Adalat Oros

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Adalat Oros Forðatafla 30 mg
 • Skammtar:
 • 30 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Adalat Oros Forðatafla 30 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 2b0d2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Adalat

®

Oros töflur 20 mg, 30 mg og 60 mg

Nífedipín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Adalat Oros og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Adalat Oros

Hvernig nota á Adalat Oros

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Adalat Oros

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Adalat og við hverju það er notað

Adalat Oros hefur æðavíkkandi áhrif. Auðveldara verður fyrir hjartað að dæla blóði og dregur þannig

úr áreynslu hjartans.

Adalat Oros er notað við:

hjartaöng

háþrýstingi

köldum og hvítum fingrum og/eða tám af völdum Raynaudsheilkenni (kuldatilfinning)

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Adalat Oros

Ekki má nota Adalat Oros

ef um er að ræða ofnæmi fyrir nífedipíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6)

ef þú hefur fengið lost (súrefnisskortur í hjarta og lækkaður blóðþrýstingur)

ef þú ert með lágan blóðþrýsting

ef þú ert með endurtekin einkenni um hjartaöng (óstöðug hjartaöng)

ef þú hefur nýlega (síðasta mánuð) fengið blóðtappa í hjarta (hjartadrep).

ef þú notar rífampicín (sýklalyf)

ef þú ert með svokallaða Kocks blöðru

Varnarorð og varúðarreglur

Áður en þú notar Adalat Oros skaltu láta lækninn vita ef:

þú ert með mjög lágan blóðþrýsting

þú ert með hjartasjúkdóm

ef þú ert með mikil þrengsli í kransæð

þú ert með skerta lifrarstarfsemi

þú þarft á blóðskilun að halda og ert auk þess með háþrýsting og blóðlítil(l)

þú ert barnshafandi

þú hefur verið með þrengsli í maga eða þörmum

Börn og unglingar

Lyfið skal ekki gefa börnum og unglingum undir 18 ára aldri, þar sem takmarkaðar upplýsingar eru til

um öryggi og virkni lyfsins fyrir þennan aldurshóp.

Notkun annarra lyfja samhliða Adalat Oros

Önnur lyf geta haft áhrif á virkni Adalat Oros og Adalat Oros getur breytt virkni annarra lyfja. Látið

lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð. Þetta gildir einnig um þau lyf sem fengin eru án lyfseðils eða keypt erlendis, náttúrulyf,

sterk vítamín og steinefni.

Segðu lækninum frá því ef þú notar eftirtalin lyf, t.d :

önnur hjartalyf eða lyf sem lækka blóðþrýsting (td. betablokkar, þvagræsilyf, ACE-blokkar (lyf

sem lækkar blóðþrýsting með því að blokka ensím sem umbreytir angiotensíni í líkamanum),

aðrir kalsíumgangablokkar (lyf sem hindra upptöku frumna á kalsíumi), dígoxín, kínídín

lyf við flogaveiki (t.d. fenýtoín, karbamazepín, valpróinsýru, fenóbarbital)

lyf við offramleiðslu á magasýru eða magasári (címetidín)

lyf við sýkingum (t.d. rífampisín, erýthrómýsín, kínúpristín, dalfópristín)

lyf við sveppasýkingum (t.d. ketókónazól)

lyf við þunglyndi (flúoxetín, nefazódon)

lyf við alnæmi (HIV) (t.d. rítónavír)

lyf til notkunar eftir líffæraígræðslu (takrólimus)

lyf sem auka þarmahreyfingar (cisapríd)

Hafðu samband við lækninn. Nauðsynlegt getur verið að breyta skammti af Adalat Oros við samtímis

notkun þessara lyfja.

Notkun Adalat Oros með mat eða drykk

Adalat Oros má taka með mat eða drykk en þó ekki greipaldin eða greipaldinsafa, þar sem það getur

aukið verkun Adalat Oros.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú mátt einungis nota Adalat Oros á meðgöngu ef læknirinn telur að það sé nauðsynlegt vegna heilsu

þinnar. Notkun Adalat Oros á meðgöngu getur leitt til aukaverkana hjá ófæddum börnum og nýburum.

Ef þú tekur lyfið er mikilvægt að láta kanna blóðþrýstinginn hjá þér reglulega.

Adalat Oros getur haft áhrif á virkni sæðisfrumna hjá körlum. Ef erfiðlega gengur að verða þunguð

með tæknifrjóvgun getur ástæðan verið notkun lyfsins hjá karlinum.

Brjóstagjöf

Konur með barn á brjósti mega ekki nota Adalat Oros þar sem lyfið berst í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Notkun Adalat Oros getur valdið aukaverkunum sem á einhvern hátt geta haft áhrif á öryggi við akstur

og notkun véla. Sérstaklega skal hafa varann á í byrjun meðferðar eða þegar skammtar eru hækkaðir

eða við samtímis neyslu áfengis.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Adalat Oros inniheldur natríum

Þetta lyf inniheldur natríum sem natríumklóríð. Ein 20 mg forðatafla inniheldur 21,2 mg

natríumklóríð, ein 30 mg forðatafla inniheldur 23,9 mg natríumklóríð og ein 60 mg forðatafla

inniheldur 47,8 mg natríumklóríð. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.

3.

Hvernig nota á Adalat Oros

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Fullorðnir: 20-120 mg á dag

Töflurnar skal taka úr þynnupakkningunni rétt fyrir notkun, þar sem forðatöflurnar þola ekki loftraka í

langan tíma.

