Allonol

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Allonol Tafla 100 mg
 • Skammtar:
 • 100 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Allonol Tafla 100 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 25cf9539-0e84-e311-bcf2-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Allonol 100 mg og 300 mg töflur

allopurinol

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Allonol og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Allonol

Hvernig nota á Allonol

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Allonol

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Allonol og við hverju það er notað

Allonol tilheyrir flokki lyfja sem kallast ensímhemlar, sem verka með því að stjórna hraðanum á

ákveðnum efnabreytingum í líkamanum.

Allopurinol er notað sem langtíma, fyrirbyggjandi meðferð við þvagsýrugigt og getur einnig

verið notað við öðrum kvillum sem tengjast of miklu magni af þvagsýru í líkamanum, þar með

talið nýrnasteinum og öðrum nýrnasjúkdómum.

2.

Áður en byrjað er að nota Allonol

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Allonol:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir allopurinoli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Allonol er notað ef þú:

ert með lifrar- eða nýrnavandamál. Læknirinn gæti gefið þér minni skammt eða beðið þig um að

taka lyfið sjaldnar en daglega. Hann mun einnig fylgjast nánar með þér.

ert með hjartavandamál eða háan blóðþrýsting.

ert með þvagsýrugigtarkast núna.

Ef þú ert ekki viss um að eitthvað af ofangreindu eigi við um þig, ræddu við lækninn eða lyfjafræðing

áður en þú notar allopurinol.

Tilkynnt hefur verið um alvarleg húðútbrot (ofnæmisheilkenni, Stevens-Johnson heilkenni,

eitrunardreplos húðþekju) við notkun allopurinols. Útbrotin geta oft falið í sér sár í munni, hálsi, nefi

eða á kynfærum og einnig tárubólgu (rauð og bólgin augu). Þessi alvarlegu húðútbrot koma oft í

kjölfar inflúensulíkra einkenna eins og hita, höfuðverkjar og vöðvaverkja (flensulík einkenni).

Útbrotin geta þróast yfir í útbreiddar blöðrur eða flögnun húðar.

Þessi alvarlegu útbrot geta verið algengari hjá fólki af Han-kínverskum, taílenskum eða kóreskum

uppruna. Krónískur nýrnasjúkdómur getur einnig aukið áhættu hjá þessum sjúklingum.

Ef þú færð útbrot eða húðviðbrögð af þeirri gerð sem lýst er hér á undan,

skaltu hætta að nota

allopurinol og hafa strax samband við lækni

Sjúklingar með langvarandi skerðingu á nýrnastarfsemi geta einnig verið í aukinni hættu á að fá

alvarleg húðútbrot við notkun allopurinols. Fylgjast skal sérstaklega vel með vísbendingum um

ofnæmisviðbrögð.

Notkun annarra lyfja samhliða Allonol

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Láttu lækninn vita áður en þú byrjar að nota þetta lyf ef þú notar:

6-mercaptopurin (við blóðkrabbameini)

azathioprin, ciclosporin (til að bæla ónæmiskerfið). Vinsamlegast athugaðu að aukaverkanir

ciclosporins geta komið oftar fyrir.

vidarabin (meðferð við áblásturssótt (herpes)).

Vinsamlegast athugaðu að aukaverkanir vidarabins geta komið oftar fyrir. Gæta skal sérstakrar

varúðar ef slíkt gerist.

salicylöt (til verkjastillingar, við hita eða bólgu, t.d. acetylsalicylicsýra).

probenecid (við þvagsýrugigt).

chlorpropamid (við sykursýki).

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammt clorpropamids, einkum hjá sjúklingum með skerta

nýrnastarfsemi.

warfarin, phenprocoumon, acenocoumarol (til blóðþynningar).

Læknirinn mun fylgjast oftar með blóðstorkugildum og, ef nauðsynlegt reynist, minnka skammt

þessara lyfja.

phenytoin (við flogaveiki).

theophyllin (við astma og öðrum öndunarsjúkdómum).

Læknirinn mun mæla blóðgildi theophyllins, einkum í upphafi meðferðar með allopurinoli, eða

þegar skammti er breytt.

ampicillin eða amoxicillin (við bakteríusýkingum).

Sjúklingar ættu að fá önnur sýklalyf ef hægt er, þar sem meiri líkur eru á ofnæmisviðbrögðum.

frumuhemjandi lyf (notuð til meðferðar á ágengum æxlum).

