Andolex

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Andolex Munnskol 1, 5 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 1, 5 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Munnskol
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Andolex Munnskol 1,5 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 000e2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Andolex 1,5 mg/ml munnskol

benzýdamínhýdroklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Andolex og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Andolex

Hvernig nota á Andolex

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Andolex

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Andolex og við hverju það er notað

Andolex er staðbundið verkjalyf sem verkar með því að auka stöðugleika frumuhimnunnar og hamla

myndun prostaglandína (efni sem geta aukið verki í líkamanum).

Andolex er munnskol sem er notað sem skammtímameðferð við staðbundnum verkjum í munni og

koki.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Andolex

Ekki má nota Andolex:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir benzýdamínhýdroklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Hættu að nota Andolex og hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú finnur fyrir einhverju eftirfarandi

einkenna (ofnæmisbjúg)

þrota í andliti, tungu eða hálsi

kyngingarerfiðleika

ofnæmisútbrot og öndunarerfiðleika

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Andolex er notað.

- ef þú ert með eða hefur verið með astma.

- ef um er að ræða ofnæmi fyrir acetýlsalisýlsýru eða öðrum bólgueyðandi verkjastillandi lyfjum

(NSAID).

Lyfið inniheldur 10% af etanóli (alkóhól), þ.e. allt að 1.215 mg í hverjum skammti, sem samsvarar

30 ml bjórs eða 12,5 ml léttvíns. Það á ekki að kyngja Andolex og því berst lítið alkóhól út í

blóðrásina.

Andolex inniheldur metýlparahýdroxýbensóat sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum (mögulega

seinkuðum).

Forðast skal að lyfið komist í snertingu við augu.

Börn og unglingar

Andolex má ekki nota hjá börnum yngri en 12 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Andolex

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils og náttúrulyf.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Andolex inniheldur alkóhól. Frásog í líkamann við munnskolun er álitið óverulegt en mælt er með að

gæta varúðar við akstur og notkun véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Andolex

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:

15 ml í u.þ.b. 30 sekúndur á 1½-3 klst. fresti, samkvæmt

fyrirmælum. Skolið munn eða kverkar, ekki má kyngja lausninni, henni á að spýta eftir skolun.

Eins og á við um meðhöndlun annarra verkja sem ekki eru langvinnir, á að forðast að meðhöndla

lengur en eina viku í senn nema orsökin sé þekkt og læknir hafi ávísað lyfinu til lengri tíma.

Notkun handa börnum og unglingum

Andolex má ekki gefa börnum yngri en 12 ára.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) til að hægt sé að meta áhættuna og

fá ráðleggingar. Hafið umbúðirnar meðferðis

.

Ef gleymist að nota Andolex

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Andolex valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

Stingir og dofatilfinning í munni.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

Ljósnæmi (útbrot eða

sólbruni), ofsakláði, útbrot í húð, kláði.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum):

Krampi í hálsi eða

öndunarvegi.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Skyndilegur þroti í t.d.

slímhúð í munni eða hálsi (ofnæmisbjúgur). Ofnæmisviðbrögð (ofnæmi).

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmislost), en á meðal einkenna þeirra geta verið

öndunarerfiðleikar, brjóstverkir eða þyngsli fyrir brjósti og/eða sundl/yfirliðstilfinning, mikill kláði í

húð eða hnúðar í húð, bólga í andliti, vörum, tungu og/eða hálsi, og geta viðbrögðin hugsanlega verið

lífshættuleg.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Andolex

Geymið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir Fyrnist.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Andolex inniheldur

Virka innihaldsefnið er benzýdamínhýdroklóríð 1,5 mg/ml.

Önnur innihaldsefni eru etanól, glýseról, metýlparahýdroxýbensóat (E 218), sakkarínnatríum,

polýsorbat, litarefni (kínógult E 104, patent blátt E 131), bragðefni (52.503/5T, Firmenich) og

sæft vatn.

Lýsing á útliti Andolex og pakkningastærðir

Glerflaska 300 ml

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Meda AB,

Box 906,

170 09 Solna

Svíþjóð

Framleiðandi

3M Health Care Limited

3M House, Morley Street

Loughborough, Leicestershire

LE11 1EP Bretland

Umboð á Íslandi

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018 .