Amló

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Amló Tafla 10 mg
 • Skammtar:
 • 10 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Amló Tafla 10 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • cc0d2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Amló

®

5 mg eða 10 mg töflur

Amlódipín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Amló og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Amló

Hvernig nota á Amló

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Amló

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Amló og við hverju það er notað

Amló inniheldur virka efnið amlódipín, sem tilheyrir lyfjaflokki sem nefnist kalsíumgangalokar.

Almó er notað til að meðhöndla of háan blóðþrýsting og tiltekna tegund af brjóstverk sem nefnist

hjartaöng (angina pectoris), en sjaldgæf gerð hans er Prinzmetals hjartaöng og breytileg hjartaöng.

Hjá sjúklingum með of háan blóðþrýsting verkar lyfið með því að slaka á æðum svo blóðið eigi

greiðari leið gegnum þær. Hjá sjúklingum með hjartaöng verkar Almó með því að bæta blóðflæði til

hjartavöðvans, sem þá fær meira súrefni svo hjartaöng er afstýrt. Lyfið slær ekki tafarlaust á brjóstverk

af hjartaöng.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Amló

Ekki má nota Amló:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir amlódipíni, einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla

6) eða fyrir einhverjum öðrum kalsíumgangalokum. Einkenni þess geta verið kláði, húðroði eða

öndunarerfiðleikar.

ef þú hefur mjög lágan blóðþrýsting

ef þú hefur þrengsli í ósæðarloku (ósæðarþröng) eða hjartalost (ástand þar sem hjartað getur ekki

dælt nægu blóði um líkamann)

ef þú ert með hjartabilun eftir hjartaáfall

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Amló er notað ef þú ert með eða hefur fengið:

nýlegt hjartaáfall

hjartabilun

alvarlega blóðþrýstingshækkun

lifrarkvilla

ef þú ert aldraður/öldruð og það þarf að auka skammtinn

Börn og unglingar

Amlódipin hefur ekki verið rannsakað hjá börnum yngri en 6 ára. Aðeins ætti að nota Amló við

háþrýstingi hjá börnum á aldrinum 6-17 ára (sjá kafla 3). Hafið samband við lækni ef óskað er frekari

upplýsinga.

Notkun annarra lyfja samhliða Amló

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að vera notuð.

Amló getur haft áhrif á önnur lyf og orðið fyrir áhrifum af öðrum lyfjum, svo sem:

ketókónazól, ítrakónazól (sveppalyf)

rítónavír, indinavír, nelfinavír (svonefndir próteasahemlar við HIV)

rifampicín, erytrómýsín, claritrómýsín (sýklalyf)

hypericum perforatum (Jónsmessurunni/Jóhannesarjurt)

verapamíl, diltíazem (hjartalyf)

dantrólen (innrennsli við alvarlegu hitaástandi í líkamanum)

simvastaín (blóðfitulækkandi lyf)

takrólímus (notað til að stjórna ónæmissvörun líkamans og gerir það mögulegt að líkami þinn

samþykki ígrætt líffæri)

clarithromycin (við sýkingum vegna bakteríu)

Amló getur lækkað blóðþrýsting þinn enn frekar ef þú tekur einnig önnur lyf við háum blóðþrýstingi.

Notkun Amló með mat eða drykk

Þeir sem taka Amló ættu ekki að neyta greipaldins eða greipaldinsafa. Þetta er vegna þess að

greipaldin og greipaldinsafi geta valdið aukinni þéttni virka efnisins amlódipíns í blóði, sem getur

valdið ófyrirsjáanlegri aukningu á blóðþrýstingslækkandi áhrifum Amló.

Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Öryggi amlódipíns hjá þunguðum konum er ekki þekkt. Ef þú heldur að þú getir verið þunguð eða

ætlar að verða þunguð skaltu láta lækni þinn vita áður en þú tekur Amló.

Brjóstagjöf

Sýnt hefur verið fram á að amlodipin skilst út í brjóstamjólk í litlu magni. Ef þú ert með barn á brjósti

eða ert að byrja með barn á brjósti verður þú að láta lækninn vita áður en þú notar Amló.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Amló getur haft áhrif á hæfni þína til aksturs og notkunar véla. Ef töflurnar valda þér vanlíðan, svima,

þreytu eða höfuðverk skaltu ekki aka eða nota vélar heldur hafa tafarlaust samband við lækninn.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Amló

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur upphafsskammtur er 5 mg af Amló einu sinni á sólarhring. Hægt er að auka skammtinn í

10 mg af Amló einu sinni á sólarhring.

Lyfið má taka fyrir eða eftir mat eða drykk. Þú ættir að taka lyfið á sama tíma á hverjum degi, með

vatni. Ekki á að taka Amló með greipaldinsafa.

Notkun handa börnum og unglingum

Hjá börnum og unglingum (6-17 ára) er venjulegur ráðlagður upphafsskammtur 2,5 mg á sólarhring.

Ráðlagður hámarksskammtur er 5 mg á sólarhring. Amló 5 mg töflum má skipta í tvo jafna skammta.

Það er mikilvægt að halda áfram að taka töflurnar. Ekki bíða með að tala aftur við lækninn þar til

engar töflur eru eftir.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of mikið er tekið af lyfinu getur blóðþrýstingur lækkað og orðið hættulega lágur. Þú getur fundið

fyrir svima, ringli, aðsvifstilfinningu eða þróttleysi. Mikil lækkun blóðþrýstings getur leitt til losts.