Gjöf allopurinols og frumuhemjandi lyfja (t.d. cyclophosphamid, doxorubicin, bleomycin,

procarbazin, alkyl-halógeníð) veldur oftar óeðlilegri blóðmynd en þegar þessi virku efni eru

gefin ein sér. Því skal fylgjast með fjölda blóðkorna með reglulegu millibili.

didanosin (við HIV-sýkingu).

captopril (við háum blóðþrýstingi).

Hætta á húðviðbrögðum getur verið aukin, einkum ef þú ert með langvarandi skerðingu á

nýrnastarfsemi.

Álhýdroxíð (notað til þess að hlutleysa sýru í maga).

Ef álhýdroxíð er tekið samhliða, getur það dregið úr áhrifum allopurinols. Það skulu vera a.m.k.

3 klukkustundir á milli töku þessara lyfja.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Allopurinol skilst út í brjóstamjólk. Ekki er mælt með notkun allopurinols á meðan brjóstagjöf stendur.

Akstur og notkun véla

Allonol getur valdið sundli, syfju og truflun á samhæfingu. Ef þú finnur fyrir þessum áhrifum, EKKI

aka bíl, stjórna vélum eða taka þátt í áhættusömum athöfnum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Allonol

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Töflurnar skal gleypa heilar, helst með vatni. Töflurnar ætti að taka eftir máltíð. Drekktu nóg af vökva

(2-3 lítra á dag) á meðan þú notar þetta lyf.

Ráðlagður skammtur er:

Notkun hjá fullorðnum (þar með talið öldruðum)

Upphafsskammtur: 100-300 mg á dag.

Við upphaf meðferðar getur verið að læknirinn ávísi einnig bólgueyðandi lyfi eða colchicini í mánuð

eða lengur, til að fyrirbyggja bráð þvagsýrugigtarköst.

Aðlaga má skammt allopurinols eftir alvarleika tilfellisins. Viðhaldsskammturinn er:

væg tilfelli, 100-200 mg á dag

miðlungi alvarleg tilfelli, 300-600 mg á dag

alvarleg tilfelli, 700-900 mg á dag.

Verið getur að læknirinn breyti skammtinum ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi, einkum ef

þú ert aldraður.

Ef dagskammturinn fer yfir 300 mg á dag og þú færð aukaverkanir frá meltingarfærum, eins og ógleði

eða uppköst (sjá kafla 4), getur verið að læknirinn ávísi allopurinoli í aðskildum skömmtum til að

draga úr þessum áhrifum.

Ef þú ert með alvarlegt nýrnavandamál

þér gæti verið sagt að taka minna en 100 mg daglega

eða þér gæti verið sagt að taka 100 mg með lengra millibili en daglega.

Ef þú ferð í skilun tvisvar eða þrisvar í viku getur verið að læknirinn ávísi 300 eða 400 mg skammti

sem þú átt að taka strax að lokinni skilun.

Notkun hjá börnum og unglingum

Allonol 100 mg töflur

Notkun hjá börnum (yngri en 15 ára)

sem eru 15 kg eða þyngri

Allonol 300 mg töflur

Notkun hjá börnum (yngri en 15 ára)

sem eru 45 kg eða þyngri

Venjulegur skammtur: 10 til 20 mg fyrir hvert kg líkamsþyngdar daglega, skipt í 3 skammta.

Hámarksskammtur: 400 mg af allopurinoli daglega.

Eins og hjá fullorðnum hér framar, getur meðferð verið hafin ásamt bólgueyðandi lyfi eða colchicini,

skammturinn aðlagaður ef um er að ræða skerta nýrna- og lifrarstarfsemi, eða honum skipt upp til að

draga úr aukaverkunum á meltingarfæri.

Ef tekinn er stærri skammtur af Allonol

en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef þú (eða einhver annar) gleypir mikið af töflunum í einu eða ef þú heldur að barn hafi gleypt

einhverjar töflur, hafðu strax samband við næsta sjúkrahús eða lækni.

Ofskömmtun er líkleg til að valda einkennum eins og ógleði, uppköstum, niðurgangi og sundli.

Taktu þennan fylgiseðil, töflurnar sem eftir eru og pakkninguna með þér á sjúkrahúsið eða til

læknisins til að ljóst sé hvaða töflur voru teknar inn.

