Akineton

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Akineton Tafla 2 mg
 • Skammtar:
 • 2 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Akineton Tafla 2 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 6c0d2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Akineton 2 mg töflur

Biperidenhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Akineton og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Akineton

Hvernig nota á Akineton

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Akineton

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Akineton og við hverju það er notað

Akineton er lyf við Parkinsonssjúkdómi.

Akineton hefur áhrif á jafnvægi nokkurra ákveðinna efna í heilanum og dregur þannig úr

vöðvastífleika og skjálfta.

Vera má að þú fáir Akineton við parkinsonsheilkenni.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Akineton

Ekki má nota Akineton:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir biperidenhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

ef þú ert með ómeðhöndlaða gláku (þrönghornsgláku)

ef þú ert með þrengingu eða teppu í maga eða þörmum

ef þú ert með meðfæddan of stóran ristil (risaristil)

ef þú ert með hreyfitruflanir (síðkomin hreyfitruflun)

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Akineton er notað:

ef þú ert með stækkaðan blöðruhálskirtil (blöðruhálskirtilskvilla)

ef þú ert með flogaveiki

ef þú ert með hraðan hjartslátt

ef þú ert með alvarlegt vöðvamáttleysi (vöðvaslensfár)

Athuga skal að:

ekki má hætta meðferð skyndilega. Hafa skal samband við lækninn

ef þú ert eldri en 65 ára er aukin hætta á ákveðnum aukaverkunum. Hafa skal samband við

lækninn

á meðan meðferð með Akineton stendur skal láta mæla augnþrýsting reglulega

Akineton getur valdið lítillega aukinni vellíðunarkennd. Þess vegna getur verið hætta á

misnotkun

Notkun annarra lyfja samhliða Akineton

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð.

Látið lækninn vita ef notuð eru lyf við:

sjúkdómi í maga eða þörmum (metoclopramíð)

verkjum (petidín)

Einnig

ef notuð eru önnur lyf við Parkinsonssjúkdómi (carbidopa, levodopa).

Notkun Akineton með mat, drykk eða áfengi

Taka má Akineton með máltíð en það er ekki nauðsynlegt.

Taka skal Akineton með glasi af vatni.

Forðast skal neyslu áfengis samhliða töku Akineton. Áhrif áfengis geta aukist.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Hjá sumum getur Akineton valdið aukaverkunum eins og sjóntruflunum, sundli og þreytu, sem geta

haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Akineton inniheldur mjólkursykur (laktósa)

Akineton inniheldur mjólkursykur (laktósa). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa

samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Akineton

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur

Upphafsskammtur: ½ tafla (1 mg) 2 sinnum á sólarhring. Skammturinn er síðan aukinn smám saman

þar til hámarksverkun fæst. Hafa skal samband við lækninn.

Viðhaldsskammtur: ½-2 töflur (1-4 mg) 3-5 sinnum á sólarhring.

Draga á smám saman úr meðferðinni á 4-6 dögum, til að komast hjá versnun á einkennum

Parkinsonssjúkdóms. Hafa skal samband við lækninn.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar: Útvíkkuð sjáöldur með hæga svörun, þurrar slímhúðir, roði, hraður

hjartsláttur, máttlaus blaðra og máttlausir þarmar, hiti, æsingur, óráð, ruglástand, vímukennt ástand

og/eða ofskynjanir. Við alvarlega ofskömmtun er hætta á öndunarbilun og blóðrásarbilun.

Ef gleymist að taka Akineton

Ef gleymist að taka einn skammt, skal taka hann eins fljótt og hægt er þegar það uppgötvast. Ef stuttur

tími er í næsta skammt, skal sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta

upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Akineton

Aðeins má rjúfa eða stöðva meðferð í samráði við lækninn.

Draga á smám saman úr meðferðinni á 4-6 dögum, til að komast hjá versnun á einkennum

sjúkdómsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir geta komið fram sérstaklega í upphafi meðferðar og ef skammtur er aukinn of hratt.

Ekki er hægt að meta hlutfallslega tíðni tilkynntra aukaverkana nákvæmlega þar sem fjöldi notenda er

ekki þekktur.

Alvarlegar aukaverkanir

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Hraður hjartsláttur. Getur verið alvarlegt. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku ef mjög

hraður eða óreglulegur púls gerir vart við sig eða ef þú finnur fyrir vanlíðan eða líður yfir þig.

Hringið hugsanlega í 112.

Við notkun stórra skammta: spenna, eirðarleysi, kvíði, ruglástand, ofskynjanir og svefnleysi.

Örvandi áhrif koma oftast fram hjá sjúklingum með einkenni skertrar heilastarfsemi og getur

slíkt kallað á minnkun skammta.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Hægur hjartsláttur. Getur verið alvarlegt. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku ef púls

verður mjög hægur eða ef þú finnur fyrir vanlíðan eða líður yfir þig. Hringið hugsanlega í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Munnþurrkur, sem getur aukið hættuna á tannskemmdum.

Ógleði.

Óþægindi frá maga og þörmum.

Minnisraskanir.

Þreyta.

Sundl.

Svefnhöfgi.

Tímabundnar svefntruflanir (styttra tímabil svokallaðs REM-svefns með hröðum

augnhreyfingum).

Vöðvakippir.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Ofnæmi.

Ofnæmisútbrot.

Höfuðverkur.

Hreyfitruflun.

Ósamhæfðar hreyfingar.

Röskun á samstillingu augna.

Talerfiðleikar.

Aukin tilhneiging til krampa.

Taugaveiklun.

Ofsakæti.

Erfiðleikar við þvaglát, jafnvel þvagteppa. Hjá sumum getur það þróast yfir í alvarlega

aukaverkun. Hafið samband við lækninn.

Hægðatregða.

Lækkun blóðþrýstings (eftir gjöf í bláæð).

Óskýr sjón.

Útvíkkuð sjáöldur.

Ljósnæmni.

Gláka.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Bólga í eyrnamergskirtli með þrota og eymslum á framanverðu eyra.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Akineton

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Akineton má geyma við stofuhita.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir Fyrnist.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Akineton 2 mg töflur innihalda

Virka innihaldsefnið er: biperidenhýdróklóríð.

Önnur innihaldsefni eru: kalsíumhýdrógenfosfat tvíhýdrat, kartöflusterkja, maíssterkja,

örkristölluð sellulósa, mjólkursykureinhýdrat, magnesíumsterat, copovidon, talkúm.

Lýsing á útliti Akineton og pakkningastærðir

Útlit

Akineton taflan er hvít eða nánast hvít, kringlótt með deiliskorum á annarri hliðinni.

Pakkningastærð

100 töflur í þynnum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Laboratorio Farmaceutico SIT, S.r.l.

Via Cavour, 70

27035 Mede (PV)

Ítalía

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2015.