Töflurnar á að gleypa heilar með ½ glasi af vatni eða öðrum drykk, óháð máltíð. Ekki má taka

töflurnar með greipaldinsafa. Töflunum má hvorki skipta né tyggja.

Forðatöflurnar samanstanda af skel sem inniheldur lyfið. Tóm töfluskelin leysist ekki upp og getur því

sést í hægðum.

Skert lifrarstarfsemi:

Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum. Ávallt skal fylgja leiðbeiningum

læknis.

Fylgið ávallt leiðbeiningum læknis. Misjafnt er hvað hver og einn hefur þörf fyrir. Skammtabreytingar

eða stöðvun á meðferð skulu alltaf vera í samráði við lækninn.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Takið fylgiseðilinn eða

pakkningar með.

Einkenni ofskömmtunar eru blóðþrýstingsfall, hjartsláttartruflanir (hægari/hraðari hjartsláttur),

óeðlilega hátt magn af sykri (glúkósa) í blóði, ójafnvægi í vökvajafnvægi líkamans, súrefnisskortur í

vefjum líkamans, áhrif á hjartað, vatn í lungum og skert meðvitund.

Ef gleymist að taka Adalat Oros

Ef þú gleymir að taka skammt af lyfinu skaltu halda áfram að taka ráðlagða skammta. Ekki á að

tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar (koma fyrir hjá 1 - 10 af hverjum 100 notendum)

Höfuðverkur

Vökvasöfnun

Roði eða hitatilfinning vegna æðaútvíkkana.

Almenn vanlíðan.

Sjaldgæfar (koma fyrir hjá 1 - 10 af hverjum 1.000 notendum)

Ofnæmisviðbrögð

Staðbundin vökvasöfnun í t.d. slímhimnu, á höndum, ökklum eða fótum

Vökvasöfnun í kringum barkakýli (getur verið lífshættulegt)

Kvíði

Svefntruflanir

Sundl

Mígreni

Skjálfti

Sjóntruflanir

Aukinn púls

Hjartsláttarónot

Lágur blóðþrýstingur

Yfirlið

Blóðnasir

Nefstífla

Magaverkir

Ógleði

Meltingartruflanir

Uppþemba

Munnþurrkur

Tímabundin hækkun lifrarensíma

Hörundsroði

Vöðvakrampar

Bólgur í liðum

Aukin þvaglátsþörf

Þvaglátstregða

Stinningarvandamál

Ótilgreindir verkir

Kuldahrollur.

Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá 1 – 10 af hverjum 10.000 notendum)

Útbrot, ofsakláði, kláði

Náladofi eða doði í húð/fingrum/tám

Ofvöxtur slímhúðar í munni (góms).

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Almennur slappleiki, aukin hætta á bólgum (sýkingum), sérstaklega hálsbólgu og hita vegna

breytinga á blóðmynd (fækkunar á hvítum blóðkornum (kyrningahrap, hvítkornafæð)). Hafið

samband við lækni.

Alvarleg bráðaofnæmisviðbrögð með skyndilegum útbrotum, öndunarerfiðleikum, yfirliði,

upphleyptri tungu, vörum og andliti, brjóstverk og blóðþrýstingsfalli

Tíð þvaglát, þorsti, þreyta vegna hækkaðs blóðsykursmagns

Minnkað snertiskyn

Syfja, svefnhöfgi. Hafið samband við lækninn.

Verkir í auga

Verkir fyrir brjósti (hjartaöng)

Andþyngsli

Kökkur í maga (kekkir úr óniðubrjótanlegri töfluskel)

Erfiðleikar við kyngingu

Hægðatregða

Magasár

Uppköst

Slakur hringvöðvi milli vélinda og maga

Gula

Alvarleg og útbreidd flögnun húðar. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku

Ofnæmisviðbrögð með auknu ljósnæmi

Roðnun húðar (palpabel purpura)

Liðverkir

Vöðvaverkir

Mæði

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Adalat Oros

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Adalat Oros inniheldur

Adalat Oros 20 mg, 30 mg eða 60 mg forðatöflur

-

Virka innihaldsefnið er

nífedipín.

-

Önnur innihaldsefni (hjálparefni) eru: magnesíumsterat, natríumklóríð, cellulósaacetat,

hýprómellósi, rautt járnoxíð (E 172), pólýetýlenoxíð, makrógól 3350, hýdroxýprópýlcellulósi,

própýlenglýkól, svart litarefni, títantvíoxíð (E 171).

Lýsing á útliti Adalat Oros og pakkningastærðir

Adalat Oros 20 mg eru hringlaga, bleikar töflur, með gati eftir leysigeisla á annarri hlið, merktar

Adalat 20 á hinni hliðinni

Adalat Oros 30 mg eru hringlaga, bleikar töflur, með gati eftir leysigeisla á annarri hlið, merktar

Adalat 30 á hinni hliðinni.

Adalat Oros 60 mg eru hringlaga, bleikar töflur, með gati eftir leysigeisla á annarri hlið, merktar

Adalat 60 á hinni hliðinni.

Adalat Oros 20 mg: 28, 98 forðatöflur

Adalat Oros 30 mg: 28, 98 forðatöflur

Adalat Oros 60 mg: 98 forðatöflur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Bayer AB

Box 606

SE-169 26 Solna

Framleiðandi

Bayer AG, 51368 Leverkusen, Þýskalandi.

Umboð á Íslandi

Icepharma hf

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2017.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.