Antisedan vet.

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Antisedan vet. Stungulyf, lausn 5 mg/ml
 • Skammtar:
 • 5 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Antisedan vet. Stungulyf, lausn 5 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 0c0e2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL:

Antisedan vet. 5 mg/ml stungulyf, lausn.

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

Orion Corporation

Orionintie 1

FI-02200 Espoo

Finnland

Umboðsaðili á Íslandi:

Icepharma hf

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

2.

HEITI DÝRALYFS

Antisedan vet. 5 mg/ml stungulyf, lausn.

Atipamezolhýdróklóríð

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Virkt innihaldsefni:

Atipamezolhýdróklóríð

5 mg/ml

Hjálparefni:

Metýlparahýdroxýbensóat (E 218)

1 mg/ml

Natríumklóríð

8,5 mg/ml

4.

ÁBENDING(AR)

Til að eyða slævandi verkun medetomidins eða dexmedetomidins hjá hundum og köttum.

5.

FRÁBENDINGAR

Engar þekktar.

6.

AUKAVERKANIR

Aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar. Þó getur sést skammvinn ofvirkni og hraður hjartsláttur hjá

einstökum dýrum.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

Dýraeigendur geta einnig tilkynnt aukaverkanir sjálfir til Lyfjastofnunar, samkvæmt leiðbeiningum á

vefsíðum stofnunarinnar, www.lyfjastofnun.is.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Hundar og kettir.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Gefa á Antisedan vet. með inndælingu í vöðva með sæfðri sprautu og sprautunál.

Hjá

hundum

samsvarar skammtur af Antisedan vet. í millilítrum þeim fjölda millilítra sem notaður

var af Domitor eða Dexdomitor 0,5 mg/ml. Hins vegar er skammtur af Antisedan í millilítrum aðeins

einn fimmti (1/5) af því rúmmáli sem notað var af Dexdomitor 0,1 mg/ml.

Sé skammtur reiknaður út í míkrógrömmum er skammtur af Antisedan vet. 5 sinnum skammtur af

Domitor og 10 sinnum skammtur af Dexdomitor 0,5 mg/ml og Dexdomitor 0,1 mg/ml.

Hjá

köttum

samsvarar skammtur af Antisedan í millilítrum helmingi þess fjölda millilítra sem notaður

var af Domitor eða Dexdomitor 0,5 mg/ml. Hins vegar er skammtur af Antisedan í millilítrum aðeins

einn tíundi (1/10) af því rúmmáli sem notað var af Dexdomitor 0,1 mg/ml.

Sé skammtur reiknaður út í míkrógrömmum er skammtur af Antisedan vet. 2,5 sinnum skammtur af

Domitor og 5 sinnum skammtur af Dexdomitor 0,5 mg/ml og Dexdomitor 0,1 mg/ml.

Dæmi um skömmtun:

Hundar:

Domitor

Dexdomitor

Dexdomitor

Antisedan vet.

Styrkur

1 mg/ml

=1000 μg/ml

0,5 mg/ml

=500 μg/ml

0,1 mg/ml

=100 μg/ml

5mg/ml

=5000 μg/ml

Skammtur

40 μg/kg

20 μg/kg

20 μg/kg

200 μg/kg

Skammtarúmmál

0,4 ml/10 kg

0,4 ml/10 kg

2,0 ml/10 kg

0,4 ml/10 kg

Kettir:

Domitor

Dexdomitor

Dexdomitor

Antisedan vet.

Styrkur

1 mg/ml

=1000 μg/ml

0,5 mg/ml

=500 μg/ml

0,1 mg/ml

=100 μg/ml

5mg/ml

=5000 μg/ml

Skammtur

80 μg/kg

40 μg/kg

40 μg/kg

200 μg/kg

Skammtarúmmál

0,4 ml/5 kg

0,4 ml/5 kg

1,0 ml/3 kg*

0,2 ml/5 kg

0,1 ml/3 kg*

* Fyrir ketti sem vega meira en 3 kg er ráðlagt að nota Dexdomitor 0,5 mg/ml.

Auk þess er hægt að nota Antisedan til að eyða slævandi verkun af ketamini og Domitor eða

Dexdomitor ef lyfin eru notuð saman. Í slíkum tilvikum á skammtur af Antisedan að vera sá sami og

gefinn er upp hér fyrir ofan við slævingu með Domitor eða Dexdomitor einu sér, en ekki má gefa

Antisedan fyrr en 30 til 40 mínútum eftir gjöf ketamins. Það er vegna hættu á slingri og ósamhæfðum

vöðvahreyfingum við vöknun vegna þess að áhrif ketamins eru enn til staðar eftir að slævandi áhrif af

Domitor/Dexdomitor eru hætt.

Hafið í huga að dýralæknirinn gæti hafa gefið fyrirmæli um aðra notkun eða aðra skömmtun en hér

kemur fram. Fylgið ávallt fyrirmælum dýralæknisins og upplýsingum á merkimiða frá apóteki.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Gefa á lyfið 15-60 mínútum eftir gjöf medetomidins eða dexmedetomidins. Dýrið endurheimtir

meðvitund á 10-15 mínútum. Einnig má nota lyfið hafi medetomidin eða dexmedetomidin verið notað

ásamt öðru lyfi. Eftir gjöf Antisedan vet. á að leyfa dýrinu að hvíla sig í rólegu umhverfi.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við.

11.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Hafi dýr fengið slævingu með medetomidini eða dexmedetomidini ásamt ketamini má ekki gefa

Antisedan vet. fyrr en 30-40 mínútum eftir gjöf ketamins. Ef verkun medetomidins er eytt fyrr geta

eftirstöðvar áhrifa ketamins leitt til krampa.

Skammtur af medetomidini eða dexmedetomidini, sem er minni en venjulegur ráðlagður skammtur,

eyðir einkennum ofskömmtunar með atipamezoli.

Lyfið má ekki gefa dýrum sem fest hafa fang. Forðast skal að lyfið komist í snertingu við húð eða

slímhúð (gerist slíkt skal skola með vatni).

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

15. mars 2018.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.