Húðin getur orðið köld og þvöl og þú gætir misst meðvitund.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

tafarlaust hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir

lyfsins við höndina.

Ef gleymist að nota Amló

Hafið ekki áhyggjur. Ef gleymist að taka töflu á að sleppa þeim skammti. Takið næsta skammt á

réttum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að taka Amló

Læknirinn ráðleggur hversu lengi þú átt að taka lyfið. Ef þú hættir að taka lyfið áður en þér er ráðlagt,

getur ástand þitt versnað aftur.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Leitaðu tafarlaust til læknisins ef fram koma einhver af eftirfarandi aukaverkunum eftir að þú hefur

notað þetta lyf.

Skyndileg þrengsli í öndunarvegi, brjóstverkur, mæði eða öndunarerfiðleikar

Bólga í augnlokum, andliti eða vörum

Bólga í tungu og hálsi sem veldur verulegum öndunarerfiðleikum

Alvarleg viðbrögð í húð, meðal annars mikil húðútbrot, ofsakláði, roði í húð um allan líkamann,

alvarlegur kláði, blöðrumyndun, flögnun og bólga í húð, bólga í slímhúð (Stevens Johnson

heilkenni, eitrunardreplos húðþekju (toxic epidermal necrolysis)) eða önnur ofnæmisviðbrögð

Hjartaáfall, óeðlilegur hjartsláttur

Bólga í brisi, sem getur valdið svæsnum kviðverk og bakverk ásamt mikilli vanlíðan

Tilkynnt hefur verið um eftirtaldar

algengar aukaverkanir

. Ef einhverjar þeirra reynast þér erfiðar

eða

standa lengur en í viku

ættir þú að

hafa samband við lækni.

Algengar:

koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 notendum

Höfuðverkur, sundl, syfja (einkum í upphafi meðferðar)

Hjartsláttarónot (þú finnur fyrir hjartslætti þínum), roði og hitatilfinning í andliti

Kviðverkir, ógleði

Bólgnir ökklar (bjúgur), þreyta

Eftirtaldar aukaverkanir hafa einnig verið tilkynntar. Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður

við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp

reynast alvarlegar.

Sjaldgæfar:

koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 notendum:

Skapsveiflur, kvíði, þunglyndi, svefnleysi

Skjálfti, breyting á bragðskyni, yfirlið, máttleysi

Dofi eða náladofi í útlimum, minnkað sársaukaskyn

Sjóntruflanir, tvísýni, suð fyrir eyrum

Lágur blóðþrýstingur

Hnerri/nefrennsli vegna bólgu í nefslímhúð

Breyttar hægðavenjur, niðurgangur, hægðatregða, meltingarerfiðleikar, munnþurrkur, uppköst

Hárlos, aukin svitamyndun, kláði í húð, rauðir blettir í húð, litabreytingar í húð

Erfiðleikar við þvaglát, næturþvaglát, tíð þvaglát

Getuleysi, óþægindi í brjóstum eða brjóstastækkun hjá karlmönnum

Þróttleysi, verkir, vanlíðan

Vöðva- og liðverkir, vöðvakrampar, bakverkir

Þyngdaraukning, þyngdartap

Mjög sjaldgæfar:

koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 notendum

Rugl

Koma örsjaldan fyrir:

koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 notendum

Fækkun hvítra blóðfrumna, fækkun blóðflagna sem getur valdið óvenjulegu mari eða aukinni

tilhneigingu til blæðinga (skemmdir á rauðum blóðkornum)

Hár blóðsykur

Taugakvilli sem veldur þróttleysi, náladofa eða tilfinningaleysi

Hósti, bólga í tannholdi

Þaninn kviður (magabólga)

Óeðlileg lifrarstarfsemi, lifrarbólga, gula, hækkuð gildi lifrarensíma, sem geta haft áhrif á

rannsóknir

Aukin vöðvaspenna

Bólga í æðum, oft með útbrotum

Ljósnæmi

Kvillar sem einkennast af stirðleika, skjálfta og/eða hreyfivandamálum

Tíðni ekki þekkt:

ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

skjálfti, stíf líkamsstaða, sviplaust andlit, hægar hreyfingar og stutt skref, jafnvægisskortur í

göngulagi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Amló

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Plastglös:

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Geymið töfluglasið vel lokað til varnar gegn ljósi.

Þynnur:

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki skal nota Amló eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning

er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Amló inniheldur

-

Virka innihaldsefnið er amlódipín (sem amlódipín besýlat). Hver tafla inniheldur 5 mg eða

10 mg amlódípín.

Önnur innihaldsefni eru sellulósi, kalsíumfosfat-tvíhýdrat, natríumsterkjuglýkólat og

magnesíumsterat.

Lýsing á útliti Amló og pakkningastærðir

5 mg töflur: Hvítar, kringlóttar, flatar, 8 mm töflur með deiliskoru á annarri hliðinni og áletruninni

AB5 á hinni hliðinni. Töflunni má skipta í jafna skammta.

10 mg töflur: Hvítar, kringlóttar, flatar, 10 mm töflur með deiliskoru á annarri hliðinni og áletruninni

AB10 á hinni hliðinni. Töflunni má skipta í jafna skammta.

100 stk. plastglös eða þynnur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Framleiðandi

Actavis hf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

sími 550 3300, fax 550 3301

eða

Balkanpharma – Dupnitsa AD

3 Samokovska Shosse Str.

Dupnitsa 2600

Búlgaria

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2018.