Aloxi

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Aloxi
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Aloxi
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Andstæðingur til varnar og antinauseants
 • Lækningarsvæði:
 • Uppköst, Krabbamein
 • Ábendingar:
 • Aloxi er fram í fyrir fullorðna:fyrirbyggja bráð ógleði og uppköstum tengslum með mjög emetogenic krabbamein lyfjameðferð, koma í veg fyrir ógleði og uppköstum tengslum við nokkuð emetogenic krabbamein lyfjameðferð. Aloxi er ætlað í börn sjúklingar 1 mánuði aldri og eldri fyrir:fyrirbyggja bráð ógleði og uppköstum tengslum með mjög emetogenic krabbamein lyfjameðferð og koma í veg fyrir ógleði og uppköstum tengslum við nokkuð emetogenic krabbamein lyfjameðferð.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 21

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000563
 • Leyfisdagur:
 • 21-03-2005
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000563
 • Síðasta uppfærsla:
 • 28-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Aloxi 250 míkrógrömm stungulyf, lausn

Palonósetrón

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en lyfið er gefið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Aloxi og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að gefa þér Aloxi

Hvernig þér er gefið Aloxi

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Aloxi

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Aloxi og við hverju það er notað

Aloxi inniheldur virka efnið palonósetrón. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „serótónín (5HT

hemlar“.

Aloxi er notað hjá fullorðnum, unglingum og börnum eldri en 1 mánaðar gömlum til að koma í veg

fyrir ógleði og uppköst í tengslum við meðferð við krabbameini sem kallast krabbameinslyfjameðferð.

Það virkar með því að hamla virkni efnis sem kallast serótónín, sem getur valdið ógleði og uppköstum.

2.

Áður en byrjað er að gefa þér Aloxi

Ekki má nota Aloxi:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir palonósetróni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Þér verður ekki gefið Aloxi ef eitthvað af ofantöldu á við um þig. Ef þú ert ekki viss, skaltu leita ráða

hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en þér er gefið lyfið.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Aloxi er notað ef:

þú ert með þarmastíflu eða hefur áður verið með endurtekna hægðatregðu.

þú hefur verið með hjartasjúkdóm eða ef hjartasjúkdómar eru í fjölskyldunni, eins og breytingar

á hjartsláttartakti („QT lenging“).

um er að ræða truflun á jafnvægi blóðsalta sem þú hefur ekki fengið meðferð við, svo sem

kalíums og magnesíums.

Ef eitthvað af ofantöldu á við um þig (eða ef þú ert ekki viss), skaltu leita ráða hjá lækninum eða

hjúkrunarfræðingnum áður en þér er gefið Aloxi.

Notkun annarra lyfja samhliða Aloxi

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð

eða kynnu að verða notuð. Láttu sérstaklega vita ef þú tekur eftirfarandi lyf:

Lyf við þunglyndi eða kvíða

Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita ef þú tekur lyf við þunglyndi eða kvíða, þar á meðal:

Lyf sem kallast sértækir serótónín endurupptökuhemlar eins og flúoxetín, paroxetín, sertralín,

flúvoxamín, cítalópram og escítalópram.

Lyf sem kallast sértækir serótónín noradrenalín endurupptökuhemlar eins og venlafaxín og

duloxetín (getur leitt til myndunar serótónínheilkennis og skal nota með varúð).

Lyf sem geta haft áhrif á hjartsláttinn

Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita ef þú tekur lyf sem hafa áhrif á hjartsláttinn, það er vegna

þess að þau geta valdið hjartsláttartruflunum þegar þau eru tekin með Aloxi. Þar á meðal:

lyf við hjartavandamálum, eins og amíódarón, níkardipín og kínidín

lyf við sýkingum, eins og moxifloxasín og erýtrómýsín

lyf við alvarlegum geðsjúkdómum, eins og halóperídól, klórprómazín, quetíapín og tíórídazín

lyf við ógleði og uppköstum sem kallast domperídón.

Ef eitthvað af ofantöldu á við um þig (eða þú ert ekki viss), skaltu leita ráða hjá lækninum eða

hjúkrunarfræðingnum áður en þú notar Aloxi. Það er vegna þess að þessi lyf gætu valdið

hjartsláttartruflunum ef þau eru tekin með Aloxi.

Meðganga

Ef þú ert eða telur að þú gætir verið þunguð, gefur læknirinn þér ekki Aloxi nema hann telji augljósa

nauðsyn á því. Það er vegna þess að ekki er vitað hvort Aloxi gæti skaðað barnið.