Ef gleymist að taka Allonol

Ef gleymst hefur að taka skammt skaltu taka hann strax og það uppgötvast nema komið sé að næsta

skammti. EKKI á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Taktu næsta

skammt á sama tíma og venjulega.

Ef hætt er að nota Allonol

Taka skal töflurnar eins lengi og læknirinn gefur fyrirmæli um. EKKI MÁ hætta að taka lyfið nema að

ráðfæra sig fyrst við lækninn.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fyrir þegar þetta lyf er notað:

Ef þú færð eitthvað af eftirtöldu, hættu að taka töflurnar og láttu lækninn strax vita:

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Ef þú færð ofnæmisviðbrögð, hættu að nota Allonol og farðu strax til læknis. Einkenni geta m.a. verið:

flagnandi húð, kýli eða sár á vörum og í munni

einkenni sem geta örsjaldan komið fyrir eru m.a. skyndileg mæði, flökt eða þyngsli fyrir brjósti

og lost.

Ekki taka fleiri töflur nema læknirinn hafi gefið fyrirmæli um slíkt.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

hiti eða kuldahrollur, höfuðverkur, vöðvaverkir (inflúensulík einkenni) og almennur lasleiki.

óeðlileg húðviðbrögð eins og sár í munni, hálsi, nefi og á kynfærum og tárubólga (rauð og

bólgin augu), útbreiddar blöðrur eða flagnandi húð.

alvarleg ofnæmisviðbrögð ásamt hita, útbrotum, liðverkjum og breytingu á blóð- og

lifrarprófum (þessi einkenni geta verið merki um ofnæmisheilkenni sem snertir mörg líffæri).

Aðrar aukaverkanir:

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

húðútbrot

Hækkað gildi skjaldkirtilsörvandi hormóns í blóði

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

ógleði eða uppköst

óeðlilegar niðurstöður á lifrarpófum

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

lifrarvandamál eins og lifrarbólga

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

Stöku sinnum getur Allonol haft áhrif á blóðið, það getur lýst sér í að marblettir komi fram við

minna tilefni en áður, eða þú getur fengið særindi í hálsi eða önnur merki um sýkingu. Þessi

áhrif koma venjulega fram hjá fólki sem er með lifrar- eða nýrnavandamál. Láttu lækninn vita

eins fljótt og hægt er.

Allonol getur haft áhrif á eitlana

hár hiti

blóð í þvagi (blóðmiga)

hátt gildi kólesteróls í blóði (blóðfituhækkun)

almenn vanlíðan eða máttleysi

máttleysi, dofi, að vera óstöðugur á fótunum, að finnast maður ekki geta hreyft vöðvana (lömun)

eða meðvitundarleysi

höfuðverkur, sundl, syfja eða sjóntruflanir

brjóstverkur (hjartaöng), hár blóðþrýstingur eða hægur púls

ófrjósemi hjá körlum, eða ristruflanir

brjóstastækkun, hjá körlum jafnt sem konum

breyting á hægðavenjum

breyting á bragðskyni

drer á augum

hármissir eða aflitun hárs

flog (krampar)

þunglyndi

uppsöfnun vökva sem leiðir til bólgu (bjúgur), einkum á ökklum

óeðlilegt efnaskipti glúkósa (sykursýki). Læknirinn gæti viljað mæla sykurgildi í blóðinu til að

athuga hvort þetta er að gerast.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Allonol

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Allonol inniheldur

Virka innihaldsefnið er allopurinol.

Allonol 100 mg töflur

Hver tafla inniheldur 100 mg af allopurinoli.

Allonol 300 mg töflur

Hver tafla inniheldur 300 mg af allopurinoli.

Önnur innihaldsefni eru örkristallaður sellulósi, maíssterkja, natríumsterkjuglýkólat, vatnsfrí

kísilkvoða, gelatín, magnesíumsterat og talkúm.

Lýsing á útliti Allonol og pakkningastærðir

Allonol 100 mg töflur

Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur með brún og deiliskoru á annarri hliðinni. Þvermál 9 mm.

Allonol 300 mg töflur

Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur með brún og deiliskoru á annarri hliðinni. Þvermál 12 mm.

Töflurnar eru fáanlegar í þynnupakkningum.

Pakkningastærðir: 30 og 100 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

ratiopharm GmbH, Ulm, Þýskaland

Framleiðandi:

Merckle GmbH, Blaubeuren, Þýskaland

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2018.