Amaryl

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Amaryl Tafla 3 mg
 • Skammtar:
 • 3 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Amaryl Tafla 3 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • b20d2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Amaryl 1 mg, 2 mg, 3 mg og 4 mg töflur

glímepíríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Amaryl og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Amaryl

Hvernig nota á Amaryl

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Amaryl

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Amaryl og við hverju það er notað

Amaryl er blóðsykurslækkandi lyf til inntöku. Lyfið tilheyrir flokki blóðsykurslækkandi lyfja sem

kallast súlfónýlúrealyf.

Amaryl eykur losun insúlíns frá briskirtlinum. Insúlínið lækkar síðan gildi blóðsykurs.

Amaryl er notað við:

Amaryl er notað til meðferðar á ákveðinni gerð sykursýki, (insúlínóháðri sykursýki af tegund 2)

þegar mataræði, aukin hreyfing eða megrun duga ekki til að ná stjórn á blóðsykursgildinu.

2.

Áður en byrjað er að nota Amaryl

Ekki má taka Amaryl og láttu lækninn vita:

ef þú hefur ofnæmi fyrir glímepíríði eða öðrum súlfónlýúrealyfjum (lyf eins og glíbenklamíð,

sem notuð eru til að lækka blóðsykur) eða súlfónamíðum (lyf eins og sulfamethoxazol sem eru

notuð gegn bakteríusýkingu) eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert með sykursýki af tegund 1

ef þú ert með ketónblóðsýringu (fylgikvilli sykursýki þegar sýrustig líkamans er of hátt og

einhver af eftirtöldum einkennum geta komið fram: þreyta, ógleði, tíð þvaglát og stífir vöðvar)

ef þú ert í sykursýkisdái

ef þú ert með verulega skerta nýrnastarfsemi

ef þú ert með verulega skerta lifrarstarfsemi

Ekki taka þetta lyf ef eitthvert af ofangreindu á við um þig. Ef þú ert ekki viss skaltu ræða við lækninn

eða lyfjafræðing áður en Amaryl er tekið.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað:

ef þú ert að ná þér eftir slys, skurðaðgerð, sýkingu með sótthita eða eftir annars konar álag,

skaltu ræða við lækninn vegna þess að hugsanlega getur þurft að breyta meðferðinni

ef þú ert með verulega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af þessu á við um þig, skaltu ræða við lækninn eða lyfjafræðing

áður en þú tekur Amaryl.

Blóðrauðagildi getur lækkað eða blóðlýsublóðleysi (blóðleysi vegna sundrunar rauðra blóðkorna)

getur komið fram hjá sjúklingum, sem skortir ensímið glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa.

Takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um notkun Amaryl hjá sjúklingum yngri en 18 ára.

Þess vegna er ekki mælt með notkun lyfsins hjá þessum sjúklingum.

Mikilvægar upplýsingar um blóðsykursfall (lágur blóðsykur)

Blóðsykursfall (lágur blóðsykur) getur komið fram þegar Amaryl er tekið. Hér fyrir neðan má sjá

viðbótarupplýsingar um blóðsykursfall, einkenni þess og meðferð.

Eftirfarandi þættir geta aukið áhættuna á að fá blóðsykursfall:

vannæring, óreglulegar máltíðir, máltíðum sleppt eða þeim frestað, eða við föstu

breytingar á mataræði

óþarflega stórir skammtar af Amaryl eru teknir inn

skert nýrnastarfsemi

alvarlegir lifrarsjúkdómarhormónatengdir sjúkdómar (sjúkdómar í skjaldkirtli, í heiladingli eða

nýrnahettuberki)

neysla áfengis (einkum þegar máltíð er sleppt)

ákveðin önnur lyf eru tekin (sjá

Notkun annarra lyfja samhliða Amaryl

hér fyrir neðan)

líkamsþjálfun aukin og ekki borðað nóg eða ef fæðan inniheldur minni kolhýdröt en venjulega

Einkenni blóðsykursfalls eru meðal annars:

Svengdartilfinning, höfuðverkur, ógleði, uppköst, þróttleysi, syfja, svefntruflanir, eirðarleysi,

árásargirni, einbeitingarskortur, minni árvekni og viðbragðsflýtir, þunglyndi, rugl, tal- og

sjóntruflanir, þvoglumæli, skjálfti, lömun að hluta til, truflun á snertiskyni, svimi og vanmáttur.

