Altargo

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Altargo
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Altargo
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Sýklalyf og krabbameinslyf til dýrafræðilegrar notkunar
 • Lækningarsvæði:
 • Kossageit, Völdum Húð Sýkingum
 • Ábendingar:
 • Stuttan tíma meðferð eftirfarandi yfirborðskennd húð sýkingum: kossageit;, sýkta litla skurðum, sár eða saumuð sár. , Sjáðu kafla 4. 4 og 5. 1 fyrir mikilvægar upplýsingar varðandi klínískum virkni retapamulin gegn mismunandi tegundir af Þegar sýkt merkið bit. Íhuga ætti að opinbera leiðsögn á réttri notkun af sýklalyfjum.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 15

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Aftakað
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000757
 • Leyfisdagur:
 • 24-05-2007
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000757
 • Síðasta uppfærsla:
 • 11-05-2020

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Altargo 10 mg/g smyrsli

Retapamúlín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Altargo og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Altargo

Hvernig nota á Altargo

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Altargo

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Altargo og við hverju það er notað

Altargo smyrsli inniheldur sýklalyf sem kallast retapamúlín, sem er notað á húð.

Altargo er notað til meðferðar gegn bakteríusýkingum sem ná til lítilla húðsvæða. Sýkingar sem má

meðhöndla eru m.a. kossageit (sem veldur hrúðri á sýktum svæðum) og sýkingar í skurðum, skeinum

og saumuðum sárum.

Altargo er ætlað fullorðnum og börnum níu mánaða og eldri.

2.

Áður en byrjað er að nota Altargo

Ekki má nota Altargo

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir retapamúlíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Altargo er notað.

Ef þú tekur eftir því að sýkingin versnar eða að roði eykst eða erting eða önnur einkenni koma fram á

meðferðarsvæðinu, skaltu hætta notkun Altargo og greina lækninum frá því. Sjá einnig kafla 4 í

þessum fylgiseðli.

Ef sýkingin hefur ekkert lagast á tveimur til þremur dögum skaltu hafa samband við lækninn.

Börn

Altargo skal ekki nota hjá börnum sem eru yngri en níu mánaða.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Notkun annarra lyfja samhliða Altargo

Berðu ekki önnur smyrsli, krem eða húðmjólk á svæðið sem verið er að meðhöndla með Altargo nema

læknirinn hafi gefið sérstök fyrirmæli um það.

Láttu lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Ef sjúklingurinn er barn yngra en tveggja ára er sérstaklega mikilvægt að þú látir lækninn vita um öll

önnur lyf sem barnið fær, þ.m.t. lyf sem fengin eru án lyfseðils. Hugsanlegt er að notkun Altargo hjá

börnum sem taka ákveðin lyf (svo sem sum lyf gegn sveppasýkingum) geti valdið því að þéttni

Altargo í blóði verði hærri en venjulega. Þetta gæti valdið aukaverkunum. Læknirinn mun ákveða

hvort nota megi Altargo hjá barni yngri en 2 ára sem tekur önnur lyf.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Læknirinn mun ákveða hvort þessi meðferð hentar þér.

Akstur og notkun véla

Ekki er búist við því að Altargo hafi áhrif á hæfni þína til að aka eða nota vélar.

Altargo inniheldur bútýlerað hýdroxýtólúen (E321)

Það getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu) eða ertingu í augum og slímhúð.

3.

Hvernig nota á Altargo

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hvernig Altargo er borið á

Venjulega er þunnt lag af smyrslinu borið á sýkta húðsvæðið tvisvar sinnum á dag í fimm daga.

Eftir að þú hefur borið smyrslið á getur þú sett dauðhreinsaðar sáraumbúðir eða grisju yfir, nema

læknirinn hafi sagt þér að setja engar umbúðir yfir.

Haltu áfram að nota Altargo eins lengi og læknirinn hefur gefið ráðleggingar um.

Altargo er eingöngu til notkunar á húð. Það má ekki setja í augu, munn eða á varir, inn í nef eða inn í

kynfæri kvenna. Ef smyrslið fer óvart á þessi svæði skaltu þvo svæðið með vatni og ráðfæra þig við

lækni ef þú finnur fyrir óþægindum. Ef þú notar Altargo óvart innan í nefið gætirðu fengið blóðnasir.

Þvoðu hendurnar áður og eftir að þú notar smyrslið.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Þurrkaðu umframmagn af smyrslinu vandlega af.

Ef gleymist að nota Altargo

Berðu smyrslið á strax og þú manst eftir því og síðan næsta skammt á venjulegum tíma.

Ef Altargo er tekið inn fyrir slysni

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing til að fá ráðleggingar.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Ef hætt er að nota Altargo

Ef þú hættir að nota Altargo of snemma getur bakterían farið að fjölga sér aftur og sýkingin tekið sig

upp á ný. Ekki hætta að nota lyfið áður en þú hefur talað við lækninn eða lyfjafræðing.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Einkenni sem þarf að fylgjast með

Alvarleg viðbrögð í húð eða ofnæmi (tíðni ekki þekkt)

Ef þú færð alvarleg viðbrögð í húð eða ofnæmi (t.d. verulegan kláða eða veruleg útbrot, þrota í andlit,

varir eða tungu):

hættu að nota Altargo

þurrkaðu smyrslið vandlega af

hafðu

strax

samband við lækninn eða lyfjafræðing

Eftirfarandi aukaverkanir hafa komið fram á húð þar sem Altargo hefur verið borið á:

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

- erting í húð

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

- verkur, kláði, roði eða útbrot (snertiexem)

Aðrar aukaverkanir (tíðni ekki þekkt, ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

- sviði

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, hjúkrunarfræðinginn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Altargo

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir „Fyrnist“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Fargið opnum túpum 7 dögum eftir að þær hafa verið opnaðar, jafnvel þó þær séu ekki tómar. Ekki

skal geyma þær til að nota síðar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Altargo inniheldur

Virka innihaldsefnið er retapamúlín. Hvert gramm af smyrsli inniheldur 10 mg af retapamúlíni.

Önnur innihaldsefni eru hvítt, mjúkt paraffín og bútýlhýdroxýtólúen (E321), sem er

rotvarnarefni.

Lýsing á útliti Altargo og pakkningastærðir

Altargo er mjúkt, beinhvítt smyrsli.

Það er í áltúpu með plasttappa, sem inniheldur 5, 10 eða 15 grömm af smyrsli eða í

álþynnuskammtapoka sem inniheldur 0,5 g af smyrsli.

Pakkning með 1 túpu.

Pakkning með 12 skammtapokum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar hér á landi.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Framleiðandi

Glaxo Group Ltd

980 Great West Road

Brentford

Middlesex TW8 9GS

Bretland

Glaxo Operations UK, Ltd, (trading as Glaxo

Wellcome Operations)

Harmire Road

Barnard Castle

County Durham DL12 8DT

Bretland

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v.

Tél/Tel: + 32 (0)10 85 52 00

Luxembourg/Luxemburg

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v.

Belgique/Belgien

Tél/Tel: + 32 (0)10 85 52 00

България

ГлаксоСмитКлайн ЕООД

Teл.: + 359 2 953 10 34

Magyarország

GlaxoSmithKline Kft.

Tel.: + 36 1 225 5300

Česká republika

GlaxoSmithKline s.r.o.

Tel: + 420 222 001 111

cz.info@gsk.com

Malta

GlaxoSmithKline Malta (Malta) Limited

Tel: + 356 21 238131

Danmark

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Tlf: + 45 36 35 91 00

dk-info@gsk.com

Nederland

GlaxoSmithKline BV

Tel: + 31 (0)30 6938100

nlinfo@gsk.com

Deutschland

GlaxoSmithKline GmbH & Co. KG

Tel.: + 49 (0)89 36044 8701

produkt.info@gsk.com

Norge

GlaxoSmithKline AS

Tlf: + 47 22 70 20 00

firmapost@gsk.no

Eesti

GlaxoSmithKline Eesti OÜ

Tel: + 372 6676 900

estonia@gsk.com

Österreich

GlaxoSmithKline Pharma GmbH

Tel: + 43 (0)1 97075 0

at.info@gsk.com

Ελλάδα

GlaxoSmithKline A.E.B.E.

Τηλ: + 30 210 68 82 100

Polska

GSK Services Sp. z o.o.

Tel.: + 48 (0)22 576 9000

España

Stiefel Farma, S.A.

Tel: + 34 902 202 700

es-ci@gsk.com

Portugal

GlaxoSmithKline – Produtos Farmacêuticos, Lda

Tel: + 351 21 412 95 00

FI.PT@gsk.com

France

Laboratoire GlaxoSmithKline

Tél.: + 33 (0)1 39 17 84 44

diam@gsk.com

România

GlaxoSmithKline (GSK) S.R.L.

Tel: + 4021 3028 208

Hrvatska

GlaxoSmithKline d.o.o.

Tel: + 385 1 6051 999

Ireland

GlaxoSmithKline (Ireland) Limited

Tel: + 353 (0)1 4955000

Slovenija

GlaxoSmithKline d.o.o.

Tel: + 386 (0)1 280 25 00

medical.x.si@gsk.com

Ísland

Vistor hf.

Sími: + 354 535 7000

Slovenská republika

GlaxoSmithKline Slovakia s. r. o.

Tel: + 421 (0)2 48 26 11 11

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

recepcia.sk@gsk.com

Italia

GlaxoSmithKline S.p.A.

Tel: + 39 (0)45 9218 111

Suomi/Finland

GlaxoSmithKline Oy

Puh/Tel: + 358 (0)10 30 30 30

Finland.tuoteinfo@gsk.com

Κύπρος

GlaxoSmithKline (Cyprus) Ltd

Τηλ: + 357 22 89 95 01

gskcyprus@gsk.com

Sverige

GlaxoSmithKline AB

Tel: + 46 (0)8 638 93 00

info.produkt@gsk.com

Latvija

GlaxoSmithKline Latvia SIA

Tel: + 371 67312687

lv-epasts@gsk.com

United Kingdom

GlaxoSmithKline UK

Tel: + 44 (0)800 221441

customercontactuk@gsk.com

Lietuva

GlaxoSmithKline Lietuva UAB

Tel: + 370 5 264 90 00

info.lt@gsk.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

http://www.ema.europa.eu/

Upplýsingar á íslensku eru á

http://www.serlyfjaskra.is

Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi