Almogran

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Almogran Filmuhúðuð tafla 12, 5 mg
 • Skammtar:
 • 12, 5 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Almogran Filmuhúðuð tafla 12,5 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 970d2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Almogran 12,5 mg filmuhúðaðar töflur

almotriptan

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Almogran og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Almogran

Hvernig nota á Almogran

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Almogran

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Almogran og við hverju það er notað

Almogran er mígrenilyf og tilheyrir flokki efna sem sérhæft virkja serótónín viðtaka.

Talið er að Almogran minnki bólguviðbrögð í tengslum við mígreni með því að bindast serotonin

viðtökunum í heilaæðum og valda þrengingu þeirra.

Almogran er notað til að draga úr höfuðverkjum af völdum mígreniskasta, hvort sem þau eru með eða

án fyrirboða.

2.

Áður en byrjað er að nota Almogran

Ekki má nota Almogran

ef um er að ræða ofnæmi fyrir almotriptani eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með eða hefur haft sjúkdóma sem skerða blóðflæði til hjartans eins og:

- hjartaáfall

- brjóstverk eða óþægindi sem eru vegna athafnarsemi eða álags

- hjartasjúkdóma sem ekki fylgja verkir

- brjóstverk sem kemur fram í hvíld

- verulegan háþrýsting

- vægan til í meðallagi háan blóðþrýsting sem ekki hefur náðst stjórn á

ef þú hefur áður fengið heilablóðfall eða skert blóðflæði til heilans

ef þú hefur verið með þrengingar í stóru slagæðum handleggja og fótleggja (útæðasjúkdómur)

ef þú tekur önnur lyf til meðhöndlunar á mígreni þar með talið ergótamín, díhýdróergótamín

og methysergíð eða aðra seratónin örva (t.d. sumatriptan)

ef þú ert með

alvarlegan

lifrarsjúkdóm

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Almogran er notað

ef sú tegund mígrenis sem þú ert með hefur ekki verið sjúkdómsgreind

ef þú ert með ofnæmi fyrir sýklalyfjum sem eru aðallega notuð til meðferðar á

þvagfærasýkingum (sulfonamíð)

ef einkenni höfuðverkjar eru frábrugðin þeim köstum sem þú færð venjulega, t.d. ef þú ert með

suð í eyrum eða svima, ef þú ert með skammvinna lömun í öðrum helming líkamans eða

lömun í vöðvum sem stjórna augnhreyfingum eða ef þú finnur fyrir einhverjum nýjum

einkennum

ef þú átt á hættu að fá hjartasjúkdóm, þar með talið ómeðhöndlaður háþrýstingur, of hátt

kólesteról, offita, sykursýki, reykingar, greinileg fjölskyldusaga um hjartasjúkdóma, ef þú ert

kona og ert komin yfir breytingaskeiðið eða karlmaður eldri en 40 ára)

ef þú ert með vægan til meðalalvarlegan lifrarsjúkdóm

ef þú ert með

alvarlegan

nýrnasjúkdóm

ef þú ert eldri en 65 ára (og því líklegri til að þjást af hækkuðum blóðþrýstingi)

Ef þú tekur þunglyndislyf af flokki sértækra serótónín endurupptökuhemla (SSRI) eða

serótónín noradrenalín endurupptökuhemla (SNRI). Sjá einnig Notkun annarra lyfja samhliða

Almogran.

Talið er að óhófleg notkun mígrenilyfja geti leitt til stöðugra daglegra höfuðverkja.

Börn og unglingar

Börn yngri en 18 ára eiga ekki að taka Almogran.

Aldraðir (65 ára og eldri)

Ef þú ert eldri en 65 ára áttu að hafa samband við lækni áður en þú byrjar að nota þetta lyf.

Notkun annarra lyfja samhliða Almogran

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Láttu lækninn vita:

ef þú tekur lyf við þunglyndi, eins og mónóamínoxidasa (MAO)-hemla (t.d.

móklóbemíð), sértæka serótónínendurupptökuhemla (t.d.flúoxetín) eða

serótónín-noradrenalínendurupptökuhemla (t.d. venlafaxín), vegna þess að

þessi lyf geta valdið

serótónínheilkenni

, aukaverkun sem getur verið

lífshættuleg. Einkenni serótónínheilkennis eru meðal annars, rugl, eirðarleysi,

hiti, sviti, ósamhæfðar hreyfingar útlima og augna, óstjórnlegir vöðvakippir

og niðurgangur

ef þú tekur náttúrulyfið jóhannesarjurt/jónsmessurunna (

Hypericum

perforatum

) vegna þess að það gæti aukið líkurnar á aukaverkunum.

Almotriptan á ekki að taka samhliða lyfjum sem innihalda ergótamín, sem einnig eru notuð til

meðferðar við mígreni. Hins vegar má taka lyfin hvort á eftir öðru svo framarlega sem nægjanlegur

tími sé á milli töku lyfjanna.

mælt er með að bíða í a.m.k. 6 klst. eftir töku almotriptan áður en ergotamín

er tekið inn.

mælt er með að bíða í a.m.k. 24 klst. eftir töku ergotamíns áður en almotriptan

er tekið inn.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Aðeins liggja fyrir upplýsingar um takmarkaðan fjölda þungana fyrir almotriptan. Almogran skal

eingöngu nota á meðgöngu hafi læknir ráðlagt það og eingöngu eftir að hann hefur íhugað vandlega

ávinning og áhættu.