Eftirtalin einkenni geta einnig komið fram: Aukin svitamyndun, þvöl húð, kvíði, aukin

hjartsláttartíðni, háþrýstingur, hjartsláttarónot, skyndilegur mikill brjóstverkur, sem getur leitt út

í nálæg svæði (hjartaöng og hjartsláttaróregla)

Ef blóðsykursgildið heldur áfram að lækka getur þú fengið óráð (delerium), krampa, misst sjálfstjórn,

öndun getur orðið grunn og hjartsláttur hægist, þú gætir misst meðvitund.

Klínísk einkenni verulegs blóðsykurfalls geta líkst því að fá heilablóðfall.

Meðferð við blóðsykursfalli:

Í flestum tilvikum hverfa einkenni blóðsykursfalls

oftast fljótt eftir inntöku sykurs í einhverju formi,

t.d. sykurmola, sætum ávaxtasafa, sætu tei. Þess vegna átt þú alltaf að ganga með sykur í einhverri

mynd á þér, t.d. sykurmola). Athugið að gervisykur hefur engin áhrif. Hafið samband við lækninn eða

farið á næsta sjúkrahús ef inntaka sykurs hjálpar ekki eða ef einkenni koma aftur.

Rannsóknarniðurstöður

Blóðsykursgildi eða sykur í þvagi á að mæla reglulega. Læknirinn getur einnig tekið blóðsýni til að

fylgjast með blóðhag eða lifrarstarfsemi.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Amaryl hjá börnum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Amaryl

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Læknirinn getur breytt Amaryl skammtinum, ef þú ert samtímis að nota önnur lyf sem minnka eða

auka áhrif Amaryl á blóðsykursgildið.

Eftirtalin lyf geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif Amaryl, sem getur aukið áhættuna á blóðsykursfalli:

Önnur sykursýkislyf (svo sem insúlín eða metformin)

Verkjalyf og bólgueyðandi lyf (fenýlbútazón, azóprópazón, oxýfenbútazón, aspirínskyld lyf)

Lyf við þvagfærasýkingu (svo sem langverkandi súlfónamíð)

Sýklalyf og sveppalyf (tetrasýklín, klóramfenikól, flúkónazól, míkónazól, kínólónar,

klaritrómysín)

Segavarnarlyf (kúmarínafleiður svo sem warfarín)

Vefaukandi lyf (anabólískir sterar)

Karlhormón notuð við uppbótarmeðferð

Þunglyndislyf (flúoxitín, MAO-hemlar)

Blóðfitulækkandi lyf (fibröt)

Blóðþrýstingslækkandi lyf (ACE-hemlar)

Lyf við hjartsláttartruflunum, sem notuð eru til að hafa stjórn á óreglulegum hjartslætti

(dísópýramíð)

Lyf við þvagsýrugigt (allópúrinól, próbenisíð, súlfinpýrazón)

Krabbameinslyf (cyklófosfamíð, ífosfamíð, trófosfamíð)

Megrunarlyf (fenflúramín)

Æðavíkkandi lyf sem gefin eru í stórum skömmtum með innrennsli (pentoxifyllin)

Ofnæmislyf, sem notuð er til meðferðar á nefstíflu, svo sem frjónæmi (tritokvalín)

Andaðrenvirk lyf til meðferðar á háþrýstingi, hjartabilun eða blöðruhálskirtilseinkennum.

