengd útsetningar: 5 klst.

Svæfing: 18,5-25,9 ml AQUI-S/1.000 lítra af vatni háð þeirri dýpt svæfingar sem óskað er eftir. Það

jafngildir 10-14 mg isoeugenol/líter af vatni. Hámarkslengd útsetningar: 15 mínútur.

Tafla: Heildarmagn (ml) Aqui-S sem er sett í tank út frá heildar vatnsrúmmáli og þeirri þéttni sem nota

Þéttni sem nota ár

(mg isoeugenol/l)

Rúmmál í vatnstanki

SLÆVING

SVÆFING

2

5

10

14

100 lítrar

1.000 lítrar (1 m

3

)

18,5

25,9

100 m

3

Gögn benda til þess að sá tími sem líður þar til sú slæving/svæfing sem óskað er eftir kemur fram

minnki með hækkandi hitastigi vatnsins.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Ekki má nota Aqui-S ef sjáanleg merki eru um skemmdir.

Mælt er með að útbúin sé stofnlausn með því að blanda mældu magni lyfsins í 9 hluta af vatni (1:10).

Stofnlausnina skal hrista vel til að tryggja að hún sé einsleit og mjólkurhvít. Það magan stofnlausnar

sem nota á er sett í baðið fyrir slævingu/svæfingu. Mælt er með að lyfinu sé bætt í undir

vatnsyfirborðinu til að minnka froðumyndun.

Skammtar eru háðir hitastigi. Þegar tilætlaðri slævingu/svæfingu er náð skal flytja fiskana yfir í hreint

vatn til vöknunar. Mælt er með samfelldri stjórn á magni slævingar/svæfingar til að koma í veg fyrir

ofskömmtun.

Ráðlegt er að byrja á að prófa tilbúna, blandaða lausn til slævingar/svæfingar á litlum fjölda fiska sem

eru einkennandi fyrir þann fisk sem á að meðhöndla.

Stöðugt skal fylgjast með magni súrefnis í baði til slævingar/svæfingar. Ráðlagður styrkur súrefnis er

> 7mg/l við notkun lyfsins.

Öryggi við notkun lyfsins við <4°C og >15°C er ekki þekkt. Gæta skal almennrar varúðar við

meðhöndlun fiska við lágt hitastig því hættan á vetrarsárum eykst. Gæta skal almennrar varúðar við

meðhöndlun fiska við hátt hitastig því þá er aukin hætta á súrefnisskorti og að sýkingar brjótist út.

Stofnlausn dýralyfsins skal nota sama dag og hún er útbúin

. Tilbúna, b

landaða lausn til

slævingar/svæfingar skal endurnýja nokkrum sinnum á dag.

Vinnusvæðið skal vera vel loftræst. Nota skal hlífðarbúnað eins og hlífðargleraugu, hanska og

viðeigandi fatnað þegar dýralyfið er handleikið. Ef eitthvað af lyfinu berst á búnað skal skola það af til

að draga úr hættunni á snertingu fyrir slysni.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Afurðir: 2 gráðudagar

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

Geymið ílátið vel lokað.

Geymið á þurrum stað.

Verjið gegn beinu sólarljósi.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Geymsluþol eftir að umbúðir hafa verið rofnar: 18 mánuðir.

Geymsluþol eftir þynningu eða blöndun samkvæmt leiðbeiningum: Blandaða lyfjalausn skal nota

samdægurs.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Forðast ber að valda fiskum streitu rétt fyrir notkun.

Aqui-S getur valdið ertingu og ofnæmisviðbrögðum í húð. Ef dýralyfið berst á húð skal þvo með sápu

og skola með miklu vatni. Leitið læknishjálpar ef erting/ofnæmisviðbrögð eru viðvarandi. Þeir sem

hafa ofnæmi fyrir isoeugenoli skulu forðast snertingu við dýralyfið. Ef dýralyfið er óvart tekið inn skal

strax drekka allt að 2 glös af vatni eða mjólk, leita tafarlaust til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða

umbúðir dýralyfsins.

Aqui-S getur verið skaðlegt lífverum sem lifa í vatni. Ef óblandað lyfið berst í vatn þarf að tryggja

fullnægjandi þynningu vatnsins. Umtalsverðan vatnsstraum þarf til að tryggja þynningu og dreifingu

stórs rúmmáls.

Isoeugenol telst brotna auðveldlega niður í vatni með lítilli eða engri uppsöfnun í næringarkeðjunni.

Polysorbat 80 brotnar hægar niður í vatni en talið er ólíklegt að það safnist upp í lífverum. Talið er að

Polysorbat 80 hafi ásættanleg áhrif á umhverfið þegar lyfið er notað í samræmi við upplýsingar í

þessari samantekt.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi.

Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er

að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

4. maí 2016.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.