Gæta skal varúðar þegar þetta lyf er tekið meðan barn er haft á brjósti. Forðast á að gefa brjóst í

24 klst. eftir töku lyfsins.

Akstur og notkun véla

Almogran getur valdið syfju. Ef þú finnur fyrir syfju áttu hvorki að aka né nota tæki eða vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft slík áhrif er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins.

Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

3.

Hvernig nota á Almogran

Eingöngu á að nota Almogran til meðferðar við raunverulegu mígrenikasti og ekki til að fyrirbyggja

mígreniköst eða höfuðverki.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fullorðnir (18-65 ára)

Ráðlagður skammtur er ein 12,5 mg tafla, sem á að taka eins fljótt og unnt er eftir að mígrenikast

hefst. Þó mígrenikastið dvíni ekki, skaltu ekki taka meira en eina töflu við sama kastinu.

Þú getur tekið aðra 12,5 mg töflu ef höfuðverkurinn kemur aftur innan 24 klst.

Ekki skal taka annan skammt fyrr en

a.m.k.

2 klst. eru liðnar frá töku fyrri skammtsins.

Ráðlagður hámarksskammtur er tvær (12,5 mg) töflur á sólarhring.

Töflurnar skal taka með vökva (t.d. vatni) og þær má taka með eða án matar.

Taka á

Almogran

eins fljótt og hægt er eftir að mígrenihöfuðverkurinn er byrjaður, þó það verki ef

það er tekið síðar.

Alvarlegur nýrnasjúkdómur

Ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm skaltu ekki taka meira en eina 12,5 mg töflu á 24 klst. fresti.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Almogran

Reyndu að taka Almogran eins og því var ávísað. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem

gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og á við um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum, en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

sundl

syfja (svefnhöfgi)

ógleði

uppköst

þreyta

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

stingir, eða doði í húð (náladofi)

höfuðverkur

hljóð í eyrum sem hljómar eins og hringing, drunur eða smellir (eyrnasuð)

hjartsláttarónot

herpingur í hálsi

meltingaróþægindi (meltingartruflun)

munnþurrkur

vöðvaverkur

beinverkir

verkir í brjósti

þróttleysi

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

10.000 einstaklingum)

kransæðakrampi

hjartadrep (hjartaáfall)

hraður hjartsláttur

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

ofnæmi (ofnæmisviðbrögð), þ.m.t. bjúgur í munni, hálsi eða á höndum

(ofnæmisbjúgur)

alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmisviðbrögð)

krampar (flog)

sjónskerðing, þokusýn (sjóntruflanir geta einnig komið fram meðan á

mígrenikastinu sjálfu stendur)

æðakrampi í þörmum, sem getur valdið skemmdum í þörmum (blóðþurrð í

þörmum). Þú gætir fengið kviðverki og blóðugan niðurgang.

Á meðan þú ert á meðferð með Almogran skaltu strax láta lækninn vita:

ef þú finnur fyrir brjóstverkjum, herpingi í brjósti eða í hálsi, eða einhver önnur einkenni sem

líkjast hjartaáfalli. Vinsamlegast láttu lækninn tafarlaust vita og taktu ekki fleiri Almogran töflur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Almogran

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á þynnunni og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Almogran inniheldur

Virka innihaldsefnið er almotriptan 12,5 mg (samsvarandi almotriptan D, L-hýdrógenmalati).

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni: Mannitól (E-421), örkristölluð sellulósa, póvidón, natríumsterkjuglýkólat,

natríumsterýlfumarat

Filmuhúðun: Hýprómellósa, títantvíoxíð (E-171), makrógól 400, carnaubavax

Lýsing á útliti Almogran og pakkningastærðir

Almogran eru hvítar, filmuhúðaðar, kringlóttar töflur merktar með „A“ á annarri hliðinni.

Almogran er pakkað í öskjur, 2, 3, 4, 6, 7, 9, 12, 14 eða 18 töflur í pakkningu.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Almirall, S.A. General Mitre 151, 08022 Barcelona, Spánn

Framleiðandi

Industria Farmacéuticas Almirall, S.A. Ctra. Nacional II, Km. 593 08740 Sant Andreu de la Barca -

Barcelona, Spánn

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535 7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Belgía

Almogran 12,5 mg filmomhulde tabletten

Bretland

Almogran 12.5 mg Film-coated tablet

Danmörk

Almogran 12,5 mg filmovertrukne tabletter

Finnland

Almogran 12,5 mg tabletti, kalvopäällysteinen

Frakkland

Almogran 12,5 mg comprimé pelliculé

Grikkland

Almogran 12,5 mg Επικαλυμμένα με λεπτό υμένιο δισκία

Holland

Almogran 12,5 mg omhulde tablet

Írland

Almogran 12.5 mg Film-coated tablet

Ísland

Almogran 12,5 mg filmuhúðaðar töflur

Ítalía

Almogran 12,5 mg compresse rivestite con film

Lúxemborg

Almogran 12,5 mg comprimés pelliculés

Noregur

Almogran 12,5 mg filmdrasjert tablett

Portúgal

Almogran 12,5 mg comprimidos revestidos por película

Spánn

Almogran 12,5 mg comprimidos recubiertos con película

Svíþjóð

Almogran 12,5 mg filmdragerad tablett

Þýskaland

Almogran 12,5 mg Filmtablette

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2015.