Eftirfarandi lyf geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum Amaryl, sem getur aukið hættu á

blóðsykurshækkun (of háu blóðsykursgildi):

Kvenhormón (östrógen, prógestógen)

Þvagræsilyf (tíazíð)

Skjaldkirtilshormón (svo sem levótýroxín)

Ofnæmis- og bólgueyðandi lyf (sykursterar)

Lyf sem notuð eru til að meðhöndla alvarlega geðsjúkdóma (klórprómasín og aðrar fenótíasín-

afleiður)

Lyf notuð til meðferðar á hægum hjartslætti, við astma eða við nefstíflu, hóstastillandi lyf og

kveflyf, megrunarlyf eða lyf sem eru notuð við lífshættuleg bráðatilfelli (adrenalín og aðrenvirk

lyf)

Kólesteróllækkandi lyf (nikótínsýra)

Hægðalosandi lyf, þegar þau eru notuð í lengri tíma (laxerandi lyf)

Flogaveikilyf (fenýtoín)

Kvíðastillandi lyf og svefnlyf (barbitúröt)

Glákulyf (azetazólamíð)

Blóðþrýstingslækkandi lyf eða blóðsykurslækkandi lyf (diazoxíð)

Sýklalyf, berklalyf (rifampisín)

Blóðsykurshækkandi lyf (glúkagon).

Eftirtalin lyf geta aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum Amaryl:

Lyf sem notuð eru til meðferðar á magasárum (kölluð histamín-blokkar)

Lyf sem notuð eru til meðferðar á háum blóðþrýstingi eða hjartabilun svo sem beta-blokkar,

klónidín, guanetidín og reserpin. Þessi lyf geta einnig dulið einkenni um blóðsykursfall og því

er nauðsynlegt að gæta sérstakrar varúðar þegar þessi lyf eru notuð.

Amaryl getur einnig aukið eða dregið úr áhrifum eftirtalinna lyfja:

Segavarnarlyfja (kúmarín-afleiða, svo sem warfarín).

Colesevelam sem er kólesteróllækkandi lyf hefur áhrif á frásog Amaryl. Til þess að koma í

veg fyrir þessi áhrif á því á að taka Amaryl að minnsta kosti 4 klst. fyrir töku colesevelams.

Notkun Amaryl með mat, drykk eða áfengi

Áfengi getur aukið eða minnkað blóðsykurslækkandi áhrif Amaryl á ófyrirsjáanlegan hátt.

Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Amaryl má ekki nota á meðgöngu. Láttu lækninn vita ef þú telur að þú sért barnshafandi eða áformar

að verða barnshafandi.

Brjóstagjöf

Amaryl berst í brjóstamjólk. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Amaryl.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Einbeitingarhæfni eða viðbragðsflýtir geta skerst ef þú ert með of lágan (blóðsykursfall) eða of háan

blóðsykur (blóðsykurshækkun) eða ef þú færð sjóntruflanir sem afleiðingu af slíku ástandi.

Hafðu þetta í huga við allar aðstæður vegna þess að þú gætir sett sjálfa/-n þig eða aðra í hættu (t.d. við

bifreiðaakstur eða notkun véla). Hafðu samband við lækninn ef:

blóðsykursfall verður oft hjá þér

viðvörunareinkenni blóðsykursfalls eru lítil eða engin.

Amaryl inniheldur laktósa

Amaryl inniheldur mjólkursykur (laktósa). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband

við lækni áður er lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Amaryl

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Notkun lyfsins

Þetta lyf er til inntöku. Taktu lyfið strax fyrir eða um leið og þú snæðir fyrstu máltíð dagsins

(yfirleitt með morgunmat). Ef þú snæðir ekki morgunmat skaltu taka lyfið á þeim tíma sem

læknirinn hefur mælt fyrir um. Mikilvægt er að sleppa ekki úr máltíð þegar þú tekur Amaryl.

Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með að minnsta kosti hálfu glasi af vatni. Töflurnar má hvorki

mylja né tyggja.

Skipta má töflunni í jafna skammta

Skammtastærð

Læknirinn ákveður skammtastærð Amaryl með hliðsjón af þörfum þínum, ástandi og niðurstöðum

blóð- og þvagrannsókna. Ekki má taka fleiri töflur en læknirinn hefur mælt fyrir um.

Venjulegur upphafsskammtur er ein 1 mg Amaryl tafla á sólarhring.

Ef nauðsyn krefur er hugsanlegt að læknirinn auki skammtinn eftir 1–2 vikna meðferð.

Hámarksskammtur er Amaryl 6 mg tafla á sólarhring.

Samsett meðferð með glímepíriði og metformíni eða með glímipíriði ásamt insúlíni er stundum

notuð í upphafi. Í þeim tilfellum ákveður læknirinn hæfilega skammta af glímepíriði,

metformíni eða insúlíni fyrir þig.

Verði breyting á líkamsþyngd þinni, lífsstíl eða ef þú ert undir miklu álagi getur það krafist

breytinga á Amaryl skammtinum; þú verður því að upplýsa lækninn um það.

Ef þér finnst áhrifin af lyfinu of lítil eða of mikil skaltu ekki breyta skammtinum sjálf/-ur heldur

ráðfæra þig við lækninn.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú hefur tekið of stóran skammt af Amaryl eða viðbótarskammt er hætta á blóðsykursfalli (einkenni

blóðsykursfalls sjá kafla 2) verður þú þegar í stað að neyta meiri sykurs (t.d. nokkurra sykurmola,

drekka sætan ávaxtasafa eða sykrað te) og láta lækninn strax vita. Við meðhöndlun blóðsykursfalls hjá

börnum, sem hafa tekið inn lyfið fyrir slysni, verður að hafa nákvæmt eftirlit með sykurmagninu til að

forðast hugsanlega blóðsykurshækkun, sem er hættuleg. Meðvitundarlausum einstaklingum má hvorki

gefa mat né drykk.

Vegna þess að blóðsykursfall getur varað í þó nokkurn tíma er mjög mikilvægt að fylgjast náið með

sjúklingnum þar til hættan er liðin hjá. Nauðsynlegt getur verið að leggja sjúklinginn inn á sjúkrahús í

öryggisskyni. Hafið lyfjapakkninguna meðferðis og sýnið lækninum það sem eftir er af töflunum, svo

læknirinn geti séð hversu margar töflur hafi verið teknar inn.

Verulegt blóðsykursfall ásamt meðvitundarleysi og verulegri truflun á taugastarfsemi er klínísk

bráðatilfelli sem krefjast tafarlausrar læknismeðferðar og innlagnar á sjúkrahús.

Tryggja verður að ávallt sé til staðar einstaklingur með þekkingu á ástandinu sem getur haft samband

við lækni ef bráðatilfelli kemur upp.

Ef gleymist að nota Amaryl:

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Amaryl:

Ef þú gerir hlé á töku lyfsins eða hættir að taka lyfið inn verður þú að gera þér grein fyrir því að

æskileg blóðsykurslækkandi áhrif nást ekki eða sjúkdómurinn versnar á ný.

Haltu áfram að taka Amaryl þar til læknirinn segir þér að hætta.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur lyfið valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Láttu lækninn strax vita ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum:

Ofnæmi (þar með talið æðabólgur, oft með útbrotum) sem getur þróast í alvarlegt ofnæmi með

öndunarörðugleikum og blóðþrýstingsfalli sem stundum versnar og getur leitt til losts.

Óeðlileg lifrarstarfsemi, þar með talið gullitun húðar (gula), truflun á gallseytingu (gallteppa),

lifrarbólga eða lifrarbilun.

Húðofnæmi, svo sem kláði, útbrot, ofsakláði og aukið næmi fyrir sólarljósi (sólarofnæmi). Sum

væg ofnæmi geta þróast í alvarlegt ofnæmi.

Verulegt blóðsykursfall, þar með talið meðvitundarleysi, krampar eða dá.

Sumir sjúklingar fá eftirfarandi aukaverkanir þegar þeir eru á Amaryl meðferð:

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Lágur blóðsykur (blóðsykursfall) (sjá kafla 2)

Fækkun blóðfrumna:

blóðflagna (eykur hættu á blæðingum og mari)

hvítra blóðkorna (eykur hættu á sýkingum)

rauðra blóðkorna (getur valdið fölva og máttleysi eða öndunarerfiðleikum)

Yfirleitt ganga þessi einkenni til baka þegar notkun Amaryl hefur verið hætt.

Þyngdaraukning

Hárlos

Truflun á bragðskyni

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

Ofnæmi (þar með talið æðabólgur, oft með útbrotum) sem getur þróast í alvarlegt ofnæmi með

öndunarörðugleikum og blóðþrýstingsfalli sem getur versnað og leitt til losts. Ef þú færð

eitthvert þessara einkenna

skal samstundis hafa samband við lækninn

Óeðlileg lifrarstarfsemi þar með talið gullitun húðar (gula), truflun á gallseytingu (gallteppa),

lifrarbólga eða lifrarbilun. Ef þ

ú færð eitthvert þessara einkenna skal samstundis hafa

samband við lækninn

Ógleði, uppköst, niðurgangur, tilfinning fyrir uppþembu og kviðverkir.

Minnkað natríummagn í sermi (kemur fram við blóðrannsókn).

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Húðofnæmi eins

og kláði, ofnæmisútbrot, ofsakláði og aukið næmi fyrir sólarljósi geta komið fram. Sum væg

ofnæmisviðbrögð geta versnað og orðið alvarleg með kyngingarörðugleikum eða

öndunarerfiðleikum með bólgnum vörum, koki eða tungu.

Ef þú færð eitthvert þessara einkenna

skal samstundis hafa samband við lækninn

Ofnæmisviðbrögð fyrir súlfónýlurealyfjum, súlfónamíðum eða skyldum lyfjum geta komið

fyrir.

Tímabundnar sjóntruflanir geta komið fram einkum í upphafi meðferðar með Amaryl. Þetta er

vegna breytinga á blóðsykursgildi og ætti að lagast fljótlega.

Hækkun lifrarensíma.

Alvarlegar, óeðlilegar blæðingar eða marblettir undir húð.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Amaryl

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið Amaryl 1 mg, 2 mg, 3 mg og 4 mg töflur við lægri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki nota lyfið ef þú verður vör/var við að töflurnar séu skemmdar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Amaryl inniheldur

Virka innihaldsefnið er glímepíríð

Hver tafla inniheldur 1 mg, 2 mg, 3 mg eða 4 mg af glimepíriði eftir því hvaða styrkleiki er

skráður á þynnuna og öskjuna.

Önnur innihaldsefni eru mjólkursykurseinhýdrat, natríumsterkjuglýkólat (gerð A),

magnesíumsterat, örkristallaður sellulósi, póvidón 25.000.

Til viðbótar innihalda töflurnar eftirtalin litarefni:

1 mg töflur innihalda rautt járnoxíð (E172).

2 mg töflur innihalda gult járnoxíð (E172) og indigótín (E132).

3 mg töflur innihalda gult járnoxíð (E172).

4 mg töflur innihalda indigótín (E132)

Lýsing á útliti Amaryl og pakkningastærðir

Amaryl töflur eru aflangar með deilistriki báðum megin. Hverri töflu má skipta í jafna helminga.

Töflurnar eru mismunandi á litinn eftir styrkleika:

1 mg töflur eru bleikar.

2 mg töflur eru grænar.

3 mg töflur eru ljósgular.

4 mg töflur eru ljósbláar.

Töflurnar eru fáanlegar í 14, 15 (aðeins Amaryl 1 mg), 20, 28, 30, 50, 60, 90, 112, 120, 280 og

300 stykkja pakkningum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi:

Markaðsleyfishafi:

sanofi-aventis Norge AS

Pósthólf 133

1325 Lysaker

Noregur

Framleiðendur:

Allir styrkleikar:

Sanofi S.p.A., Strada Statale 17, Km 22, 67019 Scoppito (L’Aquila), Ítalía

Sanofi Winthrop Industrie, 30-36 avenue Gustave Eiffel, 37100 Tours, Frakkland

2 mg og 3 mg:

UAB “Oriola Vilnius”, Laisvės pr. 75, LT-06144 Vilnius, Litháen.

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

210 Garðabæ.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Amaryl:

Austurríki, Búlgaría, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Eistland, Finnland, Þýskaland, Ísland,

Ítalía, Írland, Malta, Holland, Noregur, Rúmenía, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Bretland.

Amaryl Tablete: Slóvenía

Amaryl Tabletes: Lettland

Amaryl Tabletès: Litháen

Amarylle: Belgía, Lúxemborg

Amarel: Frakkland

Solosa: Grikkland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2017.