Leitaðu ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingi áður en þér er gefið þetta lyf ef þú ert eða telur að

þú gætir verið þunguð.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort Aloxi skilst út í brjóstamjólk.

Leitaðu ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður þér er gefið þetta lyf ef þú hefur barn á

brjósti.

Akstur og notkun véla

Þú gætir fundið fyrir sundli eða þreytu eftir að þér hefur verið gefið lyfið. Ef það gerist, áttu ekki að

aka eða nota tæki eða vélar.

Aloxi inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverju hettuglasi, þ.e.a.s. nær laust við

natríum.

3.

Hvernig þér er gefið Aloxi

Að jafnaði gefur læknir eða hjúkrunarfræðingur Aloxi.

Þér verður gefið lyfið u.þ.b. 30 mínútum áður en krabbameinslyfjameðferð er gefin.

Fullorðnir

Ráðlagður skammtur af Aloxi er 250 míkrógrömm.

Það er gefið með inndælingu í bláæð.

Börn og ungt fólk (á aldrinum 1 mánaðar til 17 ára)

Læknirinn ákveður réttan skammt með tilliti til líkamsþyngdar.

Hámarksskammtur er 1.500 míkrógrömm.

Aloxi verður gefið sem dreypi (hæg inndæling í bláæð).

Ekki er mælt með því að þér sé gefið Aloxi dagana eftir krabbameinslyfjameðferð nema þú eigir að fá

aðra lotu af krabbameinslyfjameðferð.

Leitaðu til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fyrir af þessu lyfi:

Alvarlegar aukaverkanir

Láttu lækninn tafarlaust vita ef vart verður við einhverja af eftirfarandi alvarlegum aukaverkunum:

ofnæmisviðbrögð, einkennin geta m.a. verið þroti í vörum, andliti, tungu eða koki, erfiðleikar við

öndun eða yfirlið, einnig geta komið fram upphleypt húðútbrot með kláða (ofsakláði). Þetta kemur

örsjaldan fyrir: getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum.

Láttu lækninn tafarlaust vita ef vart verður við einhverja af ofangreindum alvarlegum aukaverkunum.

Aðrar aukaverkanir

Láttu lækninn vita ef vart verður við einhverja af neðangreindum aukaverkunum:

Fullorðnir

Algengar:

geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

höfuðverkur, sundl

hægðatregða, niðurgangur.

Sjaldgæfar:

geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

litabreytingar eða útvíkkun bláæða

óvenjulega mikil vellíðan eða kvíðatilfinning

syfja eða erfiðleikar með svefn

minnkuð matarlyst eða lystarleysi

máttleysi, þreyta, hiti eða flensulík einkenni

dofi, sviði, eða náladofi í húð

húðútbrot með kláða

sjónskerðing eða erting í augum

ferðaveiki

suð fyrir eyrum

hiksti, vindgangur (uppþemba), munnþurrkur eða meltingartruflanir

kviðverkir (magaverkir)

erfiðleikar við að kasta vatni (hafa þvaglát)

liðverkir.

Láttu lækninn vita ef vart verður við einhverja af ofangreindum aukaverkunum.

Sjaldgæfar aukaverkanir sem fram koma á prófunum:

geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

100 einstaklingum

hár eða lágur blóðþrýstingur

óeðlileg hjartsláttartíðni eða ófullnægjandi blóðflæði til hjartans

óeðlilega há eða lág gildi kalíums í blóði

hár blóðsykur eða sykur í þvagi

lág kalsíumgildi í blóði

há gildi litarefnisins bílirúbíns í blóði

há gildi ákveðinna lifrarensíma

breytingar á hjartalínuriti (QT lenging).

Koma örsjaldan fyrir:

geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum

sviði, verkur eða roði á stungustað.

Börn og ungt fólk

Algengar:

geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

höfuðverkur.

Sjaldgæfar:

geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

sundl

rykkjóttar líkamshreyfingar

óeðlilegur hjartsláttur

hósti eða mæði

blóðnasir

húðútbrot með kláða eða ofsakláði

hiti

verkur á innrennslisstað.

Láttu lækninn vita ef vart verður við einhverja af ofangreindum aukaverkunum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í

þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í

hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Aloxi

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á hettuglasinu og öskjunni á eftir

„EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Notist aðeins einu sinni. Farga ber ónotaðri lausn.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Aloxi inniheldur

Virka innihaldsefnið er palonósetrón (sem hýdróklóríð). Hver ml af lausn inniheldur

50 míkrógrömm af palonósetróni. Í hverju hettuglasi með 5 ml af lausn eru 250 míkrógrömm af

palonósetróni.

Önnur innihaldsefni eru mannitól, tvínatríumedetat, natríumsítrat, sítrónsýrueinhýdrat, vatn fyrir

stungulyf, natríumhýdroxíð og saltsýra.

Lýsing á útliti Aloxi og pakkningastærðir

Aloxi stungulyf, lausn, er tær, litlaus lausn í pakkningu með einu hettuglasi úr gleri af gerð I með

klóróbútýlsilíkón-gúmmítappa og álloki, sem inniheldur 5 ml af lausn. Í hverju hettuglasi er einn

skammtur.

Hver pakkning inniheldur 1 hettuglas með 5 ml af lausn.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Helsinn Birex Pharmaceuticals Ltd.

Damastown

Mulhuddart

Dublin 15

Írland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Aloxi 500 míkrógrömm mjúk hylki

Palonósetrón

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Aloxi og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Aloxi

Hvernig nota á Aloxi

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Aloxi

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Aloxi og við hverju það er notað

Aloxi inniheldur virka efnið palonósetrón. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „serótónín (5HT

hemlar“.

Aloxi er notað hjá fullorðnum til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst í tengslum við meðferð við

krabbameini sem kallast krabbameinslyfjameðferð.

Það virkar með því að hamla virkni efnis sem kallast serótónín, sem getur valdið ógleði og uppköstum.

2.

Áður en byrjað er að nota Aloxi

Ekki má nota Aloxi:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir palonósetróni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Þú mátt ekki nota Aloxi ef eitthvað af ofantöldu á við um þig. Ef þú ert ekki viss, skaltu leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en þú tekur þetta lyf.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Aloxi er notað ef:

þú ert með þarmastíflu eða hefur áður verið með endurtekna hægðatregðu.

þú hefur verið með hjartasjúkdóm eða ef hjartasjúkdómar eru í fjölskyldunni, eins og breytingar

á hjartslætti („QT lenging“).

um er að ræða truflun á jafnvægi blóðsalta sem þú hefur ekki fengið meðferð við, svo sem

kalíums og magnesíums.

Börn

Ekki má gefa börnum þetta lyf.

Notkun annarra lyfja samhliða Aloxi

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Láttu sérstaklega vita ef þú tekur eftirfarandi lyf:

Lyf við þunglyndi eða kvíða

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú tekur lyf við þunglyndi eða kvíða, þar á meðal:

lyf sem kallast sértækir serótónín endurupptökuhemlar eins og flúoxetín, paroxetín, sertralín,

flúvoxamín, cítalópram og escítalópram

lyf sem kallast sértækir serótónín noradrenalín endurupptökuhemlar eins og venlafaxín og

duloxetín (getur leitt til myndunar serótónínheilkennis og skal nota með varúð).

Ef eitthvað af ofantöldu á við um þig (eða ef þú ert ekki viss), skaltu leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en þú tekur Aloxi.

Lyf sem geta haft áhrif á hjartsláttinn

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú tekur lyf sem hafa áhrif á hjartsláttinn, það er vegna þess að

það geta valdið hjartsláttartruflunum þegar þau eru tekin með Aloxi. Þar á meðal:

lyf við hjartavandamálum, eins og amíódarón, níkardipín og kínidín

lyf við sýkingum, eins og moxifloxasín og erýtrómýsín

lyf við alvarlegum geðsjúkdómum eins og halóperídól, klórprómazín, quetíapín og tíórídazín

lyf við ógleði og uppköstum sem kallast domperídón.

Ef eitthvað af ofantöldu á við um þig (eða þú ert ekki viss), skaltu leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en þú notar Aloxi, það er vegna þess að þessi lyf gætu valdið hjartsláttartruflunum

ef þau eru tekin með Aloxi.

Meðganga

Ef þú ert eða telur að þú gætir verið þunguð gefur læknirinn þér ekki Aloxi nema hann telji augljósa

nauðsyn á því. Það er vegna þess að ekki er vitað hvort Aloxi gæti skaðað barnið.

Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en þetta lyf er notað, ef þú ert eða telur að þú gætir

verið þunguð.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort Aloxi skilst út í brjóstamjólk.

Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en þú notar þetta lyf ef þú hefur barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Þú gætir fundið fyrir sundli eða þreytu eftir að þú hefur tekið lyfið. Ef það gerist, áttu ekki að aka eða

nota tæki eða vélar.

Aloxi inniheldur sorbítól og getur innihaldið örlítið magn af soja

Þetta lyf inniheldur 7 mg af sorbítóli (tegund sykurs) í hverju hylki. Ef læknirinn hefur sagt þér að þú

hafir óþol fyrir sumum tegundum sykurs, skaltu leita ráða hjá lækninum áður en þú tekur þetta lyf.

Aloxi getur innihaldið örlítið magn af lesitíni úr soja. Ef þú ert með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja

máttu ekki taka lyfið. Hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum um

ofnæmisviðbrögð. Slík einkenni geta verið ofsakláði, útbrot, kláði, erfiðleikar við öndun eða

kyngingu, þroti í munni, andliti, vörum, tungu eða koki og stundum blóðþrýstingsfall.

3.

Hvernig nota á Aloxi

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er eitt hylki (500 míkrógrömm).

Að jafnaði muntu taka hylkið u.þ.b. 60 mínútum áður en krabbameinslyfjameðferðin er gefin.

Taka má lyfið með eða án matar.

Ekki er mælt með því að taka Aloxi dagana eftir krabbameinslyfjameðferð nema þú eigir að fá aðra

lotu af krabbameinslyfjameðferð.

Ef tekinn

er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú telur að þú hafir tekið meira Aloxi en þú átt að gera, skaltu tafarlaust láta lækninn vita af því.

Ef gleymist að taka Aloxi

Ólíklegt er að þú gleymir að taka lyfið. Hins vegar, ef þú telur að þú hafir gleymt að taka skammtinn,

skaltu tafarlaust láta lækninn vita af því.

Ef hætt er að taka Aloxi

Ekki hætta að taka lyfið án þess að ræða við lækninn. Ef þú ákveður að taka ekki Aloxi (eða önnur

svipuð lyf) er líklegt að þú finnir fyrir ógleði eða kastir upp af völdum

krabbameinslyfjameðferðarinnar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fyrir af þessu lyfi:

Alvarlegar aukaverkanir

Láttu lækninn tafarlaust vita ef vart verður við einhverja af eftirfarandi alvarlegum aukaverkunum:

ofnæmisviðbrögð, einkennin geta m.a. verið þroti í vörum, andliti, tungu eða koki, erfiðleikar við

öndun eða yfirlið, einnig geta komið fram upphleypt húðútbrot með kláða (ofsakláði). Þetta kemur

örsjaldan fyrir: getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum.

Láttu lækninn tafarlaust vita ef vart verður við einhverja af ofangreindum alvarlegum aukaverkunum.

Aðrar aukaverkanir

Láttu lækninn vita ef vart verður við einhverja af neðangreindum aukaverkunum:

Algengar:

geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

höfuðverkur.

Sjaldgæfar:

geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

erfiðleikar með svefn

mæði

þroti í augum

truflun á rafleiðni í hjarta

hægðatregða

ógleði

aukning litarefnisins „bilirúbíns“ í blóði (vísbending um truflun á lifrarstarfsemi)

vöðvaverkir.

Láttu lækninn vita ef vart verður við einhverja af ofangreindum aukaverkunum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Aloxi

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á þynnunni og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Aloxi inniheldur

Virka innihaldsefnið er palonósetrón. Hvert hylki inniheldur 500 míkrógrömm af palonósetróni

(sem hýdróklóríð).

Önnur innihaldsefni eru glýceról mónókaprýlókapróat (tegund I), polýglýceról oleat, glýceról,

hreinsað vatn, bútýlhýdroxýanísól, gelatín, sorbitól, títantvíoxíð.

Lýsing á útliti Aloxi og pakkningastærðir

Aloxi 500 míkrógramma hylki eru slétt, ljósbrún, ógegnsæ, kringlótt eða ílöng mjúk hylki, fyllt með

tærri gulleitri lausn. Þau eru afgreidd í pólýamíð/ál/PVC þynnum sem innihalda eitt eða fimm hylki.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Helsinn Birex Pharmaceuticals Ltd.,

Damastown,

Mulhuddart,

Dublin 15,

